Fréttablaðið - 30.09.2004, Side 28

Fréttablaðið - 30.09.2004, Side 28
Mygla í baðinu eða sturtunni er ekki heillandi. Ef þremur hlutum af klór og einum hluta af vatni er blandað saman, sett í spreybrúsa og spreyjað á myglusvæðin hverfur myglan eins og dögg fyrir sólu. LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa sími 568 6440 Allt í eldhúsið Ólöf Breiðfjörð, húsmóðir og heimskona, á forláta antík- brauðgerðarborð sem hún heldur mikið upp á. „Svona borð fyrirfinnast að- eins í Suður-Frakklandi og á Norður-Spáni. Þau voru notuð til að gera brauð og borðið er allt hugsað með tilliti til þess hvern- ig það kemst í snertingu við brauðið. Fæturnir eru hafðir úr harðviði svo það berist ekki of mikill kuldi eða raki upp í brauð- ið. Þar næst kemur lítil plata úr harðviði. Svo kemur trog sem brauðið var hrært í. Trogið var úr ódýrari viði og þar var súr- deigið geymt yfir nótt. Alltaf var skilin eftir smáklípa af gamla deiginu og svo var hrært nýtt brauð á hverjum degi. Svo var plata yfir til að loka borðinu.“ Ólöf og maður hennar, Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari, fengu borðið í Suður-Frakklandi. „Við bjuggum úti um alla Evrópu í 15 ár og söfnuðum fallegum munum og mest af húsgögnunum okkar er keypt á antíkmörkuðum í Frakklandi. Ég sá svona borð hjá vinkonu minni og langaði strax að eignast svona sjálf. Það var erfitt að finna borðið en loks hittum við mann á markaði sem gat útvegað okkur svona borð. Elsti hlutinn af borðinu, fæturn- ir, er frá því 1890 en trogið slitn- aði meira og var oftar endurnýj- að svo það er yngra.“ Hvernig notar Ólöf svo brauð- gerðarborðið fágæta? „Borðið nýtist mér sem fjölskylduborð. Við höfum lítið sjónvarp ofan á því en Gunnar geymir líka minnst notuðu nóturnar sínar þarna ofan í.“ Var ekkert erfitt að flytja öll þessi fallegu hús- gögn yfir hafið og heim? „Við höfum flutt á fjögurra ára fresti frá því að við hófum búskap svo það var ekkert mikið mál að fly- tja húsgögnin heim. En nú ætl- um við ekkert að flytja meira heldur bara vera hér í Hlíðun- um,“ segir Ólöf Breiðfjörð, sem stundar nú nám við Öldunga- deild Menntaskólans við Hamra- hlíð og er alsæl með að vera komin heim. brynhildurb@frettabladid.is Ólöf Breiðfjörð bjó lengi erlendis og safnaði antíkhúsgögnum: Brauðgerðarborð frá Suður-Frakklandi Ólöf notar borðið ekki til brauðgerðar heldur frekar til prýði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.