Fréttablaðið - 02.10.2004, Page 15

Fréttablaðið - 02.10.2004, Page 15
Málefnalegar kappræður forsetaframbjóðenda Fyrstu kappræður þeirra George W. Bush og John Kerry komu á óvart fyrir ýmsar sakir. Þær voru mun málefnalegri en dæmi eru um á seinni árum. Hvorugur fram- bjóðandinn gerði afdrifarík mistök og báðir voru sannfærandi í mál- flutningi sínum um utanríkismál. Bush byrjaði illa en sótti í sig veðrið þegar á leið, málflutningur hans var einfaldur en hnitmiðaður, takmark hans var að klifa á því meginstefi að Kerry væri ístöðu- laus í skoðunum sínum um lykil- mál. Kerry var sannfærandi í gagn- rýni sinni á frammistöðu Bush í Írakmálinu, sérstaklega að innrásin hefði dregið úr því forgangsmáli að hafa hendur í hári Osama Bin Laden. Kerry líkti framgöngu Bush við það ef Roosevelt þáverandi Bandaríkjaforseti hefði ráðist inn í Mexikó árið 1942 til að hefna árásar Japana á Pearl Harbor. Fyrstu skoðanakannanir sem gerðar voru eftir kappræðurnar gáfu til kynna að Kerry hefði staðið sig betur að mati kjósenda. Athygl- isverðar niðurstöður í skoðana- könnun ABC benda til að Kerry hafi höfðað betur til óháðra kjósenda en um þá mun slagurinn fyrst og fremst standa síðustu vikur barátt- unnar. 48% þeirra þótti Kerry hafa unnið kappræðurnar en aðeins 28% Bush. Sumir fréttaskýrendur héldu því fram fyrir kappræðurnar að að- eins öruggur sigur Kerrys myndi duga til að halda lífi í kosningabar- áttu hans. Bush hefur haldið for- ystu í skoðanakönnunum allan sept- embermánuð og kappræðurnar eru líklega síðasta tækifæri Kerrys til að snúa taflinu við. Kerry tókst það ætlunarverk sitt að koma fram sem trúverðugur frambjóðandi sem treystandi er fyrir vörnum lands- ins. Það kann að reynast dýrmætt meðal óákveðinna kjósenda, sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Kerry sýndi yfirburðaþekkingu á utanríkismálum en Bush var alþýð- legri og hamraði á fáum grundvall- aratriðum í stefnu sinni og fram- göngu mótherjans. Mikið var talað um stíl fram- bjóðendanna dagana fyrir kapp- ræðurnar en þessar kappræður snerust mörgum að óvörum meira um innihald. Írak var í öndvegi en útbreiðsla kjarnorkuvopna til Norður-Kóreu og Íran var líka ofar- lega á baugi. Kerry var yfirvegaðri, en Bush virtist á stundum láta mál- flutning hans fara í taugarnar á sér. Raunveruleg áhrif kappræðnanna koma ekki í ljós fyrr en helgin er úti og fréttaskýrendur allra fjöl- miðla, grínistarnir í sjónvarpi og útvarpi og spjallþáttastjórnendur hafa farið höndum um málið. Álit slíkra „spekinga“ kann að ráða úrslitum um mat almennings á frammistöðu frambjóðendanna. Gore virtist t.d. hafa unnið fyrstu kappræðurnar við Bush árið 2000 en hann var síðan gagnrýndur fyrir hroka og Bush náði yfirhöndinni í kosningabaráttunni. Niðurstaðan er sú að þessar fyrs- ta kappræður munu ekki ráða úrslitum í kosningunum. Hins vegar er líklegt að Kerry muni hagnast meira á þessum fyrsta slag, því óákveðnir kjósendur muni eiga auðveldara með að sjá hann fyrir sér sem forseta Bandaríkjanna. ■ 15LAUGARDAGUR 2. október 2004 Léttlestir raunhæf lausn Það kostar pólitískt hugrekki að taka af skarið og breyta ártugalangri hefð fyrir forgangi einkabílsins. Til framtíðar horft er hinsvegar ljóst að slík stefna getur ekki gengið til langframa, það er ein- faldlega of dýru verið keypt líkt og borg- arbúar standa frammi fyrir í dag. Lausn- in hlýtur að liggja í aðferðum sem aðrar borgir hafa fyrir löngu tekið upp. Öflug- um almenningssamgöngum sem eru ódýrari, fljótlegri og þægilegri í notkun en einkabíllinn. Haukur Logi Karlsson á hrifla.is Vildu ekki Jón Steinar Það fór ekki fram hjá neinum að Hæstiréttur vildi ekki fá Jón Steinar inn í réttinn ñ ekki inn í klíkuna. Halda má því fram að þessi afstaða Hæstaréttar hafi stuðlað að skipan Jóns Steinars. Flestir drógu þá ályktun að rétturinn væri að koma höggi á Jón sem hefur verið óspar á að gagnrýna réttinn und- anfarin tuttugu ár. Magnús Thorodd- sen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, skóf heldur ekkert af því í grein í Mogg- anum: „Menn hljóta að spyrja sig, hvað veldur því að svo frábær og reynslu- ríkur lögmaður með mikla þekkingu í lögfræði, fær þessa útreið hjá meiri- hluta Hæstaréttar“. Jón G. Hauksson á heimur.is Kjánaleg spurning um hryðjuverk Í stað þess að spyrja pólitíkusana okkar jafn kjánalegrar spurningar og gert var í Fréttablaðinu í gær [Á að semja við hryðjuverkamenn?] væri nær að spyrja: Eiga stjórnvöld ekki að leita allra leiða til að bjarga lífum eigin borgara? Eða: Finnst ykkur rétt að saklaust fólk láti lífið til þess að stjórnvöld geti þóst hafa sýnt „hörku gegn hryðjuverkum“ jafnvel þótt hún skili nákvæmlega engu? Ég er ekki viss um að þá væri jafn auðvelt að draga fram billegu frasana um að aldrei megi semja við hryðjuverkamenn. Sverrir Jakobsson á murinn.is Ekki á forsíðuna Morgunblaðið er skemmtilegur fjölmið- ill sem oft fær mann til að brosa, hvort sem það er yfir myndasögunum, slúðrinu eða tragikómískum viðhafnar- greinum Hannesar Hólmsteins um það hvernig hann hafi stungið upp í mann og annan með orðaleikjum sem hefðu sómt sér vel í Íslenskri fyndni um 1940. Sennilega finnst jafnvel Morgunblaðs- mönnum of langt gengið að setja greinar Hannesar á forsíðuna og þess vegna birtast þar reglulega örstuttar fréttir sem kæta landsmenn yfir serjos- disknum ñ það eru Túrkmenistan- fréttirnar Kristín Svava Tómasdóttir á politik.is “Einokun“ á sagnfræði Að lokum: Enn er það svo að á háskóla- stigi er sagnfræði aðeins kennd við Háskóla Íslands. Sú stofnun býr því við „einokun“ og þá kosti og galla sem því fylgja. Hugvísindanám hefur hingað til ekki verið mjög vinsælt hjá hinum ný- legu háskólum sem hafa frekar einbeitt sér að „hagnýtari“ námsleiðum. Á þessu verður þó eflaust breyting á næstu árum. Aðalspurningin er því ekki sú hvort breytingar verða á kennsluháttum í sagnfræði á háskólastigi á Íslandi, heldur hvort þær verða aðeins utan veggja Háskóla Íslands. AF NETINU Ameríkubréf SKÚLI HELGASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.