Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 15
FÖSTUDAGUR 1. október 2004
Fylltu þennan mi›a út og komdu með hann í happ-
drættisbásinn á Ostadögum – flú gætir unnið flugfer›
fyrir tvo me› Iceland Express til Kaupmannahafnar
e›a London. Haft verður samband við vinningshafann.
Happdrættismi›i
Já takk, ég vil fá sendar uppl‡singar
frá Osta- og smjörsölunni um eftir-
farandi atri›i á tölvupóstfang mitt:
Uppskrift mána›arins
Tilbo› og n‡jungar
Námskei› á vegum
Osta- og smjörsölunnar
Uppákomur og s‡ningar
Fullt nafn:
Heimilisfang:
Tölvupóstfang:
Póstnúmer: Sveitarfélag:
Sími:
Vetrargarðinum í Smáralind
2. og 3. október
20
0
4
Dagskrá
2. október
- Beinvernd b‡›ur beinfléttnimælingar frá kl. 12–14 og 15–17.
- Vínfljónasamtök Íslands veita rá›gjöf frá kl. 14–16.
- Landsli› matrei›slumeistara stillir upp keppnisbor›i me›
köldum réttum fyrir Ólympíuleikana.
- Klúbbur matrei›slumeistara s‡nir listir sínar og veitir rá›gjöf.
3. október
- Beinvernd b‡›ur beinfléttnimælingar frá kl. 14–17.
- Vínfljónasamtök Íslands veita rá›gjöf frá kl. 14–16.
- Íslandsmeistararnir í Fitness, Kristján og Aðalheiður, reyna við
Íslandsmet í upphífingum, armbeygjum og dýfum kl. 15.
- Félag matrei›slumanna s‡nir listir sínar og veitir rá›gjöf.
S‡ningin er opin:
2. október kl. 11–18 og 3. október kl. 13–18
Vi› bjó›um flér a› koma á Ostadaga 2004
Kynntu flér íslenska ostaframlei›slu og n‡justu ostadómana.
Smakka›u á íslenskum ostum og sjá›u hva›a spennandi
ostan‡jungar vi› bjó›um upp á!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
DANMÖRK, AP „Ég ætla til
Tsjetsjeníu til að berjast fyrir
múslima. Múslimar eru ofsóttir í
Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja
hryðjuverk gegn þeim,“ sagði
Slimane Hadj Abderrahmane í
viðtali við dönsku útvarpsstöðina
DR-1.
Nokkrir mánuðir eru liðnir
síðan honum var sleppt úr haldi á
Guantanamo þar sem Bandaríkja-
menn héldu honum. Þá hét hann
því að heyja ekki vopnaða baráttu.
Nú segir hann að Bandaríkjamenn
geti skeint sér á skjalinu sem
hann undirritaði þess efnis.
Abderrahmane er sonur
danskrar konu og alsírsks karl-
manns. Hann var handtekinn í
Afganistan snemma árs 2002 þar
sem hann sagðist vera í þjálfun
fyrir baráttuna í Tsjetsjeníu. ■
Danskur múslimi:
Ætlar til Tsjetsjeníu
ABDERRAHMANE
Þarf leyfi dönsku lögreglunnar til að yfir-
gefa Danmörku.
þeir tefla hagsmunum sínum í tví-
sýnu ef þeir setja fram sjónarmið
í umdeildum málum sem eru á
annan veg en þann sem forystan
hefur gefið upp. Þetta er stóra
vandamálið í flokknum,“ segir
Kristinn.
„Það vantar skoðanaskipti
innan flokksins og að mönnum
finnist þeir frjálsir að því að segja
sína skoðun í einstökum málum.
Ég hef samanburðinn úr öðrum
stjórnmálaflokki, þar sem menn
voru mjög frjálsir af því að segja
sína skoðun í öllum málum og
gerðu það alveg tæpitungulaust
og var ekkert refsað fyrir það,“
segir hann.
Segist vera í réttum flokki
Kristinn segist aðspurður hafa
fengið mikinn stuðning, bæði af
höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni, í kjölfar ákvörðunar
þingflokksins að hann tæki ekki
þátt í nefndarstarfi á þessu þingi.
„Ég held að mönnum ofbjóði
þetta. Í fyrsta lagi þarf að vera til-
efni. Þetta hefur á engann hátt
verið útskýrt og því vantar grund-
völlinn fyrir ákvörðuninni. Í öðru
lagi, ef það er tilefni, væri eðli-
legra að bregðast við því eins og
gert er í eðlilegum, mannlegum
samskiptum. Aðgerðin á að vera í
einhverju samhengi við tilefnið,“
segir Kristinn.
„Í þessu máli er tilefnið sagt
trúnaðarbrestur, en aðgerðin
felur í sér að ég sit áfram inni á
trúnaðarfundum. Það er ekki
fundið að störfum mínum í þing-
nefndum en ég er tekinn út úr
nefndunum, störfum sem ég hef
gegnt með sóma. Það er eiginlega
ekki heil brú í þessu,“ segir hann.
Þeir framsóknarmenn sem
ekki eru sáttir við framgöngu
Kristins hafa jafnvel ýjað að því
að hann sé einfaldlega ekki í rétt-
um flokki. Spurður hvort hann
eigi fulla samleið með Framsókn-
arflokknum segir Kristinn svo
vera.
„Í málum eins og fjölmiðlamál-
inu, Íraksmálinu, atvinnuleysis-
bótamálinu og varðandi fyrirhug-
aða sölu Símans, er yfirgnæf-
7andi meirihluti stuðningsmanna
flokksins á móti þeim ákvörðun-
um sem flokkurinn hefur tekið en
sammála þeim sjónarmiðum sem
ég hef í málinu. Þess vegna segi
ég, að ég á alveg samleið með
þessu fólki. Spurningin er hins
vegar þessi: Þarf ekki forystan að
skoða sinn hug og velta því fyrir
sér hvort að ákvarðanirnar sem
hún er að taka þurfi ekki endur-
skoðunar við? Hvort menn eigi
ekki að hlusta meira á viðhorfin
innan flokksins og frá stuðnings-
mönnum en gert hefur verið?“
spyr hann.
Þingmenn eingöngu bundn-
ir eigin sannfæringu
„Eiðurinn sem þingmenn vinna við
stjórnarskrána segir að þeir séu
eingöngu bundnir við eigin sann-
færingu. Þingmaðurinn sjálfur
ræður hvernig hann kemst að nið-
urstöðu, það er ekki hægt að binda
hann með fyrirmælum frá öðrum.
Þannig getur stjórnmálaflokkur
ekki sett í sín lög að þingmenn
skuli hlýða ákvörðun miðstjórnar,
þingflokks eða formanns. Það er
óheimilt samkvæmt stjórnarskrá,“
segir Kristinn.
„Hins vegar eru þingmenn
hluti af flokki. Almenna reglan er
að þeir undirgangast þær sam-
þykktir sem ákveðnar eru á
þeirra vettvangi. Það er ekkert at-
hugavert við það en þeir eiga
alltaf möguleika á, út frá þessu
ákvæði í stjórnarskránni, að neita
að hlýða fyrirmælum þegar þau
ganga lengra en þeir telja eðli-
legt,“ segir hann.
Kristinn segir að sem liðs-
maður í stjórnmálaflokki hafi
hann gengist undir samþykktir
sem hann er algjörlega ósammála.
„Ég hef meira að segja talað fyrir
þeim og stutt þær á grundvelli
þess að þetta var niðurstaða
minna flokksmanna. Niðurstaða
sem var fengin með aðferðum
sem ég samþykkti. Þó að hún hafi
ekki verið eins og ég vildi, þá uni
ég því,“ segir hann. Dæmi um þau
mál eru veiðigjald í sjávarútvegi,
ákvörðunin um að leggja niður
Þjóðhagsstofnun og fyrirhuguð
sala Símans.
Félagslegu áherslurnar hafa
deyfst um of
Spurður um samstarfið við Sjálf-
stæðisflokkinn segir Kristinn að
Framsóknarflokkurinn sé félags-
hyggjuflokkur. „Það kemur fram í
ályktunum og stefnuskrá flokks-
ins. Í því felst að Framsóknar-
flokkurinn fylgir hugsjónum jafn-
aðarstefnu og samvinnu. Því
mega menn ekki gleyma. Eftir níu
ára samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn eru þessar félagslegu
áherslur farnar að deyfast um of,“
segir Kristinn.
Spurður hvort framsókn hafi
smitast um of af stefnu Sjálfstæð-
isflokksins segir hann að æ fleiri
stuðningsmenn flokksins segist
eiga erfitt með að sjá muninn á
Framsóknarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum. „Það er mikið
áhyggjuefni. Við erum félags-
hyggjuflokkur, við erum öðruvísi
flokkur, og við eigum að sýna það.
Út af fyrir sig hefur formaður
flokksins tækifæri til þess núna
sem forsætisráðherra að beita sér
til þess að sýna þessar áherslur
flokksins. Það held ég að hann
ætti að gera,“ segir Kristinn. ■
- Fjölmiðlamálið
„Yfirgnæfandi meirihluti stuðnings-
manna flokksins var á móti málinu frá
upphafi og alltaf á móti, í gegn um öll
tilbrigði málsins.“
- Íraksmálið
„Jafnvel enn meiri andstaða við ákvörð-
unina sem formaður flokksins tók. Hluti
af vandanum þar var að ákvörðunin var
ekki tekin á neinn hátt innan flokksins,
hvorki þingflokksins eða stofnana
flokksins að öðru leyti.“
- Fyrirhuguð skerðing á atvinnu-
leysisbótum í tengslum við fjár-
lagafrumvarpið.
„Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var kynnt,
að til stæði að fella burt fyrstu þrjá daga
í atvinnuleysi. Þetta var veruleg skerðing
á atvinnuleysisbótum. Gríðarleg and-
staða var við þetta í flokknum. Við feng-
um heimsóknir, símtöl og skeyti frá
flokksmönnum og á endanum gáfust
ráðherrar upp á því að halda þessu til
streitu. Flokksmennirnir börðu þetta mál
niður alveg eins og þeir börðu niður
fjölmiðlafrumvarpið.“
MÁL SEM KRISTINN REIS UPP GEGN: