Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 28
Mygla í baðinu eða sturtunni er ekki heillandi. Ef þremur hlutum af klór og einum hluta af vatni er blandað saman, sett í spreybrúsa og spreyjað á myglusvæðin hverfur myglan eins og dögg fyrir sólu. LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa sími 568 6440 Allt í eldhúsið Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík- brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. „Svona borð fyrirfinnast að- eins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvern- ig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauð- ið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súr- deigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu.“ Ólöf og maður hennar, Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari, fengu borðið í Suður-Frakklandi. „Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturn- ir, er frá því 1890 en trogið slitn- aði meira og var oftar endurnýj- að svo það er yngra.“ Hvernig notar Ólöf svo brauð- gerðarborðið fágæta? „Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í.“ Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu hús- gögn yfir hafið og heim? „Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því að við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að fly- tja húsgögnin heim. En nú ætl- um við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðun- um,“ segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð og er alsæl með að vera komin heim. brynhildurb@frettabladid.is Ólöf Breiðfjörð bjó lengi erlendis og safnaði antíkhúsgögnum: Brauðgerðarborð frá Suður-Frakklandi Ólöf notar borðið ekki til brauðgerðar heldur frekar til prýði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.