Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 8
8 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Rauði krossinn gengur til góðs: Ætla í hvert einasta hús SÖFNUN „Við erum komin með 700 sjálfboðaliða á skrá en þurfum 2.500 til að ná settu marki. Við ætlum í hvert einasta hús,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins á Íslandi, en á morgun stendur Rauði kross- inn fyrir átakinu „Göngum til góðs“ þar sem sjálfboðaliðar ganga í hús og safna fjármunum fyrir stríðshrjáð börn. Að sögn Þóris hefur alls konar fólk skráð sig sem sjálfboðaliða. „Oft eru þetta fjölskyldur sem ganga saman og það myndast skemmtileg stemning þegar for- eldrar taka börn sín með. Við kynnum þetta sem hressandi úti- göngu,“ segir Þórir. Rauði kross- inn hefur tvisvar áður gengið til góðs með þessum hætti, árin 2000 og 2004. „Reynslan er sú að fólk tekur mjög vel á móti sjálfboðalið- unum,“ segir Þórir. Hann segir að skipulagning verkefnisins sé mjög umfangsmikil og tugir starfs- manna og sjálfboðaliða komi að því á vegum 51 deildar Rauða krossins um land allt. Alls eru á landinu um 80 söfnunarstöðvar sem gengið verður frá, þ.á m. í öllum hverfum borgarinnar. Þeir sem áhuga hafa á að ganga til góðs með Rauða krossinum á morgun til að safna fé handa stríðshrjáðum börnum geta skráð sig í síma 570 4000 eða á redcross.is. ■ Ætla að staðfesta Kyoto-bókunina Rússar hafa tekið ákvörðun um að samþykkja Kyoto-bókunina. Með því verður raunhæft að sáttmálinn taki gildi en hingað til hefur and- staða Bandaríkjanna og Kína auk efasemda Rússa komið í veg fyrir það. MOSKVA, AP Rússar hafa ákveðið að staðfesta Kyoto-bókunina um að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Þar með aukast líkurnar á því að bókunin frá 1997 taki gildi en til þess þurfa minnst 55 ríki sem bera ábyrgð á a.m.k. 55 prósentum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda að staðfesta bókunina. Ríkin sem staðfesta bókunina skuldbinda sig til þess að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði ekki meiri árið 2012 en hann var árið 1990. Með því á að sporna gegn hlýnun jarðar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að Kyoto-bókunin tekur ekki gildi án staðfestingar Rússa. Ástæðan er sú að bæði bandarísk og kínversk stjórnvöld þvertaka fyrir að staðfesta hana. Þess vegna hefur Evrópusambandið þrýst mjög á Rússa að staðfesta bókunina. Pútín hét því í maí að flýta fyrir því að Rússar staðfestu Kyoto- bókunina. Það gerði hann gegn því að fá stuðning Evrópusambandsins við inngöngu Rússlands í Alþjóða- viðskiptastofnunina. Skilja mátti á rússneskum ráða- mönnum í gær að þeir væru ekki alls kostar sáttir við að staðfesta bókunina. „Þetta er ákvörðun sem var tekin vegna þrýstings og við erum ekki sáttir við að taka,“ sagði Andrei Illarionov, efnahagsráðgjafi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem hefur verið framarlega í hópi rússneskra andstæðinga Kyoto- bókunarinnar. Útblástur gróðurhúsaloftteg- unda frá Rússlandi er nú þriðj- ungi minni en hann var árið 1990. Ástæðan er að hluta til sú að mengandi stóriðja sovéttímans hefur vikið fyrir umhverfisvænni tæknibúnaði og að hluta vegna þess að mörg iðnfyrirtæki hafa hætt starfsemi. Nú er hins vegar útlit fyrir að útblásturinn aukist samfara uppsveiflu í rússnesku efnahagslífi. Því eru margir rúss- neskir ráðamenn andvígir því að bókunin verði staðfest þar sem þeir telja að hana draga úr mögu- leikum Rússa á að byggja upp efnahag sinn. ■ SVONA ERUM VIÐ VERÐMÆTI ÚTFLUTNINGS Í ÁGÚST 2004 Sjávarafurðir 9.033 millj. kr. Landbúnaðarvörur 233 Iðnaðarvörur 5.254 Aðrar vörur 195 Heimild: Hagstofan BRETLAND, AP Fulltrúar á flokks- þingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófa- klappi. Fyrr um daginn felldu þingfull- trúar ályktun grasrótarinnar um að stjórnin ætti að dagsetja brott- hvarf breska hersins frá Írak og að það brotthvarf ætti að eiga sér stað fljótlega. 85 prósent þingfull- trúa greiddu atkvæði gegn álykt- uninni sem hefði verið vandræða- leg fyrir Tony Blair, leiðtoga flokksins, en ekki bindandi. ■ Á RÚSSNESKRI BENSÍNSTÖÐ Markmið Kyoto-sáttmálans er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þau ríki sem ekki standa við skuldbindingar sínar kunna að verða neydd til að minnka iðnframleiðslu. M YN D /A P FORYSTUMENN Forsætisráðherrann og utan- ríkisráðherrann urðu að verja stefnu sína í Íraksmálum. Tony Blair: Slapp með skrekkinn ÆTLA AÐ GANGA TIL GÓÐS Starfsmenn fjölda fyrirtækja ætla að taka þátt í söfnun Rauða krossins Göngum til góðs á laugardag auk íþróttafélaga, saumaklúbba og margra annarra hópa. Á þriðja tug starfs- manna Radisson SAS hótelsins ætla að ganga í Vesturbænum, álíka margir starfsmenn ISS ganga í Fossvogi, starfsmenn fyrirtækisins Margt smátt ganga í Grafarholti, starfsmenn Íslandsbanka ganga í Foldahverfinu í Grafarvogi, Landsvirkjunarmenn ganga í Álftamýrinni og starfsmenn Símans taka Árbæinn. LESTIR Í ÁREKSTRI 35 slösuðust þegar hollensk farþegalest lenti í árekstri við belgíska flutningalest í Hollandi, rétt hjá landamærunum að Belgíu. Nokkrir urðu fyrir höf- uðmeiðslum og beinbrotum. ÓTTUÐUST DAUÐANN „Við óttuð- umst það frá fyrsta degi að verða myrtar,“ sagði Simona Torretta, önnur ítölsku gíslanna í Írak sem var sleppt á dögunum. Hún sagði að þrátt fyrir góða meðferð í þriggja vikna gíslingu þeirra hafi þær alltaf óttast að illa kynni að fara, þó vissu þær að þær yrðu ekki myrtar strax. FJÁRMAGN FRÁ SÁDI-ARABÍU Rabei Osman Ahmed, Egyptinn svokallaði sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í Madríd síð- asta vor, naut fjárstuðnings sádi- arabísks klerks á árunum 2001 til 2003. Ekki liggur þó fyrir hvort klerkurinn hafi fjármagnað árás- irnar beint eða aðeins staðið straum af kostnaði við uppihald Egyptans sem ku reyndar ekki vera Egypti. ■ EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.