Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 39

Fréttablaðið - 01.10.2004, Side 39
Á árunum 1985 og 1986 náðist víð- tæk samstaða um það meðal þeirra stjórnmálaflokka sem þá störfuðu í borgarstjórn að gera ákveðnar breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þá voru með- al annars íþróttaráð og æskulýðs- ráð sameinuð í eina fagnefnd, íþrótta- og tómstundaráð, og stofnuninni ÍTR komið á laggirn- ar. Allt síðan þá hefur ráðið og stofnunin unnið að miklum hags- munamálum fyrir íþróttahreyf- inguna í borginni í góðri sátt meðal borgarfulltrúa og við íþróttahreyfinguna. Nú virðast einhverjir snilling- ar á vegum R-listans vera með þá flugu í kollinum að sameina íþrótta- og tómstundamálin menn- ingarmálunum og búa til einn yfir- frakka yfir þennan málaflokk. Þvílíkt rugl. Að málaflokkar eins og íþrótta- og tómstundamál ann- ars vegar og menningarmál hins vegar verðskuldi það ekki í stjórn- kerfi borgarinnar að hafa eigin fagnefndir og yfirstjórnir eru sér- kennilegar kveðjur R-listans til borgarbúa þegar haft er í huga að þessi öfl hafa gjarnan rætt um mikilvægi þessara málaflokka og nauðsyn þess að þeir starfi sjálf- stæðir og af festu, hvor á sinu sviði. Enda sýndi fyrrverandi borgar- stjóri R-listans það í verki og með orðum að hún mat þessa mála- flokka, verkefni þeirra og með hvaða hætti menningarmálanefnd og íþrótta- og tómstundaráð störf- uðu. Það er kannski þess vegna sem núverandi sendisveinar R- listans, undir forystu borgar- stjóra, telja sérstaka ástæðu til að breyta þessu nú. Eftir að Ingi- björg Sólrún fór frá R-listanum hefur listinn breyst úr Reykjavík- urlista yfir í einhvern R-ugllista. Því ekki er þetta fólk lengur að vinna að hagsmunum borgarbúa, heldur að eigin hagsmunum. Og nú telur einn af talsmönnum R-listans, sá sem ekkert bakland hefur og engan flokk á bak við sig, að stjórnkerfi það sem R-listinn hefur verið að koma upp á síðustu tíu árum sé orðið svo flókið að það þurfi fólk með masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Og þess vegna sé rétt að ráðast nú í stórfelldar kerfisbreytingar í borginni. Þessar fyrirhuguðu breytingar eru greinilega mjög vanhugsaðar og illa grundaðar. Fullyrða má að forystumenn í íþrótta- og æsku- lýðsmálum og í menningarmálum í borginni munu algjörlega hafna þessum óskynsamlegu hugmynd- um. R-listinn fremur nú hvert glappaskotið á fætur öðru og má þar nefna tillögu um að hafna því að byggð verði mislæg gatnamót við Miklubraut-Kringlumýrar- braut, áframhald á Línu-Net ævin- týrinu og nú er greinilega ætlun þessa fólks að fremja eitt glappa- skotið í viðbót. ■ 27FÖSTUDAGUR 1. október 2004 ÓLAFUR RÚNAR JÓNSSON SKRIFAR UM STJÓRNKERFI REYKJAVÍKUR Vanhugsaðar breytingar á stjórnkerfi borgarinnarAF NETINU Fylgir flokkslínunni Ráðning [hæstaréttar-]dómarans sýnir okkur svo ekki verður um villst að Geir Haarde fylgir línunni sem gefin er frá flokksforystunni í Valhöll, sem hann sjálf- ur, sem og skipaður dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, eru hluti af. Dómarinn nýbakaði hefur enda oftar en ekki verið fylgismaður ákvarðana meirihluta ríkis- stjórnarinnar og veitt á tíðum umdeild lögmannsálit sín á ákvörðunum hennar, ákvörðunum sem meðal annars hæsti- réttur hefur úrskurðað gegn. Það má því halda því fram að með ráðningunni sé Sjálfstæðiflokkurinn að treysta tök sín innan hæstaréttar og minnka líkurnar á óþægilegum úrskurðum sem veikt hafa stöðu ríkisins í ákveðnum málaflokkum. Fyrir vikið verða í framtíðinni stórir fyrir- varar settir við niðurstöðu réttarins í ákveðnum málefnum, t.d. í málum tengdum stefnu Sjálfstæðisflokksins. Haukur Agnarsson á sellan.is Öruggur um embættið Og þeir eru öruggir um sig sem ætla sér á valdapóstana í skjóli ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Eða hverju svaraði ný- skipaður dómari við Hæstarétt þegar hann í júní í sumar var spurður hvort engin ótti væri í honum að sækja um dómarastarastarfið. Orðrétt sagði hann: „Út af því, ég skil ekki hver ætti að geta haft á móti því að ég yrði dómari ef ég sækti um. Það dettur mér ekki í hug að nokkrum...að nokkur telji neitt athuga- vert við það.“ Þetta var rétt ályktað. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins höfðu ekkert á móti því. Og það er það sem skipti máli. Ekki umsögn Hæstaréttar. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/jo- hanna Flokkspólitískur Skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Hæstarétt er hreint út sagt með ólíkind- um. Ég held að þetta sé dropinn sem fyllir mælirinn. Nú er búið að koma yfir- lýstum baráttumanni Sjálfstæðisflokks- ins og Davíðs Oddssonar í Hæstarétt, við hliðina á frændanum. Þetta er maður sem er sífellt að taka flokkspólitíska af- stöðu sem virkur þátttakandi í pólitísku ati. Þetta er maður sem notar lögfræði sína óspart til að réttlæta gjörðir sinna flokksfélaga. Þetta er maður sem treysti sér ekki til að vera í kjörstjórn vegna hat- urs síns á Ólafi Ragnari Grímssyni. Þetta er maður sem hefur lýst efasemdum yfir félagslegum mannréttindum og talið að sönnunarbyrði í kynferðisafbrotum þurfi að herða. Ágúst Ólafur Ágústsson á agust.is Auglýst eftir lögmannsreynslu Væri ekki skynsamlegra, heiðarlegra og einfaldara að tilkynna fyrir fram hvaða eiginleika væntanlegir umsækjendur [um dómaraembætti við Hæstarétt] þurfa að hafa? Hefðu hugsanlega ekki aðrir sótt um stöðu hæstaréttardómara hefði það verið vitað frá upphafi að sérstaklega væri óskað eftir lögmönnum með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum? Væri slíkt fyrirkomulag ekki opnara og lýðræðis- legra. Kæmi slík vinnuregla ekki í veg fyr- ir grunsemdir um spillingu og geðþótta- ákvarðanir? Spyr sá sem ekki veit. Sigurður Hólm Gunnarsson á skodun.is SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Föðurnafn misritaðist Föðurnafn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Félags framsóknar- manna í Reykjavík suður, misrit- aðist í Fréttablaðinu í gær. Var hún sögð Magnúsdóttir í forsíðufrétt. Beðist er velvirðingar á því. ■ LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.