Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2004 49 www.toyota.is * Tilboð miðast við einka- eða rekstrarleigu fyrir milligöngu Glitnis. Tilboð RAV4 frá 46.300 kr. á mán.* RAV4 2.0 5 gíra 5 dyra 46.300 kr. á mán. m/aukahlutapakka.RAV4 fylgja aukahlutirað andvirði 130.000 kr. Tilboð Ókeypis 33” breytingÖllum Land Cruiser 90 jeppum með bensínvél og fjögurra þrepa skiptingu fylgir ókeypis 33" breyting að verðmæti343.000 kr. Tilboð Corolla f rá 29.900 kr. á má n.* Corolla h/ b 1.4 5dy ra 29.900 kr. á mán. Corolla s/d 1.4 4dyra 30.550 kr . á mán. Corolla w/ g 1.4 5dyr a 31.400 k r. á mán. 120.000 kr. afslát tur af ka upverði Bestu kjör á betri not uðum bílum Erum með h eilmikið af To yota betri no tuðum bílum. Þetta eru allt frábæ rir bílar sem þú getur eignas t eða tekið á einkaleigu fy rir milligöngu G litnis Allt í gangi alla helgina Handboltafeðgin í fremstu röð Kvennalið Hauka í handbolta hefur byrjað leiktíðina með tilþrifum og er liðið taplaust. Þann ár- angur má að hluta þakka þjálfaranum og leikstjórnanda liðsins en þau eru náskyld. HANDBOLTI Gengi kvennaliðs Hauka í handbolta á þessari leiktíð hefur verið með miklum ágætum og hefur liðið unnið flesta leiki sína hingað til með sannfærandi hætti. Meðan erfitt er að draga ákveðna leikmenn liðsins út fyrir sérstak- lega góðan árangur er ljóst að leikstjórnandi liðsins, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, hefur átt stóran hlut að máli. Ragnhildur er dóttir þjálfara liðsins, Guðmund- ar Karlssonar. Hefur valdið hlutverkinu vel „Hún er í hlutverki leikstjórn- anda og hefur valdið því vel hing- að til enda má kannski segja að hún hafi betri tengingu við haus- inn á mér en gengur og gerist,“ segir Guðmundur Karlsson, þjálf- ari Hauka og faðir Ragnhildar. Hann notar lýsingarorðin spar- lega hvort sem er um dóttur sína eða gengi liðsins enda veit hann sem er að mótið er rétt nýhafið og langur vegur eftir enn. „Hún er að skila sínu hlutverki vel eins og allt liðið hingað til. Það hefur gengið vel það sem af er en reyndar kom mér mjög á óvart að Haukum væri spáð efsta sætinu fyrir mótið því það eru fjölmörg önnur góð lið sem hafa að upplagi sama mann- skap nú og þau höfðu áður. Við aftur á móti erum enn að mótast sem lið og eigum eftir að verða betri þegar fram líða stundir.“ Tvennt ólíkt faðir eða þjálfari „Það er alveg tvennt ólíkt að hafa hann sem þjálfara eða hafa hann sem pabba,“ segir Ragnhild- ur Rósa Guðmundsdóttir, leik- stjórnandi kvennaliðs Hauka. Ragnhildur hefur staðið sig fram- ar vonum og er með- al markahæstu leik- manna. Hún segir einu gilda hver þjálfi liðið en viður- kennir að hún viti yfirleitt upp á hár hvað karl faðir henn- ar fer fram á í hverj- um leik. „Það gerir þetta ekkert erfið- ara að hafa hann sem þjálfara en hann kemur fram við mig eins og aðra í liðinu og ég nýt engra forréttinda. Það kemur fyrir að við rífumst en það er eðlilegur hluti af leik sem þessum.“ Ragnhildur er ný- útskrifuð úr fram- haldsskóla og segist bera þá von í brjósti að fara út í atvinnu- mennsku sem fyrst. „Ég er staðráðin í að reyna fyrir mér er- lendis ef möguleiki gefst og að því leyti er frábært að spila með Haukum því lið- ið er mjög gott og á eftir að verða enn betra eftir því sem við lærum betur hver á aðra. Svo spil- ar liðið vonandi í Evrópukeppninni einhvern daginn og það verður gott tækifæri til að koma sér á framfæri.“ -aöe FEÐGIN Á FULLU Ragnheiður Rósa Guðmundsdóttir er í þeirri skrýtnu aðstöðu að hafa föður sinn, Guðmund Karlsson, sem þjálfara. Hún lætur vel af því að spila undir karli föður sínum og segir hann ólíkan sem þjálfara og pabba. Fréttablaðið/Palli Ólafur Stefánsson: Mætir á HM í Túnis HANDBOLTI Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari færði handknatt- leiksunnendum þau góðu tíðindi í gær að íþróttamaður ársins, Ólaf- ur Stefánsson, muni spila með ís- lenska landsliðinu á HM í Túnis sem fram fer í janúar. Ólafur lýsti því yfir á Ólympíuleikunum í sumar að hann væri hættur í bili að leika með landsliðinu og taldi ekki líklegt að hann myndi spila í Túnis. Ólafur verður ekki með í Svíþjóð í næstu viku en hefur lof- að Viggó að mæta til Afríku í jan- úar. „Það var komin ákveðin andleg þreyta í Ólaf og fleiri í landsliðinu og ég held að það hafi aftrað lið- inu í Aþenu,“ sagði Viggó og bætti við að það hefði ekki tekið langan tíma að fá Ólaf til þess að koma til Túnis. „Það tók eina mínútu. Hann ætlar að mæta ferskur til leiks.“ - hbg VELKOMINN AFTUR Ólafur Stefánsson hefur ákveðið að leika með handbolta- landsliðinu á HM í Túnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.