Fréttablaðið - 02.10.2004, Page 19

Fréttablaðið - 02.10.2004, Page 19
                                                        !" # $ %#& !'( !$ )*+,-+*,. '" &.,)(./0"+1.!  )1!2 + 34+ .# 5',0 1, !6)+#1"  '" #.-0!2. 7*.  !1+!1.,              LAUGARDAGUR 2. október 2004 BRÉF TIL BLAÐSINS Land Rover Defender Hyundai Sonata Subaru Legacy 2.0GL Opel Astra 1.6GL Opel Astra 1.6GL Opel Astra 1.6GL skráður 08/01 ek.89 þús skráður 06/01 ek.70 þús skráður 02/03 ek.31 þús skráður 05/00 ek.77 þús skráður 05/99 ek.81 þús skráður 07/00 ek.53 þús verð 2.720.þús verð 1.1190.þús verð 2.130.þús verð 1.030.þús verð 960.þús verð 1.080.þús Útsöluverð 2.220.þús Útsöluverð 890.þús Útsöluverð 1.890.þús Úsöluverð 670.þús Útsöluverð 620.þús Útsöluverð 680.þús Renault Megane Classic Opel Astra 1.2 Opel Vectra 1.6CD Opel Astra 1.2 Opel Astra Coupe Opel Vectra Comfort skráður 08/98 ek.140 þús skráður 07/00 ek.95 þús skráður 08/98 ek.90 þús skráður 06/99 ek.76 þús skráður 07/01 ek.45 þús skráður 11/02 ek.42 þús verð 640.þús verð 850.þús verð 920.þús verð 770.þús verð 2.140.þús verð 1.870.þús Útsöluvrð 370.þús Útsöluverð 490.þús Útsöluverð 620.þús Útsöluverð 520.þús Útsöluverð 1.690.þús Útsöluverð 1.650.þús Notaðir bílar Ingvar Helgason Sölumenn í samningsstuði Lægra verð og enn lægra verð Bylgjan Opið 10 til 17 í dag laugardag Grillaðar Í beinni á Sævarhöfða 2 pylsur ofl. 100% lánamöguleikar www.ih.is/notadir sími 5258020 Skólinn öflugasta stóriðjan Gísli Þór Sigurþórsson framhaldsskóla- kennari skrifar: Andri Snær Magnason, fyrrverandi nem- andi okkar í Menntaskólanum við Sund, skrifaði á dögunum í Fréttablaðið meðal annarra orða: „Í haust munu 40.000 krakk- ar setjast á skólabekk, 10.000 mennta- skólanemar fylla stofur, 9.000 háskóla- nemar brjóta heilann. Kerfið gengur eins og smurt. Bjöllur hringja, bækur opnast, kennarar tala og sumir hlusta. Þetta geng- ur bara eins og fyrir sjálfstýringu og þótt menntamálaráðherra dotti í vinnunni þá breytist ekki neitt. Kerfið rúllar af sjálfu sér“. Hugsið ykkur fjörutíu þúsund nemendur, áttatíu þúsund hendur eru að störfum all- an veturinn undir leiðsögn kennaranna. Skólinn er öflugasta stóriðja hvers lands, en ráðamenn virðast ekki hafa áhyggjur. Er það vegna þess að þó að þessi stóriðja stöðvist eyðileggjast engin verðmæt ker eins og í álveri, engar stórar þotur standa kyrrar á flugbrautinni og valda því að mik- ilvægir menn komast ekki á fundinn sinn. Þetta eru aðeins skólakrakkar sem missa dag, viku, meira? ... af námstímanum, tíma sem aldrei kemur aftur, því allt hefur breyst þegar samið verður og allir mæta að nýju. Allir eru eldri og þroskaðri, jafn- vel óagaðir og úr jafnvægi. Ná sér kanns- ki aldrei aftur. En það er nú í lagi því dómsmálaráðherra - og fyrrum mennta- málaráðherra - er að setja millur í að stækka Víkingasveit lögreglunnar: Óagað- ir unglingar eru uppáhald hennar. Vík- ingasveitin verður að hafa einhver verðug verkefni, eða hvað? Það er lykilatriði hvers þjóðfélags að hafa góða skóla með vel menntuðu starfsfólki sem ekki þarf stöðugt að hafa áhyggjur af launakjörum sínum. Menntamálaráð- herra vinnur hörðum höndum við að samræma skólatíma íslenskra barna og ungmenna að skólatíma í öðrum lönd- um. Hvernig væri að samræma launakjör íslenskra kennara kjörum kollega sinna á Norðurlöndunum? Það er augljóst að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin verða að koma að þessari deilu. Aðstoða við að leysa hana áður en í óefni fer. Fréttablaðið segir frá því í frétt miðvikudaginn 29. september að foreldrar tveggja barna í Nes- kaupstað hafi ákveðið að grípa til þess ráðs að senda börn sín í skóla í Danmörku vegna verkfalls grunnskólakennara. Faðir barn- anna, sem er danskur mjólkur- fræðingur og hefur búið hér á landi í 15 ár, segir yfirstandandi verkfall grunnskólakennara óskiljanlegt. Blaðið hefur eftir honum að hann viti ekki betur en að kennsluskylda og viðvera danskra kennara sé mun meiri en íslenskra kennara. En hvernig er þessu í reynd háttað? Samkvæmt síðasta kjarasamn- ingi er árleg kennsla (kennslu- skylda) grunnskólakennara á Ís- landi 672 klukkustundir. Í Dan- mörku er hún 680 klukkustundir. Munurinn er lítill. Á Íslandi er kennsla og önnur störf undir verk- stjórn skólastjóra 1.258 klukku- stundir. Í Danmörku er kennsla og önnur störf 1.131 klukkustund. Inni í þessari tölu eru 185 klukku- stundir í frímínútur sem ekki eru inni í íslensku tölunni. Af þessu má sjá að hjá íslenskum kennurum fer miklu meiri tími í önnur störf en kennslu en hjá kennurum í Dan- mörku. Hins vegar er tíminn sem fer í eiginlega kennslu nokkurn veginn sá sami. Því er hér við að bæta að samkvæmt kjarasamning- um danskra kennara minnkar kennsluskylda þeirra ef þeir taka að sér önnur störf en kennslu. Hér á landi er hins vegar stöðugt verið að bæta nýjum verkefnum inn í daglega vinnu kennara án þess að skorið sé niður annars staðar eða sérstaklega sé greitt fyrir aukna vinnu. Að lokum eru það svo launin. Laun danskra grunnskólakennara eru mun hærri en íslenskra kenn- ara. Í nóvember 2003 voru meðal- laun grunnskólakennara á Kaup- mannahafnarsvæðinu um 28.700 danskar krónur á mánuði, eða 338.000 íslenskar krónur. Tekið skal fram að launin eru yfirleitt um 10% hærri á Kaupmannahafn- arsvæðinu en annars staðar í Dan- mörku. Þó að danskir grunnskóla- kennarar hafi um margt verulega betri kjör en íslenskir kennarar er ekki þar með sagt að þeir telji sig of sæla af þeim. Á nýafstöðnu þingi DLF, danska kennarasam- bandsins, var undirbúningur nýrra kjarasamninga aðalmál á dagskrá. Í kröfugerð sinni leggur DLF áherslu á verulega hækkun launa í komandi samningum, nýtt launakerfi sem tekur tillit til sér- stöðu kennarastarfsins og nýja skilgreiningu á vinnutíma kenn- ara. Allt er þetta kunnuglegt enda nákvæmlega sömu kröfur og ís- lenskir kennarar berjast fyrir. Danskir kennarar gætu þurft að sækja þær breytingar sem þeir gera kröfu um með verkfalli á sama hátt og kollegar þeirra á Ís- landi. Kannski að einhverjir for- eldrar í Danmörku bregði þá á það ráð að senda börnin sín í íslenska skóla meðan á verkfalli stendur? ■ Dönsk börn send hingað í skóla? HELGI E. HELGASON KENNARASAMBANDI ÍSLANDS UMRÆÐAN KENNARA- VERKFALLIÐ SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.