Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 42

Fréttablaðið - 01.10.2004, Síða 42
Flókin eignatengsl á ný Þegar stórfelld uppstokkun varð í íslensku viðskipta- lífí í september í fyrra viðhafði Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Landsbankans, þau orð að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl í íslensku viðskiptalífi þannig að viðskiptasjónarmið réðu för í rekstri fyrirtækja. Nú, ári síðar, er hins vegar á ný orðið erfitt fyrir leik- menn, og raunar fleiri, að átta sig á ýmsu því sem býr að baki viðskiptum Björgólfsfeðga með stór ís- lensk fyrirtæki. Félög tengd Björgólfsfeðgum seldu til að mynda tveimur einstakling- um, Orra Vigfússyni og Helga Magnússyni, stóra hluti í Íslands- banka eftir að spurningar vöknuðu um hvort eign Landsbankamanna í Íslandsbanka væri orðin svo stór að það kallaði á sér- staka meðferð hjá Fjár- málaeftirlitinu. Aftur í heimahöfn Kaup Orra og Helga á hlutum Landsbankamanna komu mönnum spánskt fyrir sjónir og telja flestir að sú sala hafi fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að sigla eignarhlut Landsbankamanna í Íslandsbanka í örugga höfn frá vökulum augum Fjármálaeftirlitsins. Í viðskiptunum í fyrradag þegar Landsbankamenn keyptu kjölfestuhlut í Straumi og Straumur í Íslands- banka, komu gömlu hlutir Landsbankamanna aftur á hreyfingu. Þá kom meðal annars í ljós að félag á vegum Björg- ólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar, Topaz equi- ties, hefði átt kauprétt á hlutum Helga Magnússonar. Í hálf fimm fréttum KB banka í gær segir að ljóst sé að ákveðins misræmis hafi gætt í tilkynningum til Kauphallarinnar varðandi eignarhaldið á þessum hlut. Greiningardeild KB banka hefur raunar áður velt vöngum yfir ýmsum trakteringum í kringum eignar- hlut Landsbankamanna í Íslandsbanka en Fjármála- eftirlitið hefur enn sem komið er ekki séð ástæðu til inngripa. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.802 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 748 Velta: 33.838 milljónir +2.53% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti á lánum úr 4,35 pró- sentum niður í 4,30. Þessir vextir munu gilda í október. Gylfi Árnason hefur verið ráð- inn forstjóri Opinna kerfa Group. Hann var framkvæmdastjóri Op- inna kerfa frá 1999 til 2002. Atvinnulausum fjölgar lítillega í Bandaríkjunum samkvæmt nýj- ustu tölum. Mest fjölgar atvinnu- lausum í ríkjum sem orðið hafa fyrir barðinu á fellibyljum upp á síðkastið. Úrvalsvísitalan fór yfir 3.700 í fyrsta sinn í fyrradag og í gær yfir 3.800. Þann 26. nóvember 2003 fór hún fyrst yfir 2.000 stig. Hún fór yfir 3.000 þann 12. júlí í ár og nálgast nú 4.000 óðfluga. 30 1. október 2004 FÖSTUDAGUR Burðarás, Landsbanki, Íslands- banki og Straumur hækkuðu í verði um tuttugu milljarða króna í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Þessi félög koma við sögu í samningum sem gerðir voru í fyrradag og tryggðu Burðarási, Landsbankanum og Landsbank- anum Luxembúrg, stóran hlut í Straumi og Straumi tæplega fimmtán prósent hlut í Íslands- banka. Aldrei hafa verið meiri við- skipti í Kauphöll Íslands. Við- skipti með hlutabréf voru 748 talsins. Umfang viðskipta í Kauphöllinni nam 37,4 milljörð- um króna. Gamla metið var sett 19. september í fyrra. Þá námu viðskiptin um 31 milljarði króna. Úrvalsvísitalan hefur heldur aldrei verið hærri en nú. Hún fór yfir 3.800 stig í fyrsta sinn og hefur hækkað um 98 prósent frá því á sama tíma og í fyrra. Atburðarásin minnir mjög á það sem átti sér stað fyrir rúmu ári þegar fjárfestingarfélagið Straumur, sem nú er orðinn fjár- festingabanki, var í hringiðu við- skipta sem meðal annars fluttu yfirráð yfir Eimskipi í hendur Björgólfsfeðga. Það var einmitt þá sem gamla metið í magni við- skipta í Kauphöll Íslands var sett. Sérfræðingar á hlutabréfa- markaði telja verðhækkun fjár- málafyrirtækja fela í sér miklar væntingar um hagræðingu í rekstri. Þar hefur oftast verið talað um sameiningu Landsbanka og Íslandsbanka. Hins vegar liggur beinast við nú eftir kjöl- festufjárfestingu Straums í Ís- landsbanka að þau fyrirtæki verði sameinuð. Stórviðskiptin með bréf í þessum félögum í fyrradag hafa sett Landsbankamenn í lykil- stöðu en jafnframt hafa mögu- leikar Íslandsbanka til að ráða ferðinni í hugsanlegum samruna við önnur fyrirtæki minnkað. Það sem af er ári hafa íslensku bankarnir hækkað hratt í verði. Landsbankinn hefur hækkað um 141 prósent og KB banki um 118 prósent. Gengi á bréfum Íslands- banka hefur hækkað um 86 pró- sent. Á síðustu tólf mánuðum hef- ur undirvísitala í Kauphöllinni sem mælir fjármála- og trygginga- fyrirtæki hækkað um 131 prósent síðustu tólf mánuði og hefur meira en tvöfaldast frá áramótum. Eftir viðskiptin í gær hafa Björgólfsfeðgar veruleg áhrif í fimm af tíu verðmætustu fyrir- tækjum í Kauphöllinni. Þeir ráða för í Actavis, Landsbanka og Burðarási. Burðarás, Landsbank- inn og Landsbankinn Luxembúrg ráða svo tæpum fjórðungi í Straumi og Straumur er kjölfestu- fjárfestir Íslandsbanka. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 50,50 - ... Bakkavör 27,70 +0,73% ... Burðarás 15,30 2,68% ... Atorka 5,50 +10,00% ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,90 +7,21% ... KB banki 490,00 - .. Landsbank- inn 14,00 +6,06% ... Marel 55,00 +2,80% ... Medcare 6,50 -2,99% ... Og fjarskipti 3,62 -2,16% ... Opin kerfi 25,70 -0,39% ... Samherji 13,50 +0,75% ... Straumur 10,00 +11,11% ... Össur 91,50 -1,08% Straumur 11,11% Atorka 10,00% Íslandsbanki 7,21% Medcare -2,99% Og fjarskipti -2,16% SÍF -2,08% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Aukin áhætta - meira viðnám AUKIN HÆTTA Á ÓSTÖÐUGLEIKA Í Seðlabankanum er fylgst grannt með því hvort fjármálastofnanir séu í stakk búnar til að mæta skuldbindingum sínum. Seðlabankinn telur að aukin hætta sé á óstöðugleika í fjármálakerf- inu. „Hins vegar teljum við að við- námsþróttur fjármálakerfsins hafi eflst um leið og verði að telj- ast töluverður,“ segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Seðlabankans. Hann segir að aldrei verði hjá áhættu komist í fjármálakerfinu. „Okkar verkefni eru að stuðla að því að kerfið verði sterkara. Þá er átt við mikilvægustu fjármála- stofnanir og markaði. Þar teljum við að staðan hafi styrkst.“ Tryggvi segir þessa þætti metna eftir kennitölum fjármála- fyrirtækja sem mæla fjárhags- legan styrk og svigrúm til að mæta áföllum. Seðlabankinn ritaði bönkunum bréf um síðustu áramót þar sem lýst var áhyggjun af erlendum skammtímalánum bankanna. Að mati Seðlabankans var sú staða áhyggjuefni, þar sem snöggar breytingar á erlendum lánamörk- uðum gætu valdið verulegum vandræðum í fjármögnun bank- anna. „Erlendu lánin eru enn áhyggjuefni en það hefur færst til betri vegar. Lánin hafa færst frá því að vera skammtímalán til þess að vera til lengri tíma. Það styrkir stöðuna.“ Skuldir heimila og fyrirtækja eru meðal þess sem Seðlabankinn skoðar þegar fjármálastöðugleik- inn er metinn. Ný húsnæðislán hafa breytt landslagi á lánamark- aði. Lítil reynsla er komin á áhrif lánanna á skuldir heimila í land- inu. Skuldir íslenskra heimila eru með því hæsta sem þekkist í lönd- um sem við berum okkur saman við. Hollensk og dönsk heimili skulda þó meira en íslensk. Tryggvi segir að dregið hafi úr skuldaaukningu heimila frá fyrra ári. „Þær breytingar sem eru að verða vegna samkeppni í lang- tímalánum kunna að verða til þess að auka skuldir heimilanna þegar á heildina er litið. Ef þessi nýju lán verða til þess að fólk breytir skammtímalánum í langtímalán, þá mun það leiða til lægri greiðslubyrði heimilanna.“ Hann segir að bankinn hafi enn ekki metið áhrif lánanna á fjármála- stöðugleikann. „Það liggur ekki enn fyrir hvernig bankarnir ætla að fjármagna þessi útlán og á hvaða kjörum. Á meðan er erfitt að segja hvaða áhrif þetta hafi á afkomu hjá bönkum og sparisjóð- um.“ haflidi@frettabladid.is Ríflega 30 prósenta aukning varð á innflutningi á fólksbílum í janúar til ágúst, sé miðað við sama tímabil árið 2003. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Íslendingar fluttu inn fólks- bíla fyrir 8,3 milljarða á um- ræddu tímabili í fyrra, en fluttu nú inn bíla fyrir 10,86 milljarða. Er þá átt við bæði minni bíla og jeppa. Veruleg aukning, eða um 55 prósent, hefur einnig orðið á innflutningi annarra flutninga- tækja til einkanota. Andvirði þess innflutnings var 461 millj- ón í fyrra en eru 717 milljónir nú. Aukning á innflutningi flutn- ingatækja til atvinnurekstrar hefur einnig vaxið úr 3,7 millj- örðum í 4,7 milljarða, eða um ríflega 28 prósent á föstu gengi. Alls hefur innflutningur á öllum flutningatækjum, þar með talið á skipum og flugvélum, aukist um 35 prósent. Innflutningur á skipum hefur þó raunar dregist saman. Eins og komið hefur fram í fréttum er vöruskiptahallinn við útlönd allnokkur um þessar mundir. Innflutningur alls nam 156,5 milljörðum á umræddu tímbili, en útflutningur nam alls 129,5 milljörðum. Hlutfallslega mesta aukningin í innflutningi einstakra vöruteguna virðist hafa verið í eldsneyti og smur- olíu, en innflutningur á því hefur aukist um 44 prósent mið- að við fast gengi. Alls námu kaup á eldsneyti og smurolíu um 14,5 milljörðum króna. ■ Innflutningur á bílum aukist um 30 prósent BÍLAR Á HAFNARBAKKANUM Íslend- ingar fluttu inn fólksbíla fyrir 10,8 milljarða frá janúar til ágúst á þessu ári. Seðlabankinn fylgist með því hvort bankar og fjár- málafyrirtæki séu líkleg til að standast skuldbindingar sínar. Um síðustu áramót voru uppi áhyggjur en að mati Seðlabankans hafa við- skiptabankarnir brugðist vel við athugasemdunum. Tuttugu milljarða hækkun á einum degi SAMSON-HÓPURINN – BJÖRGÓLFSFEÐGAR OG MAGNÚS ÞORSTEINSSON Í kjölfar viðskipta með bréf í Íslandsbanka, Landsbanka, Burðarás og Straum hefur Samson-hópurinn komist í algjöra lykilstöðu um breytingar á leiksviði íslenskra fjármálafyrirtækja. Miklar verðhækkanir á bönkum benda til þess að markaðurinn búist við mikilli hagræðingu. Fyrirtækin sem áttu hlut í stórviðskiptum á miðviku- dag hækkuðu samtals um tuttugu milljarða í Kauphöll Íslands í gær. Hækkun fjár- málafyrirtækja er ævintýra- leg á árinu. Björgólfsfeðgar eru áhrifamiklir í fimm af tíu verðmætustu félögum í Kauphöllinni. Ná áfanga í yfirtöku Íslandsbanki hefur fengið sam- þykki yfir níutíu prósenta hlut- hafa í norska bankanum Kreditt- banken. Þetta þýðir að innlausnar- skylda hefur myndast og aðrir hluthafar þurfa að ganga að yfir- tökutilboði Íslandsbanka. „Þetta er mikilvægur áfangi og kaupferlið gengur samkvæmt áætlun,“ segir Bjarni Ármanns- son forstjóri Íslandsbanka. Nú þarf aðeins að bíða niður- stöðu fjármálayfirvalda áður en kaupin ganga endanlega í gegn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.