Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 14
14 FÍLABEINSSTRÖNDIN, AFP Vestrænir íbúar Fílabeinsstrandarinnar flýja í hundraðatali óöldina sem þar geisar. Franskar flugvélar fluttu um átta hundruð manns á brott í gær til viðbótar við 1.600 manns sem höfðu þegar verið flutt á brott og Bretar hófu brott- flutning breskra ríkisborgara. Um sextíu manns hafa látist og nokkur hundruð manns særst í of- beldisverkum sem blossuðu upp eftir að Frakkar brugðust harka- lega við árás flughers Fílabeins- strandarinnar sem kostaði níu franska hermenn lífið. Talið er að fjórðungur heimila erlendra ríkis- borgara í höfuðborginni Abidjan hafi verið eyðilagður. Herskáir einstaklingar hlið- hollir stjórnvöldum hafa ráðist á Vesturlandabúa í hefndarskyni fyrir árás franska hersins sem eyðilagði flugher landsins. Margar konur hafa orðið illa fyrir barðinu á árásum reiðra heimamanna, tíu franskar konur sem fluttar hafa verið frá landinu síðustu daga hafa kært nauðgun og orðrómur er á kreiki um fleiri slíkar. „Síðustu fimm daga hef ég fundið stöðugt til. Þegar menn byrja að ráðast á konur og nauðga þeim er öllu lokið,“ sagði Catherine Rechenmann, frönsk kona sem búið hefur á Fílabeins- ströndinni. ■                                         !      "# $ %  $ %  & '  " ( (   %   %)  #  *+   #   ) #, !" %  -%)     #                                       GRIKKLAND, AP Kostnaður við Ólymp- íuleikana í Aþenu fer minnst 200 milljarða króna fram úr kostnaðar- áætlun og verður að lágmarki um 800 milljarðar króna, þriðjungi meira en stefnt var að. Í þessum tölum er þó ekki talinn með kostnaður vegna umfangsmik- illa samgönguframkvæmda þar sem voru meðal annars byggð ný lestakerfi. Hluti ástæðunnar fyrir þessari miklu framúrkeyrslu er að öryggis- kostnaður jókst gríðarlega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber 2001. Sá kostnaður nam um 90 milljörðum króna. ■ Verðmiði Ólympíuleikanna: Þriðjungi yfir áætlun ÍÞRÓTTAAÐSTAÐA BYGGÐ UPP Ráðast þurfti í miklar og dýrar fram- kvæmdir vegna ólympíuleikanna. Innbrot á Akureyri: Spenntu upp spilakassa LÖGREGLA Nokkuð hefur verið um innbrot á Akureyri að undan- förnu. Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn í tvö fyrirtæki í bænum, Bónusvideo við Geisla- götu og tölvufyrirtækið Skrín við Furuvelli. Í Bónusvideo voru tveir spila- kassar spenntir upp og úr þeim stolið fimmtíu þúsund krónum. Þá var reynt að spenna upp peninga- kassann án árangurs en kassinn var skemmdur. Litlu var stolið í tölvufyrirtækinu. Aðfaranótt föstudagsins fyrir viku var brot- ist inn í Bifreiðastillingu Jóseps við Draupnisgötu. Þaðan var stolið fartölvu og bilanagreining- artæki fyrir mótora sem er mjög verðmætt og ekki á allra færi að nota. Einnig var brotist inn í Gisti- heimilið Stórholti síðustu nótt októbermánaðar. Litlu var stolið en farið var um allt hús og illa gengið um. Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrotanna en málin eru í rannsókn lögreglunn- ar á Akureyri. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um inn- brotin eru beðnir um að láta lög- regluna vita. - hrs Tugir látnir eftir óöld á Fílabeinsströndinni: Þúsundir flýja árásir og nauðganir HERVÖRÐUR Á FLUGVELLINUM Franskur hermaður sá til þess að ekki kæmust aðrir inn í flugstöðina í Abidjan en þeir sem áttu að fljúga úr landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.