Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kristján Gunnarsson. John Kerry. Vegna ruddaskapar og grófs leiks. 50 16. október 2004 LAUGARDAGUR Sævar Már Sveinsson hefur unn- ið vínþjónakeppnir síðustu þrjú ár á Íslandi og tók þátt í heims- meistarakeppni vínþjóna sem fór fram í Grikklandi nú á dögunum. Keppnin var haldin í tvennu lagi, skrifleg og verkleg, fyrr hlutinn á eynni Santorini og sá seinni í Aþenu. „Ég veit ekkert í hvaða sæti ég lenti því það er einungis búið að kynna fyrstu fjögur. En þetta var rosalega skemmtilegt og krefj- andi og hvetur mig mjög mikið til að halda áfram í þessum bransa og reyna að gera betur,“ segir Sævar. Hann hefur verið í vínþjóna- bransanum síðan 1996 þegar hann hóf námið, sem tekur þrjú ár. Sævar segir hæfni þjóna vera sí- fellt vaxandi og margir sérhæfi sig í þessu fagi. „Það er mjög mikilvægt að æfa sig mikið til að ná hæfni, ekki bara í sambandi við vín heldur snýst starfið líka um þekkingu á kaffi, vindlum, mat og hvaða vín fer best með hvaða mat. Í rauninni snýst þetta um allt sem kúnninn gæti viljað fá að vita. Það er líka mjög í tísku núna í þessu fagi bæði að þekkja vínið og vera fróður um sögu þess,“ segir Sævar. Heimsmeist- arakeppnin er haldin þriðja hvert ár og fer því næst fram árið 2007. Til þess að öðlast þátttökurétt í keppninni verður vínþjónn að vinna keppnina í sínu heimalandi. Einnig keppa Norðurlöndin sín á milli á hverju ári. Fyrir þá sem hafa áhuga á að læra til vínþjóns er nauðsynlegt að læra á veit- ingastað sem er með meistara og tekur það nám þrjú ár. Inni í því námi er kennt að fara með vín og alhliða kennsla um sögu þess og meðferð. „Ég veit ekki hvort ég fer í næstu heimsmeistarakeppni en annars verður það bara ein- hver annar hæfur úr Vínþjóna- samtökum Íslands,“ segir Sævar Már Sveinsson vínþjónn. hilda@frettabladid.is Spurningaleikurinn Orð skulu standa, í umsjón Karls Th. Birg- issonar, heldur göngu sinni áfram á Rás 1 í dag og hefst hann klukkan 16.10, strax á eftir fréttum og veðri. Þátturinn naut talsverðrar hylli síðastliðinn vetur. Í þættinum spyr umsjónar- maður þátttakendur meðal ann- ars um orð, orðanotkun, ljóð, dægurlagatexta, skáldsögur og hvaðeina sem tengist íslenskri tungu og notkun hennar. Óhætt er að fullyrða að mörg orðin virka mjög framandi þó ramm- íslensk séu. Þjálfaðir spilararar Fimbulfambs eiga þó kannski meiri möguleika en aðrir á að kannast við þessi orð, þó ekki séu þau notuð í daglegu tali nú- tíma Íslendinga. Tveir keppendur eru í hvoru liði en liðsstjórar eru þau Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og Davíð Þór Jónsson. Í þættinum í dag verður Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra, í liði Hlínar en í liði Davíðs verður Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur. Þátturinn er frum- fluttur á laugardögum og endur- fluttur á miðvikudögum. Sú nýbreytni er tekin upp í vetur að varpa fram fyrriparti sem þátttakendur eiga að svara í lok þáttar. Hlustendum gefst einnig kostur á að senda inn sinn eigin seinnipart með því að senda tölvupóst á netfangið ord@ruv.is. ■ KARL TH. BIRGISSON Umsjónarmaður útvarpsþáttarins Orð skulu standa á Rás 1. SÆVAR MÁR SVEINSSON Barþjónn Íslands tók þátt í heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Grikklandi. VÍNÞJÓNAR: SÝNDU DÓMURUM LISTIR SÍNAR OG ÞEKKINGU Í GRIKKLANDI NÚ Á DÖGUNUM. Heimsmeistarakeppni vínþjóna 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fær hljómsveitin Hjálmar fyrir að spila gott íslenskt reggí. HRÓSIÐ Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Mosfellsbær Lárétt: 1 stórt hús, 5 þrá, 6 dýramál, 7 plötutegund, 8 veitingastaður, 9 íþrótt, 10 tveir eins, 12 fæði, 13 spil, 15 verkfæri, 16 spyrja, 18 nudd. Lóðrétt: 1 hæðirnar, 2 trjátegund, 3 í öf- ugri röð, 4 hræðileg, 6 sjóða hægt, 8 slöngutegund, 11 fljót, 14 elska, 17 fé- lagssamtök. Lausn. Lárétt: 1höll,5ósk,6me,7lp,8bar, 9 golf, 10rr, 12ali,13nía,15al,16inna, 18nagg. Lóðrétt: 1hólarnir, 2ösp,3lk,4herfileg, 6malla,8boa,11rín,14ann,17aa. Orð skulu áfram standa Edda Björgvinsdóttir: Sko .. það er best að læðast um húsið til að vekja hann ekki. Gefa honum svo B- vítamín með lamba- steikinni og einn ís- kaldan bjór! Maður finnur hreinlega ekki fyrir ónotunum!! Björk Jakobsdóttir: Að skála í einum tvö- földum alkaseltser og skella sér á skíði....eða ef börnin eru í næturpössun þá að eiga langan tilfinningaríkan morgun undir sæng. Kela, lesa öll dagblöð sem koma inn um lúguna. Brjálast saman yfir stjórn- málaástandinu og enda svo fyrir fram- an kassann í tilfinningalegu uppnámi ásamt Silfri Egils og co. Guðrún Ásmundsdóttir: Sé það sósan, bæta svolitlu maisena- mjöli út í hana og hræra vel. Sé það e i g i n m a ð u r i n n , sparka honum fram úr rúminu og öskra á hann: Hvar varstu í gærkvöldi? Sért það þú sjálf, skaltu fara um höfuð þitt mjúkum höndum og reyna að setja fókusinn á göngutúr niður í fjöru hvort sem þú kemst þangað eða ekki. Unnur Ösp Stefánsdóttir: Hringja í vinkonurn- ar og rifja upp kvöldið í flisskasti. Sleppa því að líta í spegilinn. Sund, gufa, sveittur borg- ari og ískalt appel- sín með lakkrísröri. Sverja þess dýran eið að bragða aldrei aftur áfengi og ganga í klaustur! Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: Í þeim tilfellum þegar snúningur jarðar verður óbærilega hraður er ekkert annað að gera en leggjast flatur á magann og grípa dauðahaldi í eitthvað það sem forðar manni frá því að svífa út í al- gleymið. | 5STELPUR SPURÐAR | Þjóðráð við þynnku? » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.