Fréttablaðið - 30.09.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 30.09.2004, Síða 20
LANDBÚNAÐUR Nýjar söluaðferðir eru sagðar skila árangri í mark- aðssetningu lambakjöts á erlend- um mörkuðum. Tvöfalt meira var flutt út til Bandaríkjanna og Dan- merkur í fyrra en gert var árið 2000. Þá var í fyrra selt 441 tonn af kjöti til Ítalíu, þar sem um helmingurinn fór til veitinga- húsa. „Markaðssetning erlendis er á fullu skriði núna og hefur gengið mjög vel að flytja út bæði á Am- eríkumarkað og Danmörku. Við höfum verið að koma að breyting- um með því að flytja sem mest út ferskt og minnka útflutning á frosnu kjöti. Það hefur gengið vonum framar og línan bara upp á við,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda og Markaðs- ráðs kindakjöts. Hann segir að árið 2003 hafi verið skipt um að- ferðafræði við útflutning til Dan- merkur og tekið að flytja út vel snyrta fullunna og ferska kjöt- vöru, sem seld hafi verið sem hráefni fyrir matgæðinga, eða „gourmet“-fæði, en það er sama aðferðafræði og beitt hefur verið á Bandaríkjamarkað, þar sem besta verðið hefur hingað til fengist fyrir vöruna. ■ 20 30. september 2004 FIMMTUDAGUR VERST ÁRÁS Kínversk lögreglukona verst hér árás manns á sýningu friðargæsluliðs sem Kín- verjar hyggjast senda til Haítí. Það verður í fyrsta sinn sem kínverskir friðargæsluliðar verða að störfum á vesturhveli jarðar. Tvöföldun í útflutningi: Lambakjötið rennur út Þúsundir saklausra borgara hafa látið lífið Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra Íraka síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi týnt lífi eftir átök. Sú tala er þó að líkindum mun hærri. Ófremdarástand ríkir í Írak nú sem endranær en hernámslið bandamanna freistar þess að upp- ræta flokk uppreisnarmanna í borginni Fallujah með þungum loftárásum. Árásirnar eiga ef- laust eftir að taka sinn toll hjá óbreyttum borgurum en mannfall í þeirra röðum er mikið síðan ráð- ist var inn í Írak fyrir hálfu öðru ári. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafa fallið, í það minnsta tíu þúsund manns liggja í valnum en sumir segja mannfallið mun meira, allt að 37.000 manns. Saklaust fólk alltaf fórnarlömb Nada Doumani, talsmaður Al- þjóða Rauða krossins í Írak, er áhyggjufull yfir þróun mála í landinu. Hún segir að aukið of- beldi bitni alltaf verst á óbreytt- um borgurum og síðustu árásir geri allt hjálparstarf enn erfiðara. Sjúkrahús eru alls ekki í stakk búin til að mæta frekari áföllum enda eru þau flest illa búin til að sinna mjög slösuðu fólki. Doumani bendir jafnframt á að þar sem að ofbeldið brýst fram á svo marga vegu, þá sé enn erfið- ara fyrir fólk að búa sig undir árás. Þéttbýlar borgir á borð við Bagdad og Najaf eru oftar en ekki vettvangur ofbeldisins þannig að óbreyttir borgarar eru alltaf í hættu þegar átök brjótast út. Allt að 37.000? Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa verið afar treg til að áætla umfang mannfalls á meðal Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, giskaði fyrr á þessu ári að um það bil 10.000 manns hefðu fallið en utanríkisráðuneytið hef- ur ekki viljað staðfesta þennan Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 99 kr/stk BIC M10 penni Verð 43 kr/stk SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. ÞAR ER MEÐAL ANNARS AÐ FINNA TILBOÐ Á ÓDÝRUM GEISLADISKUM STABILO BOSS Verð 95 kr/stk Teygjumöppur af öllum gerðumGeisladiskar 800 MB 10 stk. Hver diskur í þunnu hulstri. Verð 995 kr/pakkningin Geisladiskar 100 stk Verð 4.930 kr/pakkningin Geisladiskar 50 stk Verð 2.963 kr pakkningin PILOT SUPER GRIP VERÐ 95 KR bréfabindi MANNFALL ÓBREYTTRA ÍRAKA EYKST STÖÐUGT Ættingjar bera látinn ástvin sinn til grafar í borginni Baqouba. Hann beið bana síðastliðið sunnudagskvöld eftir að hafa ekið yfir sprengju sem ætluð var bandarískum hermönnum. Þrír aðrir dóu í sprengingunni. M YN D /A P SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING MANNFALL Í ÍRAK LAMBAKJÖT TIL BANDA- RÍKJANNA Ár Magn 2000 36 tonn 2001 48 tonn 2002 55 tonn 2003 72 tonn 2004 100 tonn* LAMBAKJÖT TIL DAN- MERKUR Ár Magn 2000 150 tonn 2001 151 tonn 2002 261 tonn 2003 313 tonn *Áætlun Markaðsráðs kindakjöts. SLÁTURHÚS BORGARNESS Meiri áhersla á ferskar afurðir en frystar er sögð vera að skila sér í aukinni sölu lambakjöts á mörkuðum erlendis.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.