Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 49
41FIMMTUDAGUR 30. september 2004 Tekur þátt í baráttunni gegn krabbameini og gefur allan hagnað af sölu bolanna til rannsókna á brjóstakrabbameini. Aldrei skildi ég hvað var svona merkilegt við Peanuts. Þetta leit ekki út fyrir að vera neitt annað en hálf niðurdregnir krakkar á leikvelli að velta fyrir sér tilgangi lífsins. Þetta er eitthvað sem ég hef nánast aldrei hlegið upphátt að. Calvin & Hobbes og Garfield voru alltaf í meira uppáhaldi. En núna þegar Calvin & Hobbes eru löngu hættir að frumflytja efni og Garfield hefur ekki verið fyndinn í tíu ár og ég er orðin tiltölulega fullorðinn, get ég sagt með fullri vissu að Peanuts sé eitt dýpsta lesefni sem birst hefur á dag- blaðapappír. Þegar ég nýlega fór að pæla í dagblaðamyndasögum rann svolítið upp fyrir mér: Ang- ist Charlie Browns er kannski ekki alveg jafn fyndin og sjálf- hverfa Calvins, en þó hef ég aldrei flett Mogganum án þess að kíkja á Peanuts. Því að í þessum litlu myndskreyttu haíkum má finna sálfræðilega dýpt og hráar tilfinningar sem slá hinum klass- íska myndasögu-aulahúmor við (með fullri virðingu fyrir mynda- sögu-aulahúmor). Ég er ekki að segja að Peanuts sé ekki fyndið því að, trúið mér, Peanuts er fyndið. Svo fyndið að ég gleymdi að hlæja. Charles M. Schulz hafði mjög lúmska og grátbroslega kímni- gáfu. Persónurnar tala eins og einangraðir heimspekingar, sáttir við hlutskipti sitt sem ósjálf- bjarga börn. Sagt hefur verið að allar persónurnar séu í raun brot af sjálfi höfundarins, að hann skipti vangaveltum sínum niður á viðeigandi krakka. Charlie Brown hlýtur þá að eiga stærstan hlut í sálu Schulz, þar sem hann er aðal- persónan. Charlie er viðkvæm vera sem reglulega missir trúna á lífið, en þarf þó lítið til að koma sér aftur á strik. Mannlegra ger- ist það ekki. Ég held að vinsældir Peanuts eigi sér einmitt rætur að rekja til Charlie Brown; barnsins sem gerir sér grein fyrir hversu litla stjórn við höfum á hlutunum. Það er lítill Charlie Brown í okkur öllum, við erum öll smáfólk. Á síðari árum fóru sögurnar að verða einhvern veginn brothætt- ari og jafnvel þroskaðri. Þær hafa alltaf endurspeglað sálarlíf Schulz á vissan hátt. Reglulega vottar fyrir einmanaleika, höfnun og gífurlegri depurð í Peanuts. En á sama tíma eru sögurnar bæði einlægar og fallegar. Það er erfitt að vera barn. Nú er byrjað að endurprenta allt Peanuts í þykkum bindum. Fyrsta bindið spannar árin 1950- 52. Ég ætla mér að eignast hvert einasta bindi. Good Grief. Hugleikur Dagsson PEANUTS 1950 - 1952 EFTIR: CHARLES M. SCHULZ NIÐURSTAÐA: Ég held að vinsældir Peanuts eigi sér einmitt rætur að rekja til Charlie Brown; barnsins sem gerir sér grein fyrir hversu litla stjórn við höfum á hlutunum. [ MYNDASÖGUR ] UMFJÖLLUN Hálfrar aldar angist ■ FÓLK Svo gæti farið að breska hljóm- sveitin Oasis fái sjálfan Ringo Starr, fyrrum trommuleikara Bítlanna, til að spila á nýjustu plötu sinni sem kemur út í byrjun næsta árs. Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að sveitin hyggist klára plötuna í Los Angeles og þar sem trommuleikarinn Zak Starkey er sonur Ringos muni þeir jafnvel reyna að fá goðið til liðs við sig en hann býr einmitt í borg Englanna. „Zak mun tromma grunnanna en við munum reyna – finnst við erum á leið til Los Angeles – að fá pabba hans í hljóðverið,“ sagði Noel. „Ástæðan er sú að eitt laga okkar er mjög Bítlalegt. Við ætl- um því að reyna fá þá feðga til að spila saman. Það getur samt vel verið að Ringo segi okkur að fara til fjandans.“ Noel, og bróðir hans Liam, hafa margoft lýst yfir aðdáun sinni á Bítlunum og á plötum Oas- is má vel greina áhrif frá Liver- pool-sveitinni. Noel sagði jafnframt að sveitin hygðist fara í tónleikaferðalag um leið og hún lýkur við plötuna. Oasis hefur ekki farið í langt tón- leikaferðalag síðan í júlí árið 2002. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá verðum við að fara í fjögurra ára tónleikaferðalag því við höfum eytt svo miklu í gerð þessarar plötu,“ sagði Noel og bætti við: „Fyrir vikið verða allir komnir með hundleið á Oasis þegar næsta tónleikaferðalag hefst.“ ■ Oasis vill fá Ringo á nýju plötuna RINGO STARR Sonur trommarans leikur með Oasis. OASIS Gallagher-bræður fá kannski draum sinn uppfylltan ef Ringo Starr spilar inn á plötu þeirra. SÆTAR SAMAN Renee Zellweger og Angelina Jolie voru sætar saman þegar þær mættu til frumsýningar á teiknimynd- inni Shark Tale í New York á mánudaginn var. Þær ljá báðar raddir sínar í myndinni. Poppsöngvarinn fyrrverandi Cat Stevens er kominn aftur heim til Bretlands eftir að hafa verið hand- tekinn og sakaður um að vera stuðningsmaður hryðjuverka- manna þegar hann hugðist heim- sækja Bandaríkin. Tónlistarmaður- inn, sem gerðist íslamstrúar og breytti nafni sínu í Yusuf Islam árið 1976, var handtekinn og yfirheyrð- ur af bandarísku alríkislögreglunni FBI þegar hann lenti í Washington á þriðjudag. Islam var hafnað um landvist í Bandaríkjunum af örygg- isástæðum og var gert að snúa aft- ur heim. Handtakan vakti mikla reiði í Bretlandi, þar á meðal hjá utanrík- isráðherra Bretlands og hjá ís- lömskum hópum beggja vegna Atl- antshafsins. „Hann er sendiherra friðar,“ sagði David Gordon, fjár- málastjóri Islam, um leið og hann fordæmdi ákvörðunina. ■ Handtöku Cats Stevens mótmælt YUSUF ISLAM Hann ræddi við blaðamenn þegar hann kom aftur heim til Bretlands. FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR - mest lesna blað landsins - - um ýmislegt o.fl. á hverjum degi - AUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ■ TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.