Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 4
4 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Bandaríkjaforseti segist gera allt sem í sínu valdi standi til að koma á friði í Mið-Austurlöndum: Palestínuríki innan fjögurra ára BANDARÍKIN, AP „Ég held að það sé sanngjarnt að segja að við eigum góða möguleika á að stofna palest- ínskt ríki og ég ætla að nota næstu fjögur árin til að eyða pólitískri inn- eign Bandaríkjanna í slíkt ríki. Ég tel það í þágu heimsins að sannar- lega frjálst ríki þróist í Palestínu,“ sagði George W. Bush Bandaríkja- forseti eftir fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Bush sagði að heimurinn stæði frammi fyrir miklu tækifæri til að koma á friði í Mið-Austurlöndum á næstu fjórum árum og að hann ætl- aði að gera sitt til að nýta það tæki- færi til fullnustu. Til þess að friður kæmist á yrðu allir að vinna sam- an; Ísraelar, Palestínumenn og al- þjóðasamfélagið. „Ég held að það sé engin önnur leið til að koma á varanlegum friði en að við vinnum öll saman að því að byggja upp þá innviði sem eru nauð- synlegir fyrir ríkismyndun samfé- lags sem byggir á réttlæti, málfrelsi, frjálsum kosningum og rétti fólks til að tjá sig að vild,“ sagði Bush. „Niðurstaðan verður að vera sú að hlið við hlið verða Ísraelsríki, sem býr við öryggi, og palestínskt ríki sem á sér framtíð, tvö lýðræð- isleg ríki hlið við hlið,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. ■ Þúsundir fylgdu Arafat til grafar Mikið öngþveiti myndaðist í Ramallah þegar Jasser Arafat var borinn til grafar. Mörg þúsund Palestínumenn þröngvuðu sér inn í hallargarð höfuðstöðva Arafats til að vera viðstaddir greftrun hins látna leiðtoga. PALESTÍNA, AFP Meira en tíu þúsund Palestínumenn voru viðstaddir greftrun Jasser Arafat við höfuð- stöðvar hans í Ramallah í gær þrátt fyrir að engir aðrir en fjöl- skyldumeðlimir og framámenn ættu að fá aðgang að henni. Hundruð lögreglumanna og öryggisvarða máttu sín lítils gegn þeim þúsundum Palestínumanna sem vildu kveðja Arafat í hinsta sinn og brutu sér leið inn á greftr- unarstaðinn. Mörg þúsund Palestínumenn höfðu komið sér fyrir við höfuð- stöðvarnar þegar þyrlur sem báru lík Arafats og palestínska ráðamenn komu frá Kaíró. Þar hafði minningarathöfn um Arafat farið fram að viðstöddum full- trúum 60 ríkja sem voru saman komnir til að kveðja manninn sem var um áratugaskeið táknmynd sjálfstæðisbaráttu Palestínu- manna. Lögreglumenn og öryggis- verðir reyndu að halda aftur af mannfjöldanum með því að skjóta í loftið en það dugði skammt til að halda aftur af fólki. Þegar tókst að lenda þyrlunum tók ekki betra við því fólk streymdi að þeim og tuttugu mínútur liðu áður en hægt var að opna dyr þeirra, hleypa fólki út og bera kistuna með líki Arafats á reitinn þar sem hann var greftraður. Á nokkrum stöðum í Mið- Austurlöndum efndu Palestínu- menn til minningarathafna þar sem eftirlíking af kistu Arafats var borin um götur. Mörg þúsund manns tóku þátt í slíkri athöfn í Gaza sem fór fram á sama tíma og útförin í Ramallah. Suha Arafat, ekkja Jassers Arafat, tók þátt í athöfninni í Kaíró en fór ekki til Ramallah þar sem útförin fór fram. Hún hefur löngum verið umdeild og lenti í hörðum deilum við palestínska ráðamenn síðustu dagana sem Arafat lifði, sakaði þá um að reyna að ná til sín völdum og hindraði aðgang þeirra að Arafat á sjúkrabeði. ■ Recep Erdogan: Býðst til að miðla málum TYRKLAND, AFP „Tyrkland er reiðu- búið, hvenær sem er, að miðla málum í friðarferlinu og mun halda áfram að vinna að þessum málum,“ sagði Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, þegar hann bauð fram hjálp sína og lands síns við að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Tyrkir hafa verið helstu banda- menn Ísraela fyrir botni Miðjarð- arhafs frá því löndin sömdu um hernaðarsamvinnu árið 1996. Tyrkir eru einnig í góðum tengsl- um við Palestínumenn og fylgj- andi stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. ■ Ætti Þórólfur að fá biðlaun sem fráfarandi borgarstjóri? Spurning dagsins í dag: Styrkir þú stjórnmálaflokk með fjárframlögum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56,6% 43,4% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun ÞINGVELLIR Hægt er að kæra úrskurð Skipulagsstofn- unar um nýjan Gjábakkaveg milli Þingvalla og Laugarvatns til umhverfisráðherra. Skipulagsstofnun: Fallist á nýjan Gjábakkaveg SAMGÖNGUR Skipulagsstofnun hefur fallist með skilyrðum á nýjan Gjábakkaveg milli Þing- valla og Laugarvatns. Meðal skilyrða er að Vegagerð- in skilgreini öryggis- og fram- kvæmdasvæði vegarins eins þröngt og hægt er, efnistaka verði lágmörkuð, votlendi á Suðurlandi verði endurheimt til jafns við það sem glatast við lagningu vegarins og áætlun þar að lútandi verði borin undir Umhverfisstofnun áður en framkvæmdir hefjast. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 17. desem- ber næstkomandi. - óká MINNINGARATHÖFN Í GRIKKLANDI Palestínumenn búsettir í Grikklandi gengu með kistu um götur Þessalóniku til að minnast Arafats. FJÖLMENNI VIÐ ÚTFÖRINA Meira en tíu þúsund Palestínumenn brutu sér leið inn á svæðið nærri höfuðstöðvum Arafats í Ramallah til að vera viðstaddir útförina, sem aðeins var ætluð aðstandendum og ráðamönnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Kraumandi tilfinningar Kristín Steinsdóttir Kristín Steinsdóttir sýnir hér á sér nýja hlið og skrifar í fyrsta sinn sögu fyrir fullorðna. Efniviðinn sækir hún í bernsku sína og úr verður margræð saga þar sem undir krauma miklar tilfinningar. KOMIN Í VERSLANIR! GEORGE W. BUSH OG TONY BLAIR Bandaríski forsetinn og breski forsætisráðherrann lögðu áherslu á að koma á friði í Mið- Austurlöndum og sögðu sjálfstætt og lýðræðislegt Palestínuríki forsendu fyrir því. Hæstiréttur: Síbrotamaður í fangelsi DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir síbrota- manni í tveggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir hylmingu, níu þjófnaði, eina tilraun til þjófnaðar og umferðar- lagabrot. Maðurinn hafði frá árinu 1979 til ársins 2000 hlotið 27 dóma. Frá dómnum dregst 54 daga gæslu- varðhald sem maðurinn sætti í maí og júní. - hrs Jarðskjálfti: 17 fórust INDÓNESÍA, AFP Sautján létust og á annað hundrað slösuðust þegar hrina öflugra jarðskjálfta reið yfir Aloreyju, austarlega í Indón- esíu, og höfðu sjúkrahús vart undan við að gera að sárum fólks. Hundruð heimila eyðilögð- ust þegar skjálftarnir riðu yfir, en styrkleiki öflugasta skjálftans mældist 7,3 á Richterkvarða. Jarðskjálftanna varð einnig vart í Dili, höfuðborg Austur- Tímor, sem er í fimmtíu kíló- metra fjarlægð frá Alor. Þar flýði fjöldi fólks heimili sín en enginn meiddist þar að því er best er vitað. ■ ■ EVRÓPA DREIFÐI NASISTARÁRÓÐRI 86 ára Austurríkismaður á ákæru yfir höfði sér fyrir nasistaáróður en slíkt er bannað í Austurríki. Málið kom upp eftir að maðurinn leitaði til lögreglu og kærði vin sinn fyrir að stela munum af safni um nasisma sem hann starf- rækir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.