Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 54
SMS LEIKUR LENDIR 12//11//04 Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Vinningar eru: ENCORE CD´sEminem SmáskífuboxAðrar smáskífum með EminemEminem CD´s Aðrir rapp CD´s Margt fleira. Sendu SMS skeytið BTL EMF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur 42 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir ÍSLENSKI HESTURINN Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown BARN AÐ EILÍFU Sigmundur Ernir Rúnarsson BÁTUR MEÐ SEGLI OG ALLT Gerður Kristný DA VINCI LYKILLINN Dan Brown BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson ÓLÖF ESKIMÓI Inga Dóra Björnsdóttir SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown BÁTUR MEÐ SEGLI OG ALLT Gerður Kristný BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho ANDRÆÐI Sigfús Bjartmarsson MEÐ KÖLDU BLÓÐI Ian Rankin DANTE KLÚBBURINN Matthew Pearl KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Örlaganóttin eftir Tove Jansson Hreint út sagt dásamlega skemmti- leg og hugmyndarík barnabók um múmínálfana í frábærri þýðingu Steinunnar Briem. Hér verða múmínálfarnir fyrir því óláni að eld- fjall byrjar að gjósa í nágrenni við hús þeirra og nú liggur á að bjarga sér. Bók sem engum getur leiðst. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Karítas án titils er ný skáldsaga Kristínar Marju Baldursdóttur; dramatísk örlagasaga ungrar stúlku í upphafi 20. aldar. Kristín Marja er þekktust fyrir Mávahlátur, bók sem sló rækilega í gegn. „Vinsældir þeirrar bókar fóru einhvern veginn framhjá mér,“ segir Kristín Marja, „þegar maður er búinn að skrifa eina bók þá er hún búin og næstum gleymd í huga manns því maður er svo upptekinn af næsta verkefni.“ Konan sem fór hringinn Þessi nýja skáldsaga á sér langa sögu. „Stuttu eftir að Mávahlátur kom út sagði við mig kona að ég ætti að skrifa sögu íslenskra kvenna,“ segir Kristín Marja. „Ég var reynd- ar með eitthvað slíkt í huga og hafði í nokkurn tíma sankað að mér sög- um um konur. Ein saga um lang- ömmu mína sat í mér. Hún bjó á Vestfjörðum, átti sex börn, og þegar hún varð ekkja ákvað hún að flytja til Akureyrar til að koma börnunum til mennta. Hún tók sig upp og fór með skipi frá Ísafirði. Þegar skipið var komið að Horni þá varð það að snúa við vegna hafíss. Þegar langamma sneri aftur til Ísafjarðar sagði fólk við hana: „Jæja, er nú þessu feigðarflani með börnin lok- ið?“ „Nei,“ svaraði hún, „ég fer bara hringinn.“ Og hún fór hringinn, sigldi suður fyrir landið og til Akur- eyrar. Ferðin tók hálfan mánuð og hún og börnin voru í lest allan tím- ann. Langamma kom börnum sínum til mennta þótt hún þyrfti að fara lengri leiðina. Þessa sögu heyrði ég margoft í æsku minni ásamt öðrum sögum sem urðu til þess að ég ákvað að skrifa þessa bók. Síðan kom upp í hendur mínar lítil skissubók Kristínar Þorvalds- dóttur, sem var ein af þeim konum sem fóru utan til náms til að læra myndlist í kringum aldamótin. Um leið fæddist í huga mér listakonan Karítas. Ég held að það hafi alltaf blundað í huga mér að skrifa um listakonu. Faðir minn málaði í frí- stundum og ég hékk alltaf í honum. Til að fá vinnufrið leyfði hann mér að skoða listaverkabækur sínar og fimm ára gömul þekkti ég alla helstu impressjónistana. Um tíma ætlaði ég mér að læra myndlist.“ Skortur á sterkum kvenfyrir- myndum Karítas – án titils var átta ár í smíð- um og Kristín Marja var fjögur ár að skrifa hana. „Á þessum átta árum var ég að skrifa aðrar bækur en þessi saga fylgdi mér alltaf. Þeg- ar ég var að skrifa hana var ég margoft komin að því að gefast upp. Það var erfitt að fara aftur í tímann því það er ekkert of mikið til um konur og þeirra störf en ég var svo heppin að kynnast konum sem fræddu mig um ýmis smáatriði í daglegu lífi kvenna á þessum tíma.“ Kristín Marja segist hafa séð persónuleika aðalpersónunnar Kar- ítasar þegar hún var stödd á lista- safni í Cordoba á Spáni. „Þá sá ég hana allt í einu. Hún var þar á mynd, kona með sólhlíf og vindil í vinstri hendi og fisk í þeirri hægri. Á höfði bar hún körfu með víni, brauði og banönum.“ Konur hafa alltaf verið aðalper- sónur í verkum Kristínar Marju. „Ég veit ekkert hvernig karlmenn hugsa og þess vegna kýs ég að lýsa þeim utanfrá,“ segir hún. „Það er alltaf verið að skrifa um karlmenn og afrek þeirra en of lítið er skrifað um konur. Konur eru þrautseigar en samt oft svo bráðfyndnar. Ég kýs að skrifa um slíkar konur.“ Kristín Marja segir að skortur sé á sterkum kvenfyrirmyndum í sam- tímanum. „Það var tímabil á minni ævi þegar ég var hlaðin störfum, ég vann langan vinnudag, var að ljúka námi, var að skrifa bók, var að byggja og ala upp þrjár dætur. Ég fékk regluleg sjálfsvorkunnarköst. Þá hugsaði ég alltaf um söguna um langömmu og beit á jaxlinn og skammaðist mín. Ég áttaði mig á því hvað fyrirmyndir eru mikilvægar; sterkar konur með mikinn sjálfsaga. Okkur skortir slíkar fyrirmyndir. Það er hins vegar til nóg af útlits- fyrirmyndum en við þurfum bara ekkert á þeim að halda.“ kolla@frettabladid.is [ BÓK VIKUNNAR ] Á þessum degi árið 1850 fæddist í Skotlandi Robert Louis Stevenson, höfundur Gulleyjunnar og Jekylls læknis og herra Hydes. Stevenson ákvað að gerast rithöfundur í óþökk foreldra sinna og fyrir vikið var ekkert samband þeirra á milli árum saman. Eiginkona Stevensons var bandarísk en hjónin bjuggu í Skotlandi. Stevenson þjáðist af berklum og fjölskyldan fluttist til Suðurhafseyja í þeirri von að að loftslagið myndi lækna hann. Þar lést Stevenson árið 1894, einungis 44 ára gamall. Hjartasár eru alltaf lengur að gróa en önnur sár. Fay Weldon KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR „Það er alltaf verið að skrifa um karlmenn og afrek þeirra en of lítið er skrifað um konur. Konur eru þrautseigar en samt oft svo bráðfyndnar. Ég kýs að skrifa um slíkar konur.“ Kýs að skrifa um konur KARÍTAS ÁN TITILS ER NÝ SKÁLDSAGA KRISTÍNAR MARJU BALDURSDÓTTUR Marklund verður sendiherra Sænski rithöfundurinn Liza Marklund var nýlega gerð að velgjörðarsendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það var leikarinn Roger Moore sem sæmdi hana titlunum í Stokkhólmi en Moore hefur unnið ötullega fyrir barnahjálp- ina síðustu árin. Marklund segist ætla að ein- beita sér að því að beina augum manna að jafnrétti barna til náms og nauðsyn þess að vernda þau gegn ofbeldi. Marklund hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljón- um eintaka á 26 tungumálum. BÓKASKÁPURINN Á toppnum Þrjár bækur sem seljast vel hér á landi eru á metsölulista í Bretlandi. Da Vinci lykillinn trónir efst á kiljulistanum en milljón eintök hafa selst af bókinni í Bretlandi. Englar og djöflar eftir sama höfund er í sjötta sæti listans en um 400.000 eintök eru seld af þessari æsispennandi bók. Í sjöunda sæti er svo hin yndislega Furðulegt háttalag hunds um nótt með milljón eintaka sölu í kilju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.