Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 1
Mútur til dómara: Réttað yfir Berlusconi ÍTALÍA, AFP Ítalskur saksóknari krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu og vildi að honum yrði bannað ævilangt að sækjast eftir opinberu embætti. Kröfuna setti Ilda Boccassini fram þegar réttað var í máli þar sem Berlusconi er sakaður um að múta dómurum. Berlusconi var ekki í réttarsal þegar fjallað var um meintar mútugreiðslur hans til að tryggja að hann en ekki keppinautur hans fengi að kaupa matvælafyrirtækið SME þegar það var einkavætt á níunda áratug síðustu aldar. Bocc- assini sagði Berlusconi hafa haft dómara á launaskrá til að verja hag sinn. ■ ● fyrir tvíæringinn í feneyjum Gabríela Friðriksdóttir: ▲ SÍÐA 66 Býr til skúlptúr úr Björk ● 25 ára útgáfuafmæli The Wall: ▲ SÍÐA 56 Veggurinn rís á ný ● valdi átta nýja leikmenn Viggó Sigurðsson: ▲ SÍÐA 48 Krefst árangurs í Svíþjóð MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR UPPLESTUR OG TÓNLIST Klukkan þrjú í dag lesa skáldin Bragi Ólafsson og Kristín Eiríksdóttir upp úr verkum sínum í Plötubúð Smekkleysu í Kjörgarði við Laugaveg 59 í Reykjavík. Að upplestri loknum spilar hljómsveitin Steintryggur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. nóvember 2004 – 311. tölublað – 4. árgangur STYRKIR TIL FLOKKA Olíufélagið hefur styrkt stjórnmálaflokkana um eina milljón á ári síðustu fimm ár. Skeljungur hefur styrkt flokkana um samtals 40,1 millj- ón á 12 ára tímabili. Forstjóri Olís svarar ekki skilaboðum. Sjá síðu 2 ÚTFÖR ARAFATS Öngþveiti myndaðist í Ramallah þegar Jasser Arafat var borinn til grafar. Mörg þúsund þröngvuðu sér inn í hallargarð höfuðstöðva Arafats til að vera við greftrun hans. Sjá síðu 4 EINSTÆÐUR DÓMUR Dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur í einkamáli konu gegn þremur karlmönnum er einstæður. Hann getur verið hvatning til fórnarlamba nauðg- ara um að leita réttar síns. Sjá síðu 6 VERÐTRYGGING EKKI SLÆM Ólíkt því sem þekkist í nágrannalöndunum eru íbúðalán verðtryggð. Forstöðumaður Hag- fræðistofnunar segir að við núverandi að- stæður græði lántakendur. Fólk getur lokast inni með 120 prósenta lán. Sjá síðu 12 Steinunn Valdís Ræðir um R-listann og borgarstjórastarfið SÍÐA 36 & 37 ▲ Strandarkirkja Ríkasta guðshús landsins SÍÐUR 38 & 39 ▲ Kvikmyndir 62 Tónlist 60 Leikhús 60 Myndlist 60 Íþróttir 44 Sjónvarp 64 Szymon Kuran: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Á Jagúar með galdranúmeri ● bílar STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að endi verði bundinn á nærri 7 vikna langt verkfall kennara þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deil- endur ekki samið fyrir 15. des- ember skipi Hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkis- stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gær- morgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitarstjórnarmenn og foreldra: „Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta set- ið aðgerðarlaus á meðan 45 þús- und skólabörn fá ekki þá lög- mætu kennslu sem þeim ber.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir niðurstöðuna skelfilega og sýna vanmat og vanvirðingu á skóla- starfi og þeim sem þar starfi: „Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern ann- an fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang.“ Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dag- skrá Alþingis. Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar, sagði í ræðu sinni að ríkis- stjórnin hefði valið „valdbeiting- arleið“. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: „Þetta er ekki stórmannlegt.“ Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ás- grímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta at- riði á þann veg að þessi dagsetn- ing væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dag- setning breytist í meðförum Alls- herjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frest- un kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. a.snaevarr@frettabladid.is Lög sett á verkfallið Ríkisstjórnin lagði í gær fram frumvarp sem bindur enda á verkfall kennara. Alþingi greiðir at- kvæði um frumvarpið í dag. Kennarar mótmæltu í gær við Alþingishúsið þegar umræður hófust. ÞAÐ HLÝNAR UM TÍMA Í DAG en fram undan eru kaldir dagar. Rigning í dag sunnan- og vestanlands og strekkings- vindur. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Vetrarólympíuleikar: Vilja ekki aðra leika NOREGUR, AP Norsk stjórnvöld neituðu í gær að styðja umsókn borgaryfirvalda í Tromsö um að fá að halda ólympíuleikana í vetraríþróttum árið 2014. Ráð- herrar sögðu of dýrt að halda ólympíuleikana og að of stutt væri frá því að vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Lillehammer 1994 til að verjandi væri að ráðast í slíkt stórvirki. Skipuleggjendur í Tromsö ætla samt að halda áfram að undirbúa umsókn um að halda ólympíu- leikana 2014 í trausti þess að ný stjórn komist til valda á næsta ári sem taki betur í hugmyndina um að halda vetrarólympíuleika aftur í Noregi. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluta- samstarfi Vestmannaeyjalistans og Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn Vestmannaeyja var slitið á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gærkvöld. Í bæjarstjórn eru þrír fulltrúar V-lista, þrír frá Sjálf- stæðisflokki og einn frá Framsókn- arflokki. Í bókun Lúðvíks Bergvinsson- ar, oddvita V-listans, kemur fram að samstarfinu hafi verið slitið í kjölfar trúnaðarbrests sem upp kom. Er þar vísað til viljayfir- lýsingar sem Andrés Sigmunds- son, fulltrúi Framsóknarflokks, undirritaði um kaup Vestmanna- eyjabæjar á Fiskiðjuhúsinu í Vest- mannaeyjum. „Þetta er pólitískt áfall sem kemur algjörlega í bakið á mér. Ég áskil mér allan rétt til að fjalla um málið síðar,“ sagði Andrés eftir fundinn. Viðræður um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vestmanna- eyjalista hófust þegar í gærkvöld. Arnar Sigmundsson, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði að ekki væri farið að ræða mögulega skiptingu embætta, en lagði hins vegar áherslu á hversu mikilvægt væri að þessi tvö stóru framboð sem væru með sex af sjö bæjarfulltrúum næðu saman um stjórn bæjarfélags- ins. Lúðvík Bergvinsson sagðist gera ráð fyrir að menn næðu fljótt saman um nýjan meirihluta. „Enda er mikil krafa um það eftir síðustu uppákomu að stóru öflin í bænum slíðri sverðin og taki höndum saman með hagsmuni bæjarbúa að leiðar- ljósi,“ sagði hann. - óká Bæjarstjórn Vestmannaeyja: Meirihlutinn sprunginn og viðræður hafnar um nýjan SV-horninu og Akureyri Me›allestur á tölublað* Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 (Vikulestur á Birtu) 72% 49% MorgunblaðiðBirta SKORIÐ Á BORÐA LÖGREGLU Ævareiðir kennarar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann við verkfalli var tekið á dagskrá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.