Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 56
Þessi sveit er frá Belgíu en virð- ast hafa betra nef fyrir því sem er spennandi í tónlist en kollegar þeirra í Bretlandi eða Bandaríkj- unum. Þeirra hljóðheimur er eitursvöl blanda af rokki og el- ektróník. Rifnir gítarar eru þó smekklega afþakkaðir, og frekar stuðst við skerandi og áhugaverð rafhljóð. Ef gíturum bregður fyrir eru þeir ruddalegir og til- raunakenndir og minna frekar á Sonic Youth. Upptökustjóri á þessari plötu var Flood, sem er þekktastur fyrir vinnu sína með U2. Hann hefur greinilega látið þetta verk- efni marínerast lengi í grillvökv- anum, því hér og þar er búið að skreyta plötuna með hinum ýmsu hljóðum. Öskrandi kona, háværir dynkir og segulbands- tæki að spóla til baka skreyta lagaenda og byrjanir. Það er í rauninni aldrei þögn á plötunni, sem gefur henni skemmtilegan heildarsvip. Þetta er án efa með því áhuga- verðara sem ég hef heyrt á árinu. Hér hefur verið lagt nokkuð í lagasmíðar áður en liðsmenn hófu að búa til hljóðskúlptúra. Mjög sterk plata sem ég mun örugglega muna eftir þegar kemur að því að gera upp árið. Eitt flottasta plötu- kóver sem ég hef séð lengi. Birgir Örn Steinarsson 1. október 2004 FÖSTUDAGUR SOULWAX ANY MINUTE NOW Niðurstaða: Bræðradúett frá Belgíu skilar óvænt af sér einni bestu plötu ársins. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Um flessar mundir fjölgar e-korthöfum grí›arlega enda afslættir og endurgrei›sla sem fylgja grei›slukortinu sífellt a› aukast.Tilbo›in í október eru me›al annars: Far›u inn á ekort.is til a› fá nánari uppl‡singar um tilbo›in. til e-korthafa Októbertilbo› Debenhams Naglaásetning í Nagla- stúdíóinu „Professional“. Gelneglur 4.000 kr. M/french 4.400 kr. Útilíf 20% afsláttur af Meindl gönguskóm. Snyrtistofan Hrund 15% afsláttur vi› kassa. Avis Mána›arleiga á bíl 27.000 kr. Sjónvarpsmi›stö›in 21” sjónvarp á 17.990 kr. Kaffi Sólon og Cafe Victor 20% endurgrei›sla af öllum vi›skiptum. Hagkaup 10% af öllum snyrtivörum ESSO Stafræn myndavél á 11.900 kr. 2000 kr. afsláttur af 10 tíma korti. Lindarsól og Fjar›arsól Straumlínu- lagaður hljóð- skúlptúr Stundin okkar nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda hjá íslenskum börnum en hún mun taka lítilshátt- ar breytingum á næstunni. Halli í Botnleðju sem hefur skemmt yngri kynslóðinni í Stundinni okkar undanfarið mun nú hverfa af skjánum og í hans stað mætir Heiða sem þekktust er fyrir hljóm- sveit sína Unun. Halli hafði skemmt krökkunum við söng og hljóðfæraleik og var vanur að kenna krökkunum á nýtt hljóðfæri í hverjum þætti ásamt syni sínum Gabríel. Heiða mun nú taka við af Halla og eflaust brydda upp á nýj- ungum í þættinum og kemur í ljós hvort hún nær jafn góðum undir- tektum hjá krökkunum og Halli. ■ ■ SJÓNVARP Heiða tekur við af Halla Kalli Bjarni: Gefur út fyrstu sólóplötu sína Langar aftur á sjó Idol-stjarnan Kalli Bjarni gefur út sína fyrstu breiðskífu í dag. Platan, sem ber nafnið Kalli Bjarni, átti upprunalega að koma út í gær en var frestað vegna tafa í flutningum. Nýja platan hans á að fylgja eftir vin- sældum Kalla Bjarna sem sigr- aði íslenska Idolið fyrr á þessu ári og hlaut hann plötusamning hjá Skífunni að launum. „Platan er rokk/poppblanda og býr hún yfir stórum lögum inn á milli,“ segir Kalli Bjarni um nýút- komna plötu sína . Platan inniheldur tíu lög og má þar nefna sumarsmellinn Gleðitímar, sem sló í gegn á út- varpsstöðvum landsins í sumar. Meðal gestasöngvara á plöt- unni er Páll Rósinkranz, fyrrum söngvari Jet Black Joe, og syngur hann með honum dúettinn Eins og gengur. Meðal lagasmiða eru Vignir Snær Vigfússon úr Írafári, Jón Ólafsson og Stefán Hilmars- son. Idol-dómarinn Þorvaldur Bjarni sér um upptökustjórn á plötunni og nær hann því besta úr Kalla Bjarna á plötunni. Aðstoðar- menn Kalla Bjarna eru því ekki af lakara taginu. Þegar Fréttablaðið náði tali af Kalla Bjarna sagðist hann hæst- ánægður með plötunna, en að hann myndi gjarnan vilja fara í einn túr á sjó, til að upplifa aftur kyrrðina sem því fylgir, fylgjast með fuglalífi og íhuga lífið og til- veruna. Það er ekki þar með sagt að hann muni segja skilið við tón- listarbransann. Hann þurfi að fylgja nýju plötunni eftir og áætl- að er að halda útgáfutónleika, en ekki er búið að negla stað og tíma og verða þeir því auglýstir síðar. Það fer vel á því að platan komi út í dag, því síðar í kvöld verður fyrsti þáttur annarrar seríu íslenska Idolsins sýndur á Stöð 2. HH KALLI BJARNI Ný plata Kalla Bjarna væntanleg í verslanir í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.