Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 70
Boyle-fjölskyldan notar óskylda hluti úr umhverfi okkar til þess að setja saman verk þar sem merking opin- berast á óvæntan hátt. Sýninga á verkum hinnar heims- þekktu bresku Boyle-fjölskyldu verður opnuð í Hafnarborg í dag. Fjölskyldan samanstendur af hjónunum Mark og Joan og börn- um þeirra, Sebastian og Georgiu. Árið 1957 hittust Skotarnir Mark og Joan. Hann var ljóðskáld frá Glasgow, hún málari frá Edin- borg. Fljótlega varð samband þeirra að öðru og meira en hjóna- bandi, því þau fundu listgreinum sínum sameiginlegan farveg. Mark tók upp pensilinn og þau fluttu til London og létu mjög til sín taka á listasviðinu. Mark samsamaði sig ass- emblage-listinni og má segja að tilhneiging fjölskyldunnar til raunsæis eigi líklega rætur sínar þar. Í assemblage-verkum nýtir listamaðurinn fundið efni og hluti en raðar þeim saman svo úr verði verk, ný mynd samsett úr tilbún- um hlutum. Eftir Joan liggja ým- iss konar verk sem þó tengjast í gagnrýnni nálgun við umhverfið, næstum vísindalegri forvitni á því hvernig við og náttúran spil- um saman, hvernig merking opin- berast á óvæntan hátt í kringum okkur. Markmið þeirra var að segja allt í einu verki. Og einu leiðina til þess sögðu þau vera raunsæið. Verk Marks og Joan urðu fljót- lega svo samtvinnuð að ekki er hægt að greina á milli þeirra og smám saman urðu börnin þátttak- endur í verkefnunum líka. Þau rannsökuðu alla skapaða hluti, sýndu myndir teknar í gegnum smásjá og fundu leiðir til að varpa upp á tjald ýmsum efna- hvörfum og umbreytingum sem þau settu af stað. Þannig gátu áhorfendur til dæmis horft á sýru éta sinkplötu líkt og að horfa á bíómynd, séð vespur berjast á tjaldiinu, plastfilmur brenna, olí- ur sjóða og svo framvegis. Allt frá því að börnin fóru að geta hjálpað til hafa þau tekið þátt í vinnu foreldranna og starfar fjöl- skyldan nú saman og sýnir verk sín undir einu nafni: Boyle-fjöl- skyldan. Aðferðir Marks, Joan og barn- anna eru leyndarmál en þau nota trefjagler og alls kyns önnur efni til þess að fanga og endurskapa yfirborð jarðar á þeim stöðum sem þau vinna á. Nokkuð af efn- inu taka þau líka með sér heim, nokkur sandkorn, steinflísar eða annað og nota í verkin. Verk Boyle-fjölskyldunnar hafa verið sýnd á söfnum víða um heim, um alla Evrópu, í Bandarík- junum og í Asíu. Fjölskyldan var fulltrúi Breta á Tvíæringnum í Feyneyjum árið 1978 og haldnar hafa verið stórar yfirlitssýningar á verkum hennar, til dæmis í Ha- yward Gallery í Lundúnum, í Samtíma-listastofnuninni í Boston, Nútímalistasafninu í San Francisco og Skoska nútímalista- safninu í Edinborg. Þess er skemmst að minnast að heimild- armynd sem BBC gerði um Boyle-fjölskylduna var sýnd í sjónvarpinu hér í haust. ■ 58 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Bíótónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói í dag klukkan 15.00. Á efnisskránni eru Klukkan tifar með Harold Lloyd og Hundalíf eftir Charles Chaplin. Hljómsveitarstjóri er Frank Strobel... Hinni frá- bæru sýningu Böndin á milli okkar eftir Kristján Þórð Hrafnsson á Litla sviði Þjóð- leikhússins... Það rignir í Nantes, klukkan 18.28 á Rás 1. Fyrri þáttur Arndís- ar Bjarkar Ásgeirsdóttur um frönsku söngkonuna Barböru. Seinni þáttur næsta laugardag. Björk Guðnadóttir og Ráðhildur Ingadóttir opna sýning- ar á verkum sínum í Nýlistasafninu í dag. Nefnist sýning Bjarkar Eilífðin er líklegast núna og sýning Ráðhildar Inni í kuðungi. Á sama tíma opnar Nýlistasafnið sýningu á eigin verkum sem kallast Sýra Nostalgia. Verk Bjarkar í Nýlistasafninu eru fjöldi skúlptúra úr gipsi og eitt stórt verk úr áli og pólýester siffon. Björk er með verkum sínum að ögra skynjun áhorfandans með form- um og litanotkun sem minna bæði á teiknimyndir barn- æskunnar og erótískar línur mannslíkamans. Verkin öðlast nýja verund sem er bæði munúðarleg og fyndin og þau virðast svo létt að þau svífa um í rýminu. Draumar hafa haft veruleg áhrif á myndlistarvinnu Ráð- hildar. Sem barn og unglingur dreymdi hana drauma sem leiddu til áhuga hennar á stjörnufræði og náttúruvísind- um. Undanfarið hefur Ráðahildur verið að skoða drauma sína með því að endurgera þá í formi myndbanda. Á sýn- ingunni er ein slík endurgerð, auk skúlptúrs og veggmál- verks. Kl. 15.15 í Borgarleikhúsinu. Málþingið Staða tónlist- arinnar á jörðinni! Á vorum dögum. Liður í Nýrri endurreisn á vegum Caput og Vox Academica. Frummælendur eru Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur, Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður og gagnrýnandi, Þorsteinn Gylfason heimspekingur. menning@frettabladid.is Eilífð og Draumar Nýlistasafninu MARK, SEBASTIAN, GEORGIA OG JOAN Við verkið sem þau sýndu á Tvíæringnum í Feynejum, risavaxna mynd af smásjármynd af mannshárum Samruni listar og náttúru ! Ólafur Jóhann Ólafsson er rithöfundur sem fylgir hefðinni. Hann er vel skrifandi, lýsir persónum og umhverfi af stakri snilld og fangar lesandann áreynslulaust inn í söguheim sinn. Hann býr einfald- lega yfir þeirri náðargáfu að kunna að segja sögu. Þessi hæfileiki Ólafs er helsti kostur bókarinnar Sakleysingjarnir, en því miður á kostnað annars ágætrar per- sónusköpunar aðalsöguhetju og sögu- manns bókarinnar, hins geðhvarfasjúka Dags Alfreðs Huntingfield. Dagur Alfreð er sonur íslenskrar konu og ensks glaumgosa. Móðir hans lætur lífið af barnsförum og á það atvik eftir að hvíla þungt á Degi alla hans ævi. Hann elst í fyrstu upp hjá ömmu sinni og afa á Íslandi en tæplega fimmtán ára gamall siglir hann út í hinn stóra heim til að búa nærri föður sínum. Hann upplifir seinni heimsstyrjöldina á Englandi, fer til Ind- lands í leit að föður sínum í lok stríðs, starfar sem blaðamaður á Englandi og Íslandi á fimmta og sjötta áratugnum og endar sem diplómat í Washington í lok aðskilnaðarstefnu Suðurríkjanna og á umrótatímum Víetnamstríðsins. Sem sagt heldur viðburðarík ævi. Þótt lífshlaup Dags jaðri við fantasíu verður frásögnin aldrei óraunsæ og út alla bókina er gaman og grípandi að lesa lýsingar hans á nokkrum af merk- ustu atburðum 20. aldarinnar – og hvernig hann tengist þeim. Til að mynda eru lýsingarnar á indverskri þjóðarsál og ástandinu á Indlandi í lok nýlendutíma- bils Breta hreint út sagt frábærar. Eins er myndin sem brugðið er upp af íslensku samfélagi á 6. áratugnum mjög litskrúð- ug. Skipulögð frásögnin rýrir hins vegar, eins og áður sagði, trúverðugleika sjúkr- ar og órólegrar persónu Dags. Viðbrögð hans við átakanlegum atburðum og ofsakvíðinn sem fylgir lýsir geðhvarfa- sjúkri persónu mjög vel en yfirveguð röddin sem segir frá því virkar illa. Sú kyrrð sem Dagur finnur að lokum við leiði móður sinnar er ósannfærandi eftir allt sem á undan er gengið. Sagan af Sakleysingjunum er allt í senn sorgleg, fyndin, mannleg og ævin- týri líkust. Frásögn Ólafs Jóhanns er næstum óaðfinnanleg en ofangreint misræmi í persónu sögumanns og ófrumlegt stílbragðið að undirbúa les- endur fyrir öll þau hvörf sem eiga sér stað í bókinni, löngu áður en kemur að þeim, er óneitanlega galli. Þetta stíl- bragð minnir stundum á Hollywood- framleiðslu. Ef rauður takki er sýndur snemma í kvikmynd er vitað mál að hann kemur síðar við sögu og heimur- inn bjargast. Ekkert skal koma áhorf- endum/lesendum í opna skjöldu eða úr jafnvægi, heldur vita þeir nákvæmlega að hverju þeir ganga. En kannski eru það einmitt þessi einkenni sem gera Ólaf Jóhann að metsöluhöfundi. Þau og það hvað hann er fjári góður að segja sögur. ■ Draumkennt landslag og eðli bænarinnar Sýning tveggja ljósmyndara, Jónu Þorvaldsdóttur og Izabelu Jar- oszewska, verður opnuð í Hafnar- borg í dag. Izabela leitast við að endurspegla sálina og eðli bænar- innar í ljósmyndum sínum, túlkar daglegt líf og bænahald karmel- systra í Póllandi og á Íslandi í myndum sínum og leitast við að miðla þögninni og dulúðinni sem mætir linsuopinu á því augnabliki sem smellt er af. Jóna sýnir lands- lagsmyndir. „Ég hef valið að kallað þetta hefðbundnar landslagsmyndir,“ segir hún. „Þetta eru allt myndir frá Íslandi. Ég hef valið að fanga ákveðið andrúmsloft á filmu. Engu að síður eru myndirnar óhefðbundnar. Þær eru mjög draumkenndar, vegna þess að ég hef tekið á infrarauða filmu. Ég handvinn allar mínar myndir, nota ýmiss konar vökva og tóna, og þess vegna verða aldrei neinar tvær myndir eins. Á sýningunni eru fimm myndir úr Selárdal, þar sem Samúel Jónsson bjó og þær myndir voru teknar áður en endurbyggingin hófst. Þessi stað- ur heillaði mig mjög og ég hef ákveðið að láta helming söluvirðis ganga til Félags endurreisnar listasafns Samúels Jónssonar. Ég reyni að fylgja innsæinu þegar ég er úti að taka myndir. Ég tek myndir af stöðum þar sem ég finn ákveðna stemningu og mér líður vel, og oft finnst mér útkom- an jafnvel öðruvísi en ég bjóst við, stundum jákvæð, stundum nei- kvæð. Margar af þeim myndum sem mér finnst vænt um eru myndir þar sem ég hef fylgt inn- sæinu og ekki ákveðið fyrir fram hvernig myndirnar eigi að vera. Mér finnst bara stórkostlegt að geta fest á filmu það andrúmsloft sem ég upplifi og geta notað það seinna. Svo er stórkostlegt hvað er hægt að sjá mikið út úr ís- lenskri náttúru. Mér finnst gott að staldra við í hversdagsleikanum og njóta hans. Þegar fólk kemur á sýninguna, vona ég að það staldri við og leyfi sér að finna hvaða til- finningar vakna, vegna þess að það er ekki allt sem sýnist.“ ■ JÓNA ÞORVALDSDÓTTIR Mér finnst bara stórkostlegt að geta fest á filmu það andrúms- loft sem ég upplifi. INNSETNING Fjölskyldan notar alls kyns efni til þess að fanga og endurskapa yfirborð jarðar á þeim stöðum sem hún vinnur á. BÆKUR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Sakleysingjarnir Höf: Ólafur Jóhann Ólafsson Útgefandi: Vaka/Helgafell Tvær konur sýna ljósmyndir í Hafnarborg Ný metsölubók?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.