Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2004 39 O P I Ð A L L A H E L G I N A NÝJAR VÖRUR Hetthi - dökk eikarlína Sjónvarpsskenkur m/ljósi Verð: 85.000.- Barstóll Verð: 12.800.- Borðstofustóll Tilboð: 10.900.- h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR -15% Legubekkur fáanlegur í hvítu og svörtu leðri Verð áður: 82.000.- Verð nú: 69.700.- -25% Hnotuborð (180cm x 100cm) og sex stólar Verð áður: 114.400.- Verð nú: 85.800.- Séra Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur í Þorlákshöfn, er einnig prestur sóknarbarnanna í Selvogi og messar reglulega í Strandar- kirkju. Hann segir jafnan mann- margt við messurnar og kirkju- gestir komi langt að. „Strandarkirkja er í sérstöku uppáhaldi allra sem eitthvað hafa af henni að segja, enda andrúms- loftið alveg sérstakt. Þarna hvílir sérstök helgi, sem margir tala um að sé áþreifanleg. Menn koma til að sækja í kyrrð og ró, og sann- færast um að Guð sé nálægur,“ segir séra Baldur, sem tók við Strandarsókn 1998. Hann segir allt að tuttugu rút- ur koma að Strandarkirkju á degi hverjum yfir sumartímann og gestina skipta þúsundum yfir árið. Sömuleiðis berist kirkjunni áheit frá öllum heimshornum og sumir gefi tugþúsundir á ári hverju. „Bæði Íslendingar og útlend- ingar senda inn peningaupphæðir árlega, og stundum ársfjórðungs- lega. Telja gæfu sína bundna áheitum á Strandarkirkju. Sumir fela mér að koma peningunum til skila og oftar en ekki fylgir með lítill miði sem tilgreinir ástæður áheitsins og þá læt ég hann liggja um stund í kirkjunni. Þeir sem heita á Strandarkirkju biðja oftast um bata sér og sínum til handa, og mörg bréf berast mér þar sem fram kemur að óskin hafi gengið eftir.“ Þegar séra Baldur er spurður hvort lútherskri trú sé samboðið að þiggja gjafafé í nafni krafta- verka segir hann það í sínum huga ganga upp. Að samhljómur sé í flestum kirkjudeildum að Guð sé til, eins og Jesús Kristur og María mey. „En þetta er ekki lúthersk hefð, heldur hin gamla kaþólska sem á uppruna sinn í Maríudýrkun á miðöldum og hefur haldist þótt tengslin við Maríu hafi rofnað. Þegar fólk lætur fé af hendi rakna til kirkjunnar og biður almættið um heilsu eða gott sér til handa er það að lýsa því yfir að það meti aðra hluti fram yfir peninga gagn- vart almættinu. Þannig gefur fólk peninga í skiptum fyrir heilsu eða hagsæld.“ Séra Baldur segir upphæðir ekki aðalatriði í áheitum til Strandarkirkju. „Ég minni á söguna um eyri ekkjunnar. Lærisveinar Krists horfðu á ekkju eina setja smápen- ing í bauk í kirkjunni. Jesús benti þeim á að þeir peningar væru jafn mikils virði og auður ríka manns- ins sem gæfi af gnægð sinni því konan gæfi af skorti sínum. Þannig fer þetta allt eftir hugar- farinu,“ segir séra Baldur og vitn- ar í Biblíuna. Hann segir sóknarbörn í Strandarsókn vera um tíu talsins, sem öll eigi vísan legstað í kirkju- garði Strandarkirkju. „En það hefur líka borið á því að fólk sem hefur engin sérstök tengsl við staðinn vill fá að hvíla þarna vegna náttúrufegurðar og helgi kirkjunnar. Því geta allir sem það kjósa hvílt beinin við Strandar- kirkju, enda engum meinað um legstað á Íslandi.“ ■ Leikstjórinn og kennarinn Sigríð- ur Eyþórsdóttir er ein fjölmargra sem reglulega heita á Strandar- kirkju. Hún fæddist og sleit barnsskónum á Torfabæ í Selvogi sem nú er farinn í eyði, en Torfa- bær er næsti bær við Strandar- kirkju. „Þetta eru æskustöðvarnar; þarna átti ég mína vordaga og geri enn sem kirkjuvörður í sjálf- boðastarfi á sumrin. Ég hlakka til þess allt árið. Umhverfið er magnað og mínar bestu stundir eru að vakna á morgnana með um- hverfinu; fara í kirkjuna, opna hana og vera ein með almættinu og náttúrunni.“ Sigríður segist aldrei heita á Strandarkirkju nema þegar mikið liggur við. „Ég heiti aldrei fyrir einhvern hégóma. Ég hef heitið á hana þeg- ar alvarleg veikindi hafa komið upp en líka undir öðrum kringum- stæðum; að jafnaði einu sinni á ári. Ég hef bent mörgum á að heita á Strandarkirkju og veit ótal dæmi þess að áheitið hafi skilað sér. Man eftir kunningja sem missti starfið sitt. Það var eins og við manninn mælt að um leið og hann hafði heitið á kirkjuna fékk hann aðra stöðu og mikið betri. Ég hef reyndar fulla trú á að maður geti snúið örlögum við með áheit- unum.“ Kirkjan launar en hefnir ekki Sigríður segir Strandarkirkju hafa verið björgunarvætt alla tíð og áheitin hafi fylgt henni frá upphafi. „Ég heiti gjarnan þúsund krón- um í hvert skipti. Það hefur alltaf skilað sér, nema hvað eitt sinn var orðið tekið af mér og ég skildi að ég átti að biðja um annað. Það var skrítin upplifun. Sjómenn heita líka mikið á kirkjuna; bæði fyrir góðri heimkomu og góðum afla. Það þarf ekki að gefa mikið. Þegar dóttir mín var lítil og veiktist mjög alvarlega sagði ég henni að nú yrðum við að heita á Strandarkirkju. Þá sagði blessað barnið: „Ég er búin að því, mamma, en ég átti ekki meira,“ hrædd um að aleigan dygði ekki. Eins þegar bróðir minn var veikur og ég spurði hvort hann væri ekki búinn að heita á kirkjuna. „Jú,“ svaraði hann, „en ég er hræddur um að hún sé móðguð við mig því ég hef gleymt að borga.“ Það var annars alltaf sagt hér áður fyrr að Strandarkirkja launaði fyrir sig en ég trúi tæplega að hún hefni sín á fólki,“ segir Sigríður hlæj- andi. ■ Aldrei heitið fyrir hégóma Peningar og gjafir í skiptum fyrir heilsu og hagsæld Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Strandarsókn Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.