Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 56
Líkur eru á að Steve Wigley, þjálf-ari Southampton, geti loks stillt upp sómasamlegu liði þegar félagið leikur gegn Portsmouth í dag. James Beattie, Gra- eme Le Saux og Fabrice Fernandes eru allir leikfærir á ný. Ekki er vanþörf á þar sem starf þjálf- arans er að veði enda liðið leikið langt undir getu í allan vetur. Svínn Marcus Grönholm er efstureftir fyrstu sérleiðirnar í Ástral- íurallinu en rallið er hluti af heims- meistarakeppninni í rallakstri. Keppnin er jafnframt sú síðasta á þessu ári en Frakkinn Sebastian Loeb hefur fyrir margt löngu tryggt sér titilinn og liði Citröen titil bíla- framleiðenda. Hann er engu að síður rétt á eftir Grönholm og ætlar greini- lega ekkert að gefa eftir enda helsti keppinautur hans, Norðmaðurinn Petter Solberg, dottinn úr leik. Dallas Mavericks batt enda á 14leikja sigurgöngu Miami Heat í fyrrakvöld og er meginástæðan stór- leikur Þjóðverjans Dirk Nowitski sem lauk leik með 41 stig. Skyggði hann algjörlega á stjörnu Miami, Shaquille O´Neal, sem þó skoraði 22 stig. Lið Miami, sem hefur unnið leiki sína að undanförnu með talsverðum mun, komst aldrei yfir í leiknum. Fyrsti hluti frægustu hjólreiða-keppni heims, Tour de France, mun að öllum líkindum hefjast í London árið 2007 ef áætlanir ganga eftir. Hafa forsvars- menn keppninnar leitað leiða til að fá fleiri áhorfendur og er þetta eitt af þeim skrefum sem talin eru vænleg í því til- liti. Danir lögðu einnig fram boð en yfirgnæfandi líkur eru á að Hringur- inn um Frakkland hefjist í London. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM 44 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Við hrósum … … Viggó Sigurðssyni, þjálfara íslenska landsliðsins í handbolta, að ætla ekki að vera með neitt væl og afsakanir þrátt fyrir að nokkrir af lykilmönnum liðsins verði ekki með á World Cup í Svíþjóð. Viggó segist vera með gott lið í höndunum og krefst árangurs á mótinu. „Við vitum það allir að ef við skorum ekki mörk þá vinnum við ekki leiki.“ Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, er búinn að greina vandræði liðsins og hefur væntanlega sagt Alex Ferguson, stjóra liðsins, frá greiningu sinni. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Laugardagur NÓVEMBER FÓTBOLTI „Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loft- ið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú,“ segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna ís- lenska kvennalandsliðsins í fót- bolta. Í dag mætir liðið Norð- mönnum öðru sinni í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Noregi og eftir rasskellingu hér heima á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna þar sem Ísland tapaði 2-7 verður að telja möguleika Íslands á að komast áfram því sem næst enga. Ásta er hins vegar ekki alveg á þeim buxunum. „Við höfum legið yfir upptök- um af fyrri leiknum og teljum okkur vita hvaða mistök við gerð- um. Nú er hugur í stelpunum að láta þær norsku að minnsta kosti hafa fyrir hlutunum og hver veit nema við getum komið þeim á óvart og unnið leikinn. Ég held að þær muni vanmeta okkur eftir stórsigurinn á miðvikudaginn og það mun hjálpa.“ Ásta segir engar stórvægilegar breytingar fyrirhugaðar á leik- skipulagi liðsins. „Fyrst og fremst er ætlun okkar að standa í lapp- irnar og gera betur. Engin okkar var að gera neinar rósir síðast en það er annar og breyttur andi í lið- inu nú og ég verð hissa ef okkur tekst ekki að spila miklu betur fyrir vikið.“ Ásta var ein af fáum leikmönn- um Íslands sem gáfu þeim norsku lítið eftir í fyrri leiknum og tókst henni að mestu að halda einni skærustu stjörnu norska liðsins, Dagny Mellgren, í skefjum mest- allan leikinn. Hún á von á að mæta Mellgren aftur. „Ég á ekki von á öðru og mun reyna mitt besta. Við þurfum að vera á tánum að trufla miðjuspil Norðmanna en það er stór hluti þess hve vel gekk gegn okkur. Hvort það tekst verður að koma í ljós en draumurinn er að hafa sigur í þessum leik og jafn- vel þó að það dugi ekki til að kom- ast til Englands þá getum við að minnsta kosti vel við unað eftir skellinn heima.“ albert@frettabladid.is ALLT ANNAR ANDI Ásta Árnadóttir, sem sést hér hlusta á Helenu Ólafsdóttur, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, á æfingu fyrir leikinn gegn Norðmönnum á miðvikudaginn, segir allt annan anda vera í hópnum fyrir leikinn í dag. Fréttablaðið/Pjetur Allt annar og breyttur andi fyrir þennan leik Eftir afar slaka frammistöðu kvennalandsliðsins gegn Norðmönnum á miðvikudaginn er almenn samstaða um það innan hópsins að sýna norsku stelpunum í tvo heimana í seinni leik liðanna sem fram fer í dag. ■ ■ LEIKIR  14.00 ÍBV og Grótta/KR mætast í Vestmannaeyjum í 1. deild kvenna í handbolta.  15.00 Höttur og Breiðablik mætast á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfubolta.  16.15 FH og KA/Þór mætast í Kaplakrika í 1. deild kvenna í handbolta.  16.15 Valur og Haukar mætast í Valsheimilinu í 1. deild kvenna í handbolta.  16.15 Víkingur og Fram mætast í Víkinni í 1. deild kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.30 Íslandsmótið í Galaxy Fitness á Sýn.  13.50 Landsleikur í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Noregs og Íslands í umspili um sæti í lokakeppni EM kvennalandsliða í fótbolta.  14.00 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Fulham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  15.00 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Sävehof og Hauka í meistaradeildinni í handbolta.  15.40 Handboltakvöld á RÚV.  16.05 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Vals og Hauka í 1. deild kvenna í handbolta.  16.50 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  16.50 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Birmingham og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.50 Motorworld á Sýn.  18.20 Spænski boltinn á Sýn. Sýnt frá leik Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta árið 1997.  20.00 Íslandsmótið í Galaxy Fitness á Sýn.  01.30 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá bardaga Michael Grant og Andrew Golota. Staðreynd: Íslenskir knattspyrnumenn hafa löngum talið sjálfum sér og flest- um öðrum trú um að þeir séu aðeins áhugamenn í íþróttinni, spili aðeins vegna ástar á leiknum og þiggi mála- myndaupphæðir fyrir. Staðreynd: Albert Sævarsson, mark- vörður Grindvíkinga, kom rækilega upp um sjálfan sig og félaga sína í grein í Morgunblaðinu í september þar sem hann tjáði alþjóð að hann fengi 200 þúsund krónur á mánuði á ársgrundvelli, mun hærri laun en byrj- unarlaun kennara sem standa í verk- falli og í það minnsta tvöfalt hærri laun en hjá almennum verkamanni sem þó vinnur fjórfalt fleiri tíma – að minnsta kosti. Ef Albert Sævarsson, sem er einungis miðlungsmarkvörður á Íslandi og hefur aldrei leikið lands- leik, er með þessi laun, þá eru ansi margir leikmenn í Landsbankadeild- inni með mun hærri laun. Staðreynd: Íslenskir knattspyrnumenn eyða ekki níu hundruð tímum á ári í æfingar eins og einn góðkunningi fjöl- miðla úr knattspyrnuheiminum hefur haldið fram. Þá þyrftu þeir að æfa tæpa þrjá tíma á dag alla daga ársins, nokkuð sem er langur vegur frá miðað við vitneskju mína af æfingum liða í efstu deild. Réttara væri að lækka þessa tölu í það minnsta um helming. Staðreynd: Íslensk knattspyrnufélög laumupúkast með laun leikmanna. Þau ættu að koma þeim upp á borðið og þá myndu knattspyrnuáhugamenn loksins sjá hversu mikill hluti af pen- ingum þeim sem þeir láta í félagið fer í vasa misgóðra leikmanna. Þetta myndi líka auðvelda félögum samn- ingsgerð við leikmenn því hver og einn samningur yrði með óbeinum hætti lagður undir dóm stuðnings- manna liðsins. Staðreynd: Stjórnarmenn knattspyrnu- félaga eru ekki metnaðarlausir eins og einn góðkunningi fjölmiðla úr knatt- spyrnuheiminum hefur haldið fram. Þeir leggja mun meira á sig en leik- menn, mestur tími fer í að afla fjár til að borga laun leikmanna og moka undir ofdekraða leikmenn og þeir þiggja ekki krónu fyrir, svo mik- ið er víst. Flestir borga þeir með sér. Þessum mönnum ber að hrósa en ekki lasta og öll orð um metnaðar- leysi stjórnarmanna eru í besta falli vanþakklæti og í versta falli argasti dónaskap- ur. Staðreynd: Laun íslenskra leikmanna hafa að flestra mati staðið í stað eða hækkað á und- anförnum árum jafnvel þótt þveröfug þróun hafi verið á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Gæði ís- lenskrar knattspyrnu hafa minnkað á undanförnum árum jafnvel þótt æf- ingaaðstaða hafi batnað og menntun þjálfara hafi aukist. Leikmenn telja sig að vísu bara vera „áhugamenn“, líta á knattspyrnuna sem aukavinnu en sú aumingjasálfræði á stóran þátt í því að menn eru ekki betri en þeir í raun og veru eru. Stór hluti íslensks launafólks gæfi hægri höndina fyrir að vera með þau laun fyrir fulla vinnu sem margir knattspyrnumenn fá í „aukavinnunni“. Staðreynd: Mörg félög eiga erfitt með að ná endum saman á ári hverju vegna óhóflegs launakostnaðar. Önnur félög hafa einfaldlega siglt í strand og þurft að standa í stórræðum til að komast á réttan kjöl á nýjan leik. Tekjupóstar meistaraflokka félaganna á Íslandi eru af skornum skammti, auglýsingar, miðasala, tekjur af sjón- varpsrétti og síðan árangurstengdar greiðslur eins og til dæmis Evrópu- keppni eða greiðslur frá Lands- bankanum. Ef áhorfendum fækkar og árangurinn er slakur eru tveir af fjór- um tekjupóstum í uppnámi og það segir sig sjálft að það er lítið gull að hafa úr slíkum kistum. Samt koma leikmenn ár eftir ár og reyna að skara eld að eigin köku burt- séð frá frammistöðunni. Þeir telja sig vera áhugamenn en vilja fá borgað eins og atvinnumenn. Furðuleg frekja og það er kominn tími til að leikmenn ákveði sig hvort þeir ætli að halda áfram að vera áhugamenn og lækki laun sín í samræmi við það eða verði atvinnumenn á þeim launum sem þeir eru á dag. Kæru leikmenn! Þið verðið að velja því að sá tími rennur upp að þanþol félaga, á að gefa eingöngu en þiggja ekkert, brestur. Ef leikmenn ætla að halda áfram að þiggja há laun þurfa þeir líka heldur betur að breyta hugarfarinu hjá sér. Það hefur enginn neytt þá til að spila fótbolta. Einhvern tíma fyrir löngu spiluðu þeir af því að þeir höfðu gaman af því. Nú vilja þeir helst grafa eftir gulli, gulli sem ekki finnst í kistum félaganna, að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem leikmennirnir vilja. Atvinnu- eða áhugamenn – farið að velja ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR UTAN VALLAR ÍSLENSKIR KNATTSPYRNU- MENN, LAUN OG HUGAR- FAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.