Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 53

Fréttablaðið - 02.10.2004, Síða 53
FÓTBOLTI Það er ávallt glatt á hjalla þegar kemur að bikarúrslitunum í fótboltanum enda er þetta stærsti leikur tímabilsins hér heima og þetta árið er engin undantekning á því. Í dag klukkan 14 á Laugar- dalsvelli leiða saman hesta sína leikmenn KA og Keflavíkur. Af því tilefni sló Fréttablaðið á þráð- inn til bæjarstjóranna í Reykja- nesbæ og á Akureyri, þeirra Árna Sigfússonar og Kristjáns Þórs Júl- íussonar, og heyrði í þeim hljóðið. Vona að mörkin verði flest á meðan við skorum fleiri Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði góða stemn- ingu ríkja í bænum fyrir leikinn. „Það er hörkufín stemning hér og úr því að körfuboltalið Keflvík- inga náði að verða Norðurlanda- meistari hljóta nú menn að stefna á bikarmeistaratitil í knattspyrnu hér heima, svo við reynum að egna þeim saman,“ segir Árni og bætir við: „Reykjanesbær er meira en bara körfuboltabær og verður að bera nafn með rentu sem íþrótta- bær, og hann gerir það reyndar.“ Aðspurður segir Árni að svona stórleikir séu bæði skemmtilegir og ekki síður mikilvægir fyrir bæjarfélögin. „Það er ekkert nema jákvætt sem kemur út úr svona leikjum, menn þjap- pa sér saman, hvort sem er inni á vellinum eða uppi í áhorfendastúkum og reyna all- ir sem einn að gera þetta að s k e m m t i - l e g r i uppl i f - u n . Það er l í k a skemmtilegt að þarna skuli takast á félög utan höfuðborgarsvæðis- ins. Það er mikilvægt og skilar sér vel fyrir bæjarfélögin að komast í þennan leik, bæði félagslega og vegna heiðursins en einnig vegna möguleikans á sæti í Evrópu- keppninni – þannig að það er til mikils að vinna á ýmsan hátt.“ Árni er sannfærður um að sín- ir menn komi vel stemmdir til leiks og nái takmarkinu – komi með bikarinn suður eftir. „Það er kominn tími á okkur, það eru sjö ár frá síðasta bikartitli og það er allt of langur tími. Við klárum þetta í spennandi og skemmtilegum leik og ég vona að mörkin verði sem flest – bara á meðan við skorum fleiri,“ sagði Árni Sigfússon, léttur í lund. Væri frábært að fá uppreisn æru „Það er að sjálf- sögðu gott hljóð í mér á þessum d r o t t i n s d e g i , “ s a g ð i K r i s t - ján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri, og bætti við: „Það er tilhlökkun og stemning í okkur norðanmönnum og á dag- skrá er að fá bikarinn í fyrsta sinn hingað norður yfir heiðar. Svona leikir eru stór liður í því að halda uppi góðum móral og keyra fólk áfram – þetta er hluti af bæjarsál- inni, að berjast í íþróttum, það er bara þannig.“ Kristján nefnir að það sé alltaf dálítið sérstakt og skemmtilegt þegar lið utan höfuðborgarsvæð- isins mætast í svona úrslitaleik. „Það hlýtur að gefa mönnum dálít- ið spark í afturendann, að vilja sýna og sanna að liðin utan höfuð- borgarsvæðisins geti þetta alveg. KA hefur náð að verða Íslands- meistari en ekki bikarmeistari og það er svo löngu kominn tími til. Það er í raun og veru óskiljanlegt að það skuli ekki enn hafa gerst,“ segir Kristján og hlær dátt.“ Hann er á því að KA-menn eigi bikarinn fyllilega skilinn eftir rýra uppskeru í sumar. „Það væri frábært að vinna sigur og fá uppreisn æru eftir fallið í 1. deild og ég er reyndar býsna vongóður um að það takist. Liðið sýndi það í sigurleiknum gegn FH í undanúrslitunum að það getur lagt hvaða lið sem er að velli. Þorvaldur þjálf- ari sagði eftir FH-leikinn að liðið væri ekki búið að toppa enn. Við skulum bara vona að hann hafi haft rétt fyrir sér og ég hef reyndar engu trú á öðru,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Líka fótboltabæir Keflvíkingar hafa verið þekktir fyrir körfuboltann en Akureyringar fyrir handboltann og ætla bæði bæjarfélögin að sýna að þau séu líka fótboltabæir í bikarúrslitaleiknum í dag. LAUGARDAGUR 2. október 2004 LAUGARDALSVÖLLUR LAUGARDAGURINN 2. OKTÓBER KLUKKAN 14.00 Verð fyrir 17 ára og eldri: 1500 krónur Verð fyrir 11 til 16 ára: 500 krónur Verð fyrir 10 ára og yngri: Frítt Dómari: Kristinn Jakobsson Aðstoðardómari 1: Pjetur Sigurðsson Aðstoðardómari 2: Ólafur Guðfinnsson Eftirlitsmaður: Eiríkur Helgason Varadómari: Egill Már Markússon KA-menn eru fimmta liðið semkemst í bikarúrslitin sama ár og það fellur í B-deild. Engu af hinum fjórum liðunum (Fram 1995, KA 1992, Víðir 1987 eða ÍBV 1983) náði að vinna bikarinn. KA-menn voru reyndar aðeins sjö sekúndum frá því að vinna bikarinn fyrir tólf árum og voru ekki í fallsæti þegar leikurinn fór fram milli 14. og 15. umferðarinnar á Íslandsmótinu. Vinni KA-menn bikarinn verðaþeir fyrstu bikarmeistarar sög- unnar sem spila ekki í efstu deild árið eftir. Víkingar (1971) eru eina b-deildarliðið sem hefur unnið bik- arkeppnina en liðið vann sig sama sumar upp í efstu deild. KA-menn hafa reyndar alltaf færst á milli deilda þegar þeir hafa komist í bikar- úrslitin því 1992 féllu þeir úr efstu deild, 2001 komust þeir upp í efstu deild og þeir féllu aftur á dögunum. Keflavík ætti að vera komið meðreynslu af því að spila bikarleiki á Laugardalsvellinum því úrslitaleik- urinn í dag verður þriðji bikarleikur liðsins á aðalvellinum og ennfremur þriðji leikur liðsins þar í röð. Keflavík sló út Fram á vellinum í 16 liða úr- slitunum og svo unnu þeir þar und- anúrslitaleikinn gegn HK um síð- ustu helgi. Helgina á undan léku Keflvíkingar lokaleikinn sinn á Ís- landsmótinu á vellinum og unnu þar Framara 6-1. Keflvíkingar eru sjöunda liðið semkemur með hreint mark inn í úr- slitaleikinn síðan að hann fór fyrst fram á Laugardalsvellinum haustið 1973. Aðeins eitt af hinum sex lið- unum hefur náð að hampa bik- arnum en það eru Skagamenn frá árinu 1984. Skagamenn unnu Fram- ara þá 2-1 í úrslitaleik en engu liði hefur tekist að komast í gegnum bikarkeppnina með hreint mark síðan efstu deildar liðin komu inn í 16 liða úrslit.. Kristinn Jakobsson dæmir í dagsinn annan bikarúrslitaleik á ferl- inum en hann dæmdi einnig leik ÍBV og Leifturs fyrir sex árum. ÍBV vann þá 2-0 sigur þar sem Kristinn gaf Páli Guðmundssyni leikmanni Leifturs rauða spjaldið á 36. mínútu leiksins og dæmdi jafnframt víta- spyrnu þegar Páll varði skot Eyja- manna með hendinni á marklínu. Þetta verður þriðji innbyrðisleikur-inn sem Kristinn Jakobsson dæmir hjá þessum félögum í sumar því hann dæmdi báða leiki liðanna í Landsbankadeildinni í sumar. Keflavík vann báða leikina, 2-1 fyrir norðan og 1-0 í Keflavík.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.