Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 29
Ostur með gati
Á Ostadögum í Smáralindinni um
helgina verður fólki boðið að smakka
á 90 tegundum af osti. Þar á meðal
verða nokkrar nýjungar eins og nýr
hvítmygluostur, bragðbættir mysuostar
og smyrjanlegur gráðaostur. Ólympíu-
borð kokkalandsliðsins verður til sýnis
auk þess sem boðið verður upp á vín-
ráðgjöf á vegum Vínþjónasamtökum
Íslands. Þetta verður veisla fyrir bragð-
laukana og ættu allir sælkerar
að finna eitthvað
við sitt
hæfi.
Ostakaka
með hindberjum er meðal þeirra nýj-
unga sem kynntar verða á Ostadögum.
Hrókur-
inn er hvítmygluostur með gati, nýr
ostur hjá Osta- og smjörsölunni.
3FÖSTUDAGUR 1. október 2004
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HÆGT
Hvað er ánægjulegra á vindasömum frídegi að hausti til en að taka
sér góðan tíma við að nostra við matseldina og fylla húsið daglangt af
dýrðlegum matarilmi. Þessi réttur er hátíðarútgáfa af klassískum
breskum hversdagsrétti (Shepherd´s pie). Hversdagsútgáfu má gera
með því að sleppa víninu og bæta við kjúklingasoði í staðinn.
Byrjið á því að brúna lambahakkið á
pönnu og hella fitunni af. Saltið og piprið
og setjið til hliðar. Bræðið smjör á pönnu
og steikið lauk, hvítlauk, grænmeti og
kryddjurtir, í nokkrar mínútur. Bætið þá
hakkinu út í og steikið áfram. Tómat-
krafti, lárviðarlaufi og Worcestershire-
sósunni er þá blandað út í og hrært vel.
Hellið víninu því næst út í smátt og smátt og látið sjóða burt. Hrærið
vel í á meðan. Þá er hveitinu hrært vel út í og því næst kjúklingasoð-
inu. Rétturinn er látinn malla við lágan hita í um eina klukkustund.
Hrærið í öðru hvoru. Ef rétturinn virðist þykkna um of, bætið þá ör-
litlu vatni út í. Kartöflurnar eru soðnar og stappaðar með smjörinu og
mjólkinni. Eggjarauðum hrært út í stöppuna og hún söltuð og pipruð
eftir smekk. Að síðustu er hakkblandan sett í ofnfast fat og kartöflu-
stöppunni smurt ofan á. Rifnum osti stráð yfir allt og rétturinn bak-
aður í ofni þar til osturinn er gullinnbrúnn og girnilegur. Berið fram
með góðu brauði og salati. ■
700 g lambahakk
smjör
3 laukar (saxaðir smátt)
2 hvítlauksgeirar
(kramdir með hnífs-
blaði og saxaðir smátt)
3 gulrætur (skornar
smátt)
4 stilkar sellerí (skornir
smátt)
1 lárviðarlauf
1 tsk. timían
1 tsk. rósmarín
1 msk. tómatkraftur
2 tsk. Worcestershire-sósa
1 fl. rauðvín (ath. þetta
er hátíðarútgáfa!)
2 msk. hveiti
200 ml kjúklingasoð (úr
teningi er í lagi)
kartöflustappa
1 kg kartöflur (skornar í
fjóra bita)
2 eggjarauður
100 g smjör
120 ml mjólk
100 g rifinn ostur
Verð áður 6.190.-
Tilboðsverð nú 4.990.-
T I L B O Ð
California Connoisseur
vínþrúgur
Áman - víngerðarverslunin þín
Afgreiðslutími: Bæjarlind 6: virka daga 11-18
Skeifunni 11: virka daga 10-18, laugardaga 10-15
Fer í alþjóðlega samlokukeppni:
Sigurvegari frá Hótel Borg
Svokölluð Delifrance-
samlokukeppni var
haldin á Hótel Nordica
sunnudaginn 26. sept-
ember síðastliðinn.
Alls tóku sjö kepp-
endur þátt en hlut-
skarpastur varð Krist-
inn Guðmundsson, mat-
reiðslumaður á Hótel
Borg og landsliðsmaður.
Kristinn verður þar af leiðandi full-
trúi Íslands í fimmtu alþjóðlegau
Delifrance-samloku-
keppninni sem haldin
verður í Lyon í Frakk-
landi þann 25. og 26.
janúar á næsta ári.
Í öðru sæti var
Brynjar Eymundsson,
matreiðslumeistari á
veitingastaðnum Heitt
& kalt, en í þriðja sæti
var Jakob Már Harð-
arson, matreiðslumaður á Kringlu-
kránni. ■
Hlutverk dómnefndar var
ekki auðvelt.
Gosblöndurnar WKD Blue og WKD Ice nutu mikilla
vinsælda hér á landi en hafa ekki fengist um skeið í
Vínbúðum. Nýr umboðsaðili hefur nú tekið við þeim og
eru þær því fáanlegar á ný í Vínbúðum og það á lækk-
uðu verði. Frá og með deginum í dag lækkar verðið á
hverri flösku úr 319 kr. í 269 kr. WKD Ice var fyrsti Ice-
drykkurinn sem kom á markað hérlendis og skapaði sér
strax ákveðna sérstöðu. Erlendis er WKD Blue mjög vin-
sæll og er t.a.m. einn alvinsælasti drykkurinn í Bretlandi.
Verð í Vínbúðum 269 kr.
WKD Blue og Ice:
Gosblöndur
lækka í verði
Nýtt í Vínbúðum
Vinsælasta rósavín á Íslandi áratugum saman er kali-
forníska vínið Carlo Rossi. Það kemur frá Livingston-vín-
gerðarhúsinu og var hér á árum áður þekkt undir nafn-
inu Chablis Blush. Frakkar voru ekki sáttir við notkunina
á Chablis-nafninu, þar sem það vísar í ákveðið hérað í
Frakklandi og vandræðalegt þótti að vinsælasta rósavín
heims bæri það nafn, sérstaklega þar sem það er amer-
ískt! Nú um mánaðamótin lækkar verð á þessu vin-
sæla rósavíni og er það eflaust fagnaðarefni fyrir fjöl-
marga aðdáendur þess hérlendis. 1,5 l kúturinn kunn-
uglegi með handfanginu lækkar úr 1.350 kr. í 1.290
og 0,75 l flaskan lækkar úr 770 kr. í 740 kr.
Carlo Rossi Rosé er ákaflega gott eitt og sér, sérstak-
lega vel kælt, og hentar vel með asískum mat.
Verð í Vínbúðum 1,5 l á 1.290 kr. og 0,75 l á 740 kr.
Carlo Rossi Rosé:
Vinsælt rósavín lækkar
í verði
Vín vikunnar