Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 62

Fréttablaðið - 16.10.2004, Page 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kristján Gunnarsson. John Kerry. Vegna ruddaskapar og grófs leiks. 50 16. október 2004 LAUGARDAGUR Sævar Már Sveinsson hefur unn- ið vínþjónakeppnir síðustu þrjú ár á Íslandi og tók þátt í heims- meistarakeppni vínþjóna sem fór fram í Grikklandi nú á dögunum. Keppnin var haldin í tvennu lagi, skrifleg og verkleg, fyrr hlutinn á eynni Santorini og sá seinni í Aþenu. „Ég veit ekkert í hvaða sæti ég lenti því það er einungis búið að kynna fyrstu fjögur. En þetta var rosalega skemmtilegt og krefj- andi og hvetur mig mjög mikið til að halda áfram í þessum bransa og reyna að gera betur,“ segir Sævar. Hann hefur verið í vínþjóna- bransanum síðan 1996 þegar hann hóf námið, sem tekur þrjú ár. Sævar segir hæfni þjóna vera sí- fellt vaxandi og margir sérhæfi sig í þessu fagi. „Það er mjög mikilvægt að æfa sig mikið til að ná hæfni, ekki bara í sambandi við vín heldur snýst starfið líka um þekkingu á kaffi, vindlum, mat og hvaða vín fer best með hvaða mat. Í rauninni snýst þetta um allt sem kúnninn gæti viljað fá að vita. Það er líka mjög í tísku núna í þessu fagi bæði að þekkja vínið og vera fróður um sögu þess,“ segir Sævar. Heimsmeist- arakeppnin er haldin þriðja hvert ár og fer því næst fram árið 2007. Til þess að öðlast þátttökurétt í keppninni verður vínþjónn að vinna keppnina í sínu heimalandi. Einnig keppa Norðurlöndin sín á milli á hverju ári. Fyrir þá sem hafa áhuga á að læra til vínþjóns er nauðsynlegt að læra á veit- ingastað sem er með meistara og tekur það nám þrjú ár. Inni í því námi er kennt að fara með vín og alhliða kennsla um sögu þess og meðferð. „Ég veit ekki hvort ég fer í næstu heimsmeistarakeppni en annars verður það bara ein- hver annar hæfur úr Vínþjóna- samtökum Íslands,“ segir Sævar Már Sveinsson vínþjónn. hilda@frettabladid.is Spurningaleikurinn Orð skulu standa, í umsjón Karls Th. Birg- issonar, heldur göngu sinni áfram á Rás 1 í dag og hefst hann klukkan 16.10, strax á eftir fréttum og veðri. Þátturinn naut talsverðrar hylli síðastliðinn vetur. Í þættinum spyr umsjónar- maður þátttakendur meðal ann- ars um orð, orðanotkun, ljóð, dægurlagatexta, skáldsögur og hvaðeina sem tengist íslenskri tungu og notkun hennar. Óhætt er að fullyrða að mörg orðin virka mjög framandi þó ramm- íslensk séu. Þjálfaðir spilararar Fimbulfambs eiga þó kannski meiri möguleika en aðrir á að kannast við þessi orð, þó ekki séu þau notuð í daglegu tali nú- tíma Íslendinga. Tveir keppendur eru í hvoru liði en liðsstjórar eru þau Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og Davíð Þór Jónsson. Í þættinum í dag verður Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra, í liði Hlínar en í liði Davíðs verður Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur. Þátturinn er frum- fluttur á laugardögum og endur- fluttur á miðvikudögum. Sú nýbreytni er tekin upp í vetur að varpa fram fyrriparti sem þátttakendur eiga að svara í lok þáttar. Hlustendum gefst einnig kostur á að senda inn sinn eigin seinnipart með því að senda tölvupóst á netfangið ord@ruv.is. ■ KARL TH. BIRGISSON Umsjónarmaður útvarpsþáttarins Orð skulu standa á Rás 1. SÆVAR MÁR SVEINSSON Barþjónn Íslands tók þátt í heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Grikklandi. VÍNÞJÓNAR: SÝNDU DÓMURUM LISTIR SÍNAR OG ÞEKKINGU Í GRIKKLANDI NÚ Á DÖGUNUM. Heimsmeistarakeppni vínþjóna 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær hljómsveitin Hjálmar fyrir að spila gott íslenskt reggí. HRÓSIÐ Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Mosfellsbær Lárétt: 1 stórt hús, 5 þrá, 6 dýramál, 7 plötutegund, 8 veitingastaður, 9 íþrótt, 10 tveir eins, 12 fæði, 13 spil, 15 verkfæri, 16 spyrja, 18 nudd. Lóðrétt: 1 hæðirnar, 2 trjátegund, 3 í öf- ugri röð, 4 hræðileg, 6 sjóða hægt, 8 slöngutegund, 11 fljót, 14 elska, 17 fé- lagssamtök. Lausn. Lárétt: 1höll,5ósk,6me,7lp,8bar, 9 golf, 10rr, 12ali,13nía,15al,16inna, 18nagg. Lóðrétt: 1hólarnir, 2ösp,3lk,4herfileg, 6malla,8boa,11rín,14ann,17aa. Orð skulu áfram standa Edda Björgvinsdóttir: Sko .. það er best að læðast um húsið til að vekja hann ekki. Gefa honum svo B- vítamín með lamba- steikinni og einn ís- kaldan bjór! Maður finnur hreinlega ekki fyrir ónotunum!! Björk Jakobsdóttir: Að skála í einum tvö- földum alkaseltser og skella sér á skíði....eða ef börnin eru í næturpössun þá að eiga langan tilfinningaríkan morgun undir sæng. Kela, lesa öll dagblöð sem koma inn um lúguna. Brjálast saman yfir stjórn- málaástandinu og enda svo fyrir fram- an kassann í tilfinningalegu uppnámi ásamt Silfri Egils og co. Guðrún Ásmundsdóttir: Sé það sósan, bæta svolitlu maisena- mjöli út í hana og hræra vel. Sé það e i g i n m a ð u r i n n , sparka honum fram úr rúminu og öskra á hann: Hvar varstu í gærkvöldi? Sért það þú sjálf, skaltu fara um höfuð þitt mjúkum höndum og reyna að setja fókusinn á göngutúr niður í fjöru hvort sem þú kemst þangað eða ekki. Unnur Ösp Stefánsdóttir: Hringja í vinkonurn- ar og rifja upp kvöldið í flisskasti. Sleppa því að líta í spegilinn. Sund, gufa, sveittur borg- ari og ískalt appel- sín með lakkrísröri. Sverja þess dýran eið að bragða aldrei aftur áfengi og ganga í klaustur! Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: Í þeim tilfellum þegar snúningur jarðar verður óbærilega hraður er ekkert annað að gera en leggjast flatur á magann og grípa dauðahaldi í eitthvað það sem forðar manni frá því að svífa út í al- gleymið. | 5STELPUR SPURÐAR | Þjóðráð við þynnku? » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.