Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 12
12 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Áfengisumbúðir: Heineken varar við ofdrykkju NEYTENDAMÁL Viðvörunarmiðar, sem vara við áhrifum of mikillar drykkju áfengis, verða innan árs komnir á allar umbúðir Heineken, að því fram kemur á fréttavef BBC. Að sögn Eggerts Ísdal munu þessar viðvaranir einnig birtast íslenskum neytendum: „Þeir ætla að reyna að mæla með hóflegri drykkju og vísa á vefsíðu sína um hóflega drykkju,“ segir Eggert. Hér á landi verða um- búðirnar orðnar merktar um mitt næsta ár en ekki er búið að ákveða hvernig miðarnir munu líta út. Ekki er mikið um viðvörunar- miða á áfengi hér á landi. Helst er að finna viðvaranir á flöskum frá Bandaríkjunum þar sem segir að áfengi og akstur fari ekki saman og einnig tilmæli til ófrískra kvenna. Fréttavefur BBC segir þessa stefnu Heineken koma til þar sem matar- og drykkjarframleiðendur vilja forðast hinar háu skaðabóta- kröfur sem tókbaksframleiðendur hafa þurft að greiða. „Þó að neyt- endur séu ábyrgir fyrir drykkju- hegðun sinni, leggjum við áherslu á að minna þá á og upplýsa neytendur um ábyrga drykkju og hættu á of- notkun áfengis,“ sagði stjórnarfor- maður Heineken, Thony Ruys, í samtali við BBC. ■ ÍBÚÐALÁN Hin nýju 100 prósenta íbúðalán bankanna eru verðtr- yggð á Íslandi en ekki í nágranna- löndunum. Þar þekkist ekki verð- trygging í sama mæli og á Íslandi að sögn Tryggva Þórs Herberts- sonar, forstöðumanns Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands. „Verðtryggingin er reyndar ekki slæm,“ segir Tryggvi Þór. „Þegar það ríkir stöðugleiki í þjóðfélaginu hefur það sýnt sig að verðtryggð lán bera lægri vexti en óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því er að það er alltaf eitt- hvert óvissuálag. Bankinn þarf að hafa vaðið fyrir neðan sig ef það kemur snöggt verðbólguskot til þess að raunvextirnir fari ekki niður úr öllu valdi. Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að þegar það ríkir stöðugleiki í efna- hagslífinu eins og núna þá græði lántakendur á því að vera með verð- tryggingu.“ Tryggvi Þór segir að ef v e r ð b ó l g a n fari af stað og rjúki til dæmis upp í fimmtán prósent og svo niður og aftur upp þá gæti borgað sig að vera með óverðtryggt lán því þá geta bankarnir ekki séð verbólgu- skellina fyrir. „Þetta var ástand sem var oft hérna áður fyrr. Hagstjórnin á Ís- landi er hins vegar orðin svo full- komin að þetta á ekki að koma fyrir þó það geti alltaf gerst eitt- hvert slys.“ Tryggvi Þór segir hins vegar að fólk verði að fara varlega áður en það taki 100 prósenta íbúðalán. „Ef fasteignaverð fer að lækka út af einhverjum ástæðum og hagvaxtarhorfur versna getur fólk setið eftir með lán sem er mun hærra en virði íbúðarinnar. Segjum sem svo að fasteignaverð lækki um 20 prósent, til dæmis í nýju hverfunum, þar sem fast- eignaverðið er á miklu meiri ferð en þar sem er fullbyggt, þá festist fólk bara inni með 120 prósenta lán. Þannig að þessi lán eru var- hugaverð að því leytinu til að fólk þarf nákvæmlega að vita hvað það er að gera. Það getur ekki gert ráð fyrir að fasteignaverð haldi áfram að hækka í framtíð- inni eins og það hefur verið að gera.“ trausti@frettabladid.is Hæstiréttur: Skilorð fyrir hnefahögg DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugs- aldri. Maðurinn var dæmdur fyrir að slá annan mann hnefahöggi í andlitið. Sá sem var sleginn skarst á augabrún, bólgnaði á vörum og þrjár postulínskrónur í gómi brotn- uðu. Framburður þolandans og þriggja vitna varð til þess að of- beldismaðurinn komst ekki undan refsingu. Áður hafði maðurinn verið dæmdur til sjö mánaða refs- ingar og bættist ofbeldisdómurinn við hinn fyrri. - hrs Verðtryggingin er ekki slæm Ólíkt því sem þekkist í nágrannalöndunum eru íbúðalán á Íslandi verð- tryggð. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir að við núverandi aðstæður græði lántakendur á því. Í KJÖTBORÐINU Innflutningur nautakjöts hefur nálægt því fjórfaldast milli ára, að því er fram kemur hjá Landssambandi kúabænda. Nautakjöt: Aukinn inn- flutningur LANDBÚNAÐUR Nautakjöt er flutt inn til landsins í mun meiri mæli en í fyrra, segir Landssamband kúabænda eftir að hafa kannað gögn frá Hagstofu Íslands. Frá því í janúar og út septem- ber hafa verið flutt til landsins 45 tonn af nautakjöti, en á sama tíma í fyrra voru flutt inn 12 tonn. „Langmest hefur verið flutt inn af frystum lundum, eða 22 tonn og er áætlað söluverðmæti um 60 til 70 milljónir króna,“ segir á vef Landssambandsins. Þar kemur jafnframt fram að ellefu fyrir- tæki hafi fengið heimild til að flytja samtals inn 95 tonn af nautakjöti án tolla á tólf mánaða tímabili sem hófst í júlí í sumar. - óká Fílabeinsströndin: Norðmenn og Danir flýja NOREGUR, AP Norsk og dönsk stjórnvöld hafa boðist til að hjálpa ríkisborgurum landanna sem eru á Fílabeinsströndinni að fara frá landinu. Ástandið á Fílabeinsströndinni er mjög ótryggt um þessar mund- ir vegna átaka milli uppreisnar- manna og stjórnarhersins. Franski herinn blandaðist síðan í átökin í síðustu viku. Alla hafa 36 af 56 Norðmönnum sem eru í landinu tekið tilboði norskra stjórnvalda og fjórir af tíu Dön- um. Fólkið verður flutt frá land- inu ásamt breskum þegnum um helgina. ■ Líkamsárás í Öxnadal: Málið sent saksóknara LÖGREGLA Lögreglurannsókn á lík- amsárás í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst er lokið og verður málið sent ríkissaksóknara eftir helgi. Sá grunaði er talinn hafa barið annan mann með hafna- boltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn er á þrítugs- aldri og sat í nokkurra daga gæsluvarðhaldi eftir að mis- vísandi upplýsingar vitna að at- burðunum leiddu til rannsóknar lögreglunnar á Akureyri. Sá sem varð fyrir árásinni slasaðist al- varlega og var fluttur á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri með höfuðkúpu-, nef- og kinnbeinsbrot og blæðing- ar inn á heila. Sá grunaði og sá slasaði voru í bíl í Öxnadal ásamt tveimur öðrum. Samferðarmenn þess slasaða sögðu í fyrstu að hann hefði fallið á veginn þegar hann fór út úr bílnum eftir rifrildi. Við nánari athugun kom í ljós að sjö vitni urðu að atburðin- um, sem ekki er talinn hafa verið óhapp. ■ Smábátasjómenn á Norðfirði: Óánægja með dragnótina FISKVEIÐAR Bæjarstjórn Fjarða- byggðar hefur samþykkt að fara þess á leit við sjávarútvegsráðu- neytið að veiðar dragnótabáta yfir 15 metra stærð verði bannaðar í Norðfjarðarflóa, Norðfirði, Hell- isfirði, Viðfirði, Sandvík, Vöðla- vík, Reyðarfirði og Eskifirði. Á Norðfirði er mikil óánægja meðal smábátasjómanna vegna veiða dragnótabáta alveg upp í landsteina og þá sérstaklega vegna komu stærri báta annars staðar að. Eigendur smærri báta telja stórlega að sér vegið og köll- uðu því eftir aðgerðum bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar. Í greinargerð með ályktun bæjarstjórnarinnar kemur fram að til þessa hafi verið tiltölulega góð sátt um dragnótaveiðar á Austfjörðum sem stundaðar hafi verið af frekar litlum bátum. „Nú í haust hefur ástandið breyst og stórir bátar hafa verið að veiðum hér í fjörðum og af því hefur skapast mikil óánægja,“ segir þar. Einn afkastamesti báturinn sem veiðarnar stundar um þessar mundir er Bjarmi SU, 222 tonn, skráður á Eskifirði en útgerðin á Breiðdalsvík. Eigandi er Tálkni hf. á Tálknafirði. Yfirleitt fer allur afli dragnótaveiðanna til útflutnings. - eg/óká GLÍMT VIÐ TARF Útlitið var ekki gott fyrir Lee Laskosky á tímabili þegar hann glímdi við tarf í úrslita- keppni kúrekasýningar í Edmonton í Kanada. Hann hafði tarfinn þó undir áður en yfir lauk. EGGERT ÍSDAL Á flöskum og dósum Heineken munu birt- ast viðvaranir gegn of mikilli drykkju. BJARMI Í HÖFN Í NESKAUPSTAÐ Á NORÐFIRÐI Smábátasjómenn á Norðfirði kölluðu eftir aðgerðum bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna dragnótaveiða stórra utanaðkomandi báta inn um alla firði bæjarfélagsins. NÝTT HVERFI VIÐ ELLIÐAVATN Fasteignaverð í nýjum hverfum breytist örar en í fullbyggðum hverfum. TRYGGVI ÞÓR Fólk verður að fara var- lega ef það ætlar að taka 100 prósenta lán. Ríkislögreglustjóri: Krefst refsingar DÓMSMÁL Aðalmeðferð var í máli gegn Jóni Ragnarssyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Lykilhótela, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón var ákærður af ríkislögreglu- stjóra fyrir umboðssvik um 37 milljón króna lán í nafni Lykil- hótela. Var þess krafist í gær að Jón yrði dæmdur til refsingar. Erfitt er að segja hversu mikið Jón hagnaðist með brotunum, sem voru framin þegar rekstur fyrir- tækisins stóð völtum fótum. Hluti af milljónunum 37 hefur verið endurgreiddur. - hrs Umferðarslys: Þrír létust TYRKLAND, AP Þrír létust og 20 slös- uðust þegar rúta með 36 ólöglega innflytjendur innanborðs fór út af brú og steyptist niður í á í norð- vesturhluta Tyrklands. Sjö farþeg- ar sem sluppu ómeiddir úr slysinu flýðu af vettvangi áður en lögregla kom en þeir slösuðu og sex til við- bótar sem ekki slösuðust voru handteknir þegar lögregla kom á vettvang. Mikið er um að fólk reyni að komast í gegnum Tyrkland til Vest- ur-Evrópu frá Asíu og gerist það nær daglega að ólöglegir innflytj- endur séu stöðvaðir í Tyrklandi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.