Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 54
Popppían Christina Aguilera hefur hvatt ungar konur til að nýta kosningarétt sinn í banda- rísku forsetakosningunum sem fara fram í byrjun nóvember. Aguilera hvatti stúlkurnar til að nýta atkvæði sín og berjast fyrir auknum réttindum í heimildar- myndaþætti á tónlistarstöðinni MTV. Poppdívan gekk meira að segja svo langt að hún hvatti stúlkurnar til að „hefja byltingu“. „Það er óvirðing við formæður okkar að nýta ekki kosningarétt- inn,“ sagði Aguilera í þættinum. „Þær ruddu brautina svo að við fengjum jafnan rétt á við karla og við eigum að virða þann rétt. Stjórnmál koma okkur öllum við en stúlkurnar vita ekki hvað þær skipta miklu máli. Því bið ég ykk- ur af öllu mínu hjarta að skrá ykk- ur og taka þátt í kosningunum.“ Bandarísku forsetakosning- arnar fara fram þann 2. nóvember og stendur baráttan á milli repúblikanans George W. Bush, núverandi forseta, og John Kerry, frambjóðanda demókrata. ■ Poppstjarna gerist pólitísk ■ FÓLK CHRISTINA AGUILERA Hún hvetur ungar stúlkur til að nýta atkvæði sín og kjósa í komandi forsetakosningum. 46 30. september 2004 FIMMTUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.45 M/ÍSL. TALI THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 THE BOURNE SUPREMACY kl. 6, 8 og 10.15 B.I. 14THE TERMINAL kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 8 B.I. 16 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 SÝND kl. 10.40 B.I. 16 SÝND kl. 6 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND KL. 4 M/ÍSLENSKU TALI NOTEBOOK KL. 8 SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 WICKER PARK kl. 8 og 10.30 B.I. 12 Fór beint á toppinn í USA! Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE HHH 1/2 kvikmyndir.is HHH kvikmyndir.is FORSÝND kl. 10.20 SÝND kl. 5, 8 og 11 B.I. 16 SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 HHH kvikmyndir.is Eftir óheyrilega mikið af stríðs- leikjum sem byggjast á seinni heimstyrjöldinni á síðustu miss- erum er röðin komin að Víetnam- stríðinu enda eru leikir byggðir á því tvísýna stríði vinsæll efniviður leikjaframleiðenda í dag. Í Conflict Vietnam stýrir spilar- inn nýliða í herdeild Bandaríkj- anna sem þarf að berjast ásamt þremur félögum sínum í mjög svo tormeltu landslagi Víetnams. Þéttir frumskógar, hrísgrjónaakr- ar og votlendi gera bardaga félag- anna erfiða og blóðuga. Í byrjun er frekar kaótískt að stýra félögunum og sérstaklega pirrandi að halda þeim á lífi en þegar sú hindrun er að baki býður leikurinn upp á frábæra skemmt- un. Hver liðsmaður hefur sína eig- inleika og eftir hverja bardagaför getur spilarinn bætt eiginleika liðsmanna þannig að þeir verði betri hermenn þegar lengra er komið. Liðsmennirnir eru ágæt- lega útfærðir með sinn persónu- leika sem skín í gegn með athuga- semdum um hvort þeir sýni bar- dagavilja eða ekki. Borðin eru stór og verkefnin mörg en á sama tíma eru leiðirnar sem liðsheildin fer eftir er mikið lokuð og því ekki mikið ferðafrelsi. Gervigreind andstæðinganna er fín og sérstaklega er gaman að sjá heilu herdeildirnar storma óhræddar að Kananum sem þarf að taka á honum stóra sínum til að halda líftórunni. Grafíkin er frekar gróf en það skiptir ekki meginmáli þar sem aðall leiksins er spilunin sem er spennandi, hröð og með nóg af óvæntum atburðum ásamt hlut- verkaspilun. Tónlistin er ekki af verri endan- um með fullt af rándýrum lögum með listamönnum eins og Rolling Stones og Jefferson Airplane. Einnig virkar umhverfismúsíkin ágætlega, tekur ekki of mikið frá hasarnum. Meiri tíma hefði þó mátt eyða í umhverfishljóðin og þá sérstaklega skotvopnin og spreng- ingarnar. Þessi leikur er fín skemmtun sem ætti að fullnægja skotþyrst- um spilurum og einnig hlutverka- spilurum í hasarskapi. franzgunnarsson@hotmail.com Víetnamstríðið frá fyrstu hendi CONFLICT VIETNAM VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 FRAMLEIÐANDI: PIVOTAL GAMES ÚTGEFANDI: SCI GAMES NIÐURSTAÐA: Mikill hasar, góð tónlist og nóg af blótsyrðum í bland við ágætis skammt af hlutverkaspilun. [ TÖLVULEIKIR ] UMFJÖLLUN Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA DBF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru miðar á myndina, DVD myndir og fleira 9. hver vinnur. Bíómiði á 99 kr? Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA FRUMSÝND 1. OKT. (Brennó) Fáðu flott munnstykki [ MYNDBÖND ] VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 2 3 4 5 EUROTRIP Grínmynd um bandaríska ung- linga sem skella sér í ferðalag um Evrópu færist upp um eitt sæti í þessari viku. Vika 38 EUROTRIP GAMAN TWISTED SPENNA COLD MOUNTAIN DRAMA HIDALGO SPENNA 50 FIRST DATES GAMAN Britney Spears og eiginmaður hennar Kevin Federline hafa tekið boði poppdívunnar Madonnu um brúðkaupsferðalag til Bret- lands. Madonna hringdi í Britney til að óska henni til hamingju með ráðahaginn og bauð síðan hjóna- kornunum til gistingar á sveita- setri sínu í Wiltskíri. Hamingjuóskir Madonnu til Britney og Federline var texti úr Kabbalah fræðunum sem hún iðk- ar af kappi. Britney er sögð hafa verið svo ánægð með skeytið að hún skrifaði það niður og gengur með það á sér hvert sem hún fer. Madonna og Britney Spears hafa átt í góðu sambandi síðan þær sungu saman lag, auk Christ- inu Aguileru, á MTV-tónlistarhá- tíðinni í ágúst síðast liðnum. At- riðið fékk mikla umfjöllun ekki síst vegna þess að konurnar þrjár þóttust kyssast innilega á sviðinu. Það fór þó fyrir brjóstið á mörg- um, þar á meðal söngkonunni Beyonce Knowles. Hún sagði að kristið fólk hefði leyfi frá Guði til að klæðast kynþokkafullum fötum og fækka þeim á sviði en það hefði engan rétt til að kyssa manneskju af sama kyni. ■ Í brúðkaupsferðalag til Bretlands ■ FÓLK BRÚÐURIN Britney og Federline giftu sig með leynd fyrr í þessum mánuði. Þau sögðu að brúðkaupið ætti að vera í lok mánaðarins en giftu sig þess í stað þann 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.