Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 29
LAUGARDAGUR 2. október 2004 Skipulag: Kössum skellt í skottið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Einfalt er að skipuleggja skottið þannig að ekki sé allt út um allt og auðvelt að taka dótið út ef þörf er fyrir plássið. Ekki búa allir svo vel að eiga bílskúr og því þarf oft að geyma hluti fyrir bílinn í skottinu. Á myndinni eru allir þeir hlutir gott væri að hafa við hendina í bílnum, eins og olía, pappírsþurrkur, startkaplar, reipi, þvottaefni o.fl. Kassinn er frá IKEA og vör- urnar fást hjá SELECT. Óreiðan í skottinu getur verið eitt af því sem maður kýs að hugsa ekki um en blasir við manni þegar skott- ið er opnað. Hinsvegar er mjög ein- falt að taka á því með smá skipulagi sem kemur til dæmis í veg fyrir að hlutirnir týnist eða rúlli um með lát- um. Plastkassar eru ódýrir víðast hvar og er einfalt að verða sér út um þá og skella þeim í skottið, taka svo allt dótið og skipuleggja þá í kassana. Þegar maður þarf svo á plássi að halda eða ætlar að ryksuga skottið tekur maður þá bara út með einu handtaki. Auk þess er góð hug- mynd að hafa alltaf einn tóman kassa í skottinu eða stóra tösku sem hægt er að skella hlutum í, hvort sem það eru innkaupin eða skítug gúmmístígvél. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.