Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 2
2 2. október 2004 LAUGARDAGUR Forseti Íslands: Davíð skipar virðingarsess STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands lauk lofsorði á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í ráðuneytunum sem þeir yfir- gáfu um miðjan síðasta mánuð. Sagði forsetinn að Davíð Odds- son myndi skipa „sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar.“ Forsetinn gerði veikindi Davíðs að umtalsefni: „Það er þraut að glíma við erfið og marg- þætt veikindi en eðliskostir, stað- festa og bjartsýni sem hann býr yfir í ríkum mæli eru haldgott veganesti. Þegar Alþingi kemur nú saman væntum við öll að hann geti innan tíðar tekið sem fyrr fullan þátt í störfum þingsins,“ sagði Ólafur Ragnar. Davíð Oddsson, utanríkisráð- herra var ekki viðstaddur setn- ingu Alþingis en hann mun ókominn heim frá útlöndum. Hann hefur dvalist í Slóveníu í tíu daga. Davíð er væntanlegur heim um helgina og verður við- staddur umræður um stefnu- ræðu ríkisstjórnarinnar á mánu- dag. ■ VERKFALL Tæplega þúsund kennar- ar mættu á Austurvöll í tilefni af setningu Alþingis. Þeir vildu minna ráðamenn á verkfall 4.500 grunnskólakennara. Launanefnd sveitarfélaganna og samninga- nefndar kennara funduðu án end- anlegs árangurs í sex og hálfa klukkustund í gær. Á heimasíðu Kennarasamband Íslands voru kennarar hvattir til að sýna andúð sína við setningu Alþingis á því að menntamálaráð- herra væri í útlöndum að sinna hundrað milljóna gæluverkefni þegar grunnskólarnir væru í lamasessi og 45 þúsund nemendur án kennslu. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir stöðu kennara á Austurvelli hafa verið táknræna og algerlega lausa við mótmæli. Staða kennara hafi verið táknræn. Grunnskólakennarar njóta fulls stuðnings trúnaðarmanna og formanna félagsdeilda framhalds- skóla sem hafa sent frá sér stuðn- ingsyfirlýsingu. Þeir skora á rík- isvaldið að koma að lausn deilunn- ar svo að sveitarfélögin fái rétt- mætan skerf af skatttekjum sam- félagsins til að standa undir skóla- starfi af þeim gæðum sem nútím- inn geri kröfu um. Lítið markvert er um síðasta samningafund að segja, sam- kvæmt ríkissáttasemjara. Hann er þó sáttur við að deilendur ræði saman, þar sé grundvöllur þess að samningar náist. ■ HEILBRIGÐISMÁL Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á fimm árum, frá 1998 til 2003 og örorkubætur hækkuðu um sjö milljarða króna á sama tíma, úr fimm milljörðum í tólf. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur falið Tryggva Þór Herbertssyni forstöðumanni Hagfræðistofnun- ar að grafast fyrir um ástæður að baki þessari miklu fjölgun. Áætl- að er að hann skili skýrslu um málið í janúar á komandi ári. Samkvæmt athugun heilbrigð- isráðuneytisins í sumar voru ör- yrkjar í fyrra 11.761 en voru 8.443 árið 1998. Fjölgunin nemur 39 prósentum. Konum í röðum ör- yrkja fjölgaði um 43 prósent á tímabilinu, úr 4.987 í 7.150, en körlum fjölgaði um 33 prósent, úr 3.456 í 4.611. Árið 1998 voru flestir öryrkjar á aldursbilinu 50 til 65 ára, en síðan hafa orðið breytingar á. Konum í hópi yngstu öryrkjanna hefur til dæmis fjölgað mjög mikið síðustu fimm árin. Þannig voru 63 prósentum fleiri konur ör- yrkjar á aldrinum 25 til 29 ára í fyrra en þær voru fyrir fimm árum, sextíu prósent fleiri á aldr- inum 40 til 44 ára og 73 prósentum fleiri á aldrinum 45 til 49 ára. Körlum fjölgaði líka meira í yngri aldurshópunum. Á aldurs- bilinu 40 til 44 ára nam fjölgunin 49 prósentum og á aldursbilinu 45 til 49 ára fjölgaði þeim um 64 pró- sent á fimm árum. Öryrkjum fjölgaði misjafnlega mikið eftir landshlutum. Þannig fjölgaði körlum í hópi öryrkja minnst á Austurlandi, um 20 prósent en þeim fjölgar mest á Norðurlandi vestra, um 51 prósent og í hópi öryrkja sem búa erlendis, 61 prósent. Konum sem eru öryrkjar fjölg- ar hlutfallslega minnst í Reykja- vík, um 35 prósent, en mest á Suð- urlandi, 64 prósent og í hópi öryrkja sem búa erlendis, 67 prósent. ■ Sprengjuárás: Á þriðja tug manna lést PAKISTAN, AP Rúmlega tuttugu manns létust í sjálfsmorð- sprengjuárás í mosku sjíamúsl- ima í pakistönsku borginni Sialkot. Tugir til viðbótar særðust en hundruð einstaklinga voru við bænir í Zainabia moskunni þegar árásin var gerð. Skömmu síðar fannst önnur sprengja nærri moskunni en sprengjusérfræð- ingar gerðu hana óvirka. Sprengjuárásin vakti mikla reiði og gengu hundruð sjíamúsl- ima berserksgang. Hermenn voru kallaðir á vettvang til að standa vörð um moskuna og sjúkrahús og fleiri staði. ■ Stapaárás: Hálfsárs fangelsi DÓMSMÁL Maður sem sló annan með bjórglasi í höfuðið á skemmtistaðn- um Stapa í Keflavík í sumar, þannig að glasið brotnaði og af hlutust al- varlegir áverkar, var í gær dæmd- ur í sex mánaða fangelsi. Þar af voru þrír mánuðir skilorðsbundnir. Árásin var sögð einkar hrottafeng- in og tilviljun hafi ráðið því að ekki hlaust alvarlegra líkamstjón af. Manninum var virt til refsilækk- unar að hann játaði undanbragða- laust, auk þess sem hann iðraðist og sýndi eindreginn vilja til að bæta tjón þess sem varð fyrir árásinni. Krafist var rúmlega 600 þúsund króna í bætur, en fallið var frá þeirri kröfu eftir að maðurinn grei- ddi þeim sem fyrir árásinni varð um 480 þúsund krónur í bætur. ■ Kvenréttindafélagið: Jafnréttislög brotin aftur HÆSTIRÉTTUR Stjórn Kvenréttinda- félags Íslands telur að jafnréttislög hafi verið brotin þegar Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í embætti hæstaréttardómara. „Enn einu sinni er óhjákvæmilegt að mót- mæla skipun dómara í Hæstarétt Íslands,“ segir í tilkynningu félags- ins og bent á að af níu dómurum Hæstaréttar séu bara tvær konur. „Það er löngu orðið tímabært að menn í ríkisstjórn svo sem annars staðar í þjóðfélaginu geri sér grein fyrir að jafnrétti verður ekki náð nema með því að skipa konur í störf sem losna á þeim stöðum sem karlar eru í meirihluta,“ segir í til- kynningu. ■ ■ ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR ■ BANDARÍKIN VEXTIR ÓBREYTTIR Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir 4,3 prósent í október. Stjórn Íbúða- lánasjóðs ákvað þetta á fundi sínum á fimmtudag. Ákvörðunin byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa 29. september. Já, hvernig spyrðu. Við vorum frægt fyrirtæki í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum sem hippaflugfélag og látum ekki deigan síga. Icelandair tilkynnti í gær um áætlunarflug til San Fransisco næsta vor. Icelandair tekur þá einnig breiðþotu af gerðinni Boeing 767 í notkun. Hún tekur 270 farþega. Flugfélagið gerir ráð fyrir að aukið flugframboð kalli á 80 til 100 ný störf yfir sumarið. SPURNING DAGSINS Guðjón, á að fljúga með blóm í hári? Innanlandsflug: Flugi hætt til Sauðárkróks SAMGÖNGUR Landsflug ehf. hefur tekið við rekstri Íslandsflugs innanlands. Félagið keypti Dornier flugvélar Íslandsflugs og tilheyrandi rekstur í innan- landsflugi, þar með talið sjúkra- flug sem Íslandsflug hefur sinnt. Þá leigir Landsflug flugskýli Íslandsflugs við Reykjavíkur- flugvöll. Óverulegar breytingar verða á leiðakerfi og áfangastöðum sem Íslandsflug hefur flogið á. Þó verður flugferðum til Vest- mannaeyja og Hafnar í Horna- firði fjölgað. Hins vegar verður flugi til Sauðárkróks hætt frá og með 1. október. ■ Kókaín innvortis: Hefur snúið við blaðinu DÓMAR Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla innvortis 138,4 grömmum af kókaíni. Maðurinn var gripinn í Leifsstöð 3. október í fyrra og þyk- ir sýnt að efnið hafi að mestu ver- ið ætlað til sölu. Maðurinn játaði brot sitt og er ekki sagður hafa áður sætt refsi- viðurlögum sem skipti máli í tengslum við eiturlyfjasmyglið. Manninum var virt til refsilækkun- ar að hafa farið í meðferð og sinnt vinnu að henni lokinni, auk þess að vera í sambúð og eiga fjögurra mánaða gamalt barn með sambýlis- konu sinni. Þrír mánuðir fangelsis- vistarinnar voru því skilorðs- bundnir til þriggja ára. ■ Gámasund: Reynt við heimsmet ÍÞRÓTTIR Klukkan tvö í dag fer fram heimsmeistaramót í sundi í 5 metra löngum gámi á Lækjartorgi í Reykjavík. Kynnir verður Ellert B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, en það eru þau Ragnheiður Ragnarsdóttir og Hjörtur Már Reynisson, sem keppa. Þau hafa sett fjölda Íslandsmeta á árinu og halda brátt til Bandaríkj- anna þar sem þau taka þátt í heims- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug, en sú keppni fer fram í Indi- anapolis 7. til 11. október. Í dag verður að sögn reynt við heimsmet í gámasundi. ■ Sautján ára piltur: Lést eftir bílslys ANDLÁTSFREGN Ungur maður sem lenti í bílslysi í Grímsnesi í fyrradag lést á sjúkrahúsi. Hann hét Gunnar Karl Gunnarsson til heimilis að Bæjarholti 13 í Laug- arási í Biskupstungum. Hann var fæddur 2. nóvember 1986 og var því rétt tæplega átján ára. Slysið átti sér stað þegar tvær bifreiðar rákust saman við Þrastaskóg í Grímsnesi. Gunnar Karl var fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítala- háskólasjúkrahúss, en félagar hans tveir með sjúkrabíl sem og kona og barn sem voru í hinni bifreiðinni. ■ FYLGST MEÐ SETNINGU ALÞINGIS „Barátta grunnskólakennara er barátta allra þeirra sem hafa það markmið að gera skóla að eftirsóttum vinnustöðum vel menntaðs fólks og að skapa kennarastarfinu þann sam- félagslega sess sem því sæmir,“ segir í stuðningsyfirlýsingu framhaldsskólanna. Táknræn staða kennara á Austurvelli: Verkfall kennara í fjarveru menntamálaráðherra FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra vill vita hvers vegna öryrkjum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Öryrkjum fjölgar um nær 700 á ári Heilbrigðisráðuneytið grefst fyrir um ástæður. Örorkugreiðslur hækk- uðu úr 5 milljörðum í 12 frá árinu 1998 til 2003. Konum í hópi yngstu öryrkja fjölgar mikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA AUTT SÆTI DAVÍÐS Forseti Íslands hlóð lofi á Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson en aðeins sá síðar- nefndi var viðstaddur. HÓTELSTARFSMENN Í VERKFALL Um tíu þúsund starfsmenn hótela í Atlantic City í New Jersey sem einnig reka spilavíti eru farnir í verkfall. Efnt var til mótmæla fyrir framan sjö spilavíti án þess þó að lát yrði á fjárhættuspili innandyra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.