Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 18
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur verið aðsópsmikill í íslensku þjóð- lífi síðustu áratugi og jafnan látið að sér kveða þegar honum hefur þótt tilefni til. Hann er reffilegur á velli og í framkomu, öryggið upp- málað og fylginn sér með eindæm- um. Líkt og lesa hefur mátt í tugum greina sem birst hafa í Morgun- blaðinu að undanförnu eru margir þeirrar skoðunar að Jón Steinar eigi vel heima í Hæstarétti. Fylgis- menn hans hafa dásamað hann í bak og fyrir, svo mjög raunar að á köflum hefur hann vart virst mannlegur. Sumir hafa gengið skrefinu lengra og lýst hvernig hann kom þeim til hjálpar á erfiðri stundu og studdi með ráðum og dáð í frumskógi laga og réttar. Í gær upplýsti t.d. Hallur Hallsson að það væri Jóni Steinari að þakka að Keikó fékk hér landvistarleyfi á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor er góðvinur Jóns Steinars. „Hann er mjög hugrakk- ur, hreinn og beinn og mikill dreng- skaparmaður,“ segir Hannes. „Traustur og einstakur ljúflingur,“ segir Bergþór Pálsson söngvari og mágur Jóns. „Rosalega skemmti- legur í klefanum,“ segir félagi sem lék knattspyrnu í hádeginu með Jóni Steinari um margra ára skeið. En eins og gengur eru ekki allir á sama máli. Jón er jú í hópi umdeildustu manna landsins. „ F r e k j u h u n d u r, “ sagði einn sem ekki vildi að nafn hans kæmi fram. „Ein- strengingslegur og þröngsýnn,“ sagði ann- ar. Þeir viður- kenndu þó báð- ir að hann viti sínu viti þeg- ar lögfræði er annarsvegar og eigi gott með að flytja mál sitt á sannfærandi hátt. Það var annars fátt um svör á mörgum bæjum þegar við- bragða og lýsinga á Jóni var leitað, margir úr lög- mannastétt töldu óráðlegt að segja meira en tvö orð undir nafni. Þau voru: „Til hamingju.“ Ofstækismaður Hreinn Loftsson hæstaréttarlög- maður er ekki undir þessa sök seld- ur. Hann er ósáttur við skipan Jóns Steinars í Hæstarétt og fer ekki í launkofa með þá skoðun.“Þessi skipun ber keim af sömu pólitísku spillingu og skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Jón Steinar er of- stækismaður í málflutningi eins og fjölmörg dæmi sanna. Og hann skortir að auki þá yfirvegun og dómgreind sem er nauðsynleg til að setjast í þennan æðsta dómstól þjóðarinnar.“ Hannes Hólmsteinn hefur hins- vegar þveröfuga sýn á vin sinn. „Jón Steinar hefur mjög einfalda og skarpa sýn á veruleikann. Hann kann vel að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum og er málefnalegur og mikill lögfræðing- ur.“ Magnús Thoroddsen þekkir starf hæstaréttardómara inn og út, hann sat í réttinum í sjö ár eða þar til honum var vikið úr starfi fyrir ríflega notkun á heimild sem for- seta réttarins til áfengiskaupa á kostnaðarverði. Í þeim málum réð hann Jón Steinar til að gæta hags- muna sinna og hann er sannfærður um að Jón verði góður dómari. „Ég tel hann á allan hátt mjög hæfan til að gegna þessu embætti. Hans mikla lögmannsreynsla gerir hann hæfan.“ Magnús er viss um að póli- tík muni ekki þvælast fyrir Jóni í réttinum, líkt og fleiri aðdáendur hans. Um það er þó deilt. Fyndinn og skemmtilegur Bergþór Pálsson söngvari er bróðir Kristínar, eiginkonu Jóns Steinars. Áður var vitnað til orða hans, þess efnis að mágur- inn væri traustur og einstakt ljúfmenni en Bergþóri finnst hann líka fyndinn og skemmtilegur. „Já, hann er mjög fyndinn. Ég sat einu sinni með vinunum Jóni og Davíð Oddssyni að snæðingi og það kom mér á óvart hvað þeir voru m i k l i r húmoristar.“ Sjálfur er Bergþór ann- álaður áhuga- maður um mat og fer oft óhefðbundnar leiðir í matar- gerðinni. Hann segir Jón hinsveg- ar ekki sérlega nýjungagjarnan í þeim efnum. „Hann hefur gaman af að borða en er mest fyrir læri með grænum baunum og rauð- káli.“ Að auki upplýsir Bergþór að Jóni finnst gaman að grilla og hon- um sé jafnan falið að sjá um kalkúninn í jólaboðum fjölskyld- unnar. Bergþór hefur ekki einasta skoðun á mataræði og skopskyni Jóns. Hann hefur líka sitt að segja um skipan hans í réttinn. „Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að hann sé kominn í Hæstarétt. Þar er hann réttur maður á réttum stað. Ég er viss um að margir telji hann harðan í horn að taka en hann er afskaplega hreinskiptinn og heiðarlegur. Auðvitað hefur hann pólitískar skoðanir sem sum- um líkar ekki en ég get ekki séð að það sé ástæða til að setja einhverja lyddu í réttinn sem ekkert kveður að.“ Barnmargur keppnismaður Það er leitun að öðrum eins keppnismanni og Jóni Steinari. Um það vitna hvort tveggja sam- ferðamenn í lögfræðinni og aðrir. „Það var gríðarlegt kapp í honum í knattspyrnunni,“ sagði fótbolta- félagi til margra ára en var spar- ari á lýsingarorðin þegar kom að knatthæfileikum Jóns. „Hann var lunkinn í föstum leikatriðum,“ sagði hann þó. Hér er talað í þátíð því Jón lagði knattspyrnuskóna á hilluna á útmánuðum eftir þrjátíu ára knattspyrnuiðkun. Hnén þoldu ekki meira. Þá er kunn sagan af keppnis- skapi hans í briddsinu en lengi vel var hann spilafélagi Davíðs Oddssonar, Árna Kolbeinssonar, Baldurs Guðlaugssonar og Eiríks Tómassonar. Þó kom að því að honum fannst nóg um metnaðarleysi félaga sinna, þeir spiluðu ekki til sigurs og æfðu sig ekkert á milli spilakvölda. Kvaddi hann því hópinn og fann sér annan sem spilaði af sömu alvöru og hann. Jón Steinar er kvæntur Kristínu Pálsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau saman fimm börn. Áður átti hann þrjár dætur og er því átta barna faðir. Líf hans tekur nú breytingum og landsmenn eiga vart eftir að heyra hann mæla á ný. Hæstarétt- ardómarar fara nefnilega í þagnar- bindindi við ráðningu. „Hvað ætli Jón geti þagað lengi?“ varð einum að spurn. bjorn@frettabladid.is 18 30. september 2004 FIMMTUDAGUR Jón Steinar um dóma Hæstaréttar: Er oft á önd- verðum meiði Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fall- ið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. DESEMBER 1998 VALDIMARSDÓMURINN Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæsta- réttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómur- inn segði ekki neitt um lögmæti kvóta- kerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið „veiðiheimild“ í úrskurði sínum. APRÍL 2000 VATNEYRARDÓMURINN Jón Steinar var ánægður með Vatneyr- ardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíal- isma,“ sagði hann í viðtali. OKTÓBER 2000 SKAÐABÓTAMÁL KIO BRIGGS Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synj- aði Briggs um skaða- bætur vegna gæslu- varðhalds og ritaði af því tilefni í Morgun- blaðið: „Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé at- hugavert við réttará- stand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsis- sviptingarinnar.“ DESEMBER 2000 ÖRYRKJADÓMURINN Hæstiréttur úrskurð- aði að óheimilt væri að skerða tekjur ör- yrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkja- dóminn af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að réttur- inn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. MARS 2004 DÓMUR VEGNA LÆKNAMISTAKA Hæstiréttur sneri við dómi héraðs- dóms um að læknar hefðu með gá- leysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlk- unnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum. Til hamingju, Jón Steinar! Mikið fagnaðarefni, segir Magnús Thoroddsen um skipan Jóns Steinars. Pólitísk spilling, segir Hreinn Loftsson. Jón Steinar er mikið fyrir læri með rauðkáli og grænum baunum, segir Bergþór Pálsson. Amerísk tengi í umferð: Þekkja má tengin á skröltinu UMFERÐARMÁL Brögð eru að því að tjaldvagnar og fellihýsi sem hér eru seld séu með röngum tengibúnaði. Hjá Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að vitað sé að umboðs- aðilar hefðu fyrir mistök í einhverj- um tilvikum selt hér fellihýsi með amerískum tengjum, auk þess sem einstaklingar hafi sjálfir flutt inn vagna með röngum tengjum. Amerísk tengi eru 50,8 milli- metrar að stærð (tvær tommur), en evrópsk tengi miða við 50 milli- metra kúlur. Af þessu leiðir að í tengjunum skröltir því of rúmt er um kúluna, auk þess sem líkur aukast á að vagninn losni verði tengið fyrir höggi. Umferðarstofa hefur lagt sig fram um að uppýsa lögregluyfirvöld um hvernig þekkja megi úr röngu tengin. „Þegar þetta hefur komið upp höfum við bent mönnum á að breyta tengjunum sem fyrst og svo haft eftirfylgni með því,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri í umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík, en ökumenn hafa ekki verið kyrrsettir vegna þessa. Árni segir að einnig hafi komið upp að bílar hafi verið með rangan tengibúnað, en mun minna sé um það því þannig fái þeir hvorki skoðun, né komi evrópskum vagntengjum á of svera kúluna. ■ TENGIBÚNAÐUR FELLIHÝSA Vinstra tengið er evrópustaðlað líkt og nota á hér á landi meðan hægra tengið er af amerískri gerð og heldur stærra um sig. BJÖRN ÞÓR SIGURBJÖRNSSON BLAÐAMAÐUR NÆRMYND JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.