Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 14
14 FÍLABEINSSTRÖNDIN, AFP Vestrænir íbúar Fílabeinsstrandarinnar flýja í hundraðatali óöldina sem þar geisar. Franskar flugvélar fluttu um átta hundruð manns á brott í gær til viðbótar við 1.600 manns sem höfðu þegar verið flutt á brott og Bretar hófu brott- flutning breskra ríkisborgara. Um sextíu manns hafa látist og nokkur hundruð manns særst í of- beldisverkum sem blossuðu upp eftir að Frakkar brugðust harka- lega við árás flughers Fílabeins- strandarinnar sem kostaði níu franska hermenn lífið. Talið er að fjórðungur heimila erlendra ríkis- borgara í höfuðborginni Abidjan hafi verið eyðilagður. Herskáir einstaklingar hlið- hollir stjórnvöldum hafa ráðist á Vesturlandabúa í hefndarskyni fyrir árás franska hersins sem eyðilagði flugher landsins. Margar konur hafa orðið illa fyrir barðinu á árásum reiðra heimamanna, tíu franskar konur sem fluttar hafa verið frá landinu síðustu daga hafa kært nauðgun og orðrómur er á kreiki um fleiri slíkar. „Síðustu fimm daga hef ég fundið stöðugt til. Þegar menn byrja að ráðast á konur og nauðga þeim er öllu lokið,“ sagði Catherine Rechenmann, frönsk kona sem búið hefur á Fílabeins- ströndinni. ■                                         !      "# $ %  $ %  & '  " ( (   %   %)  #  *+   #   ) #, !" %  -%)     #                                       GRIKKLAND, AP Kostnaður við Ólymp- íuleikana í Aþenu fer minnst 200 milljarða króna fram úr kostnaðar- áætlun og verður að lágmarki um 800 milljarðar króna, þriðjungi meira en stefnt var að. Í þessum tölum er þó ekki talinn með kostnaður vegna umfangsmik- illa samgönguframkvæmda þar sem voru meðal annars byggð ný lestakerfi. Hluti ástæðunnar fyrir þessari miklu framúrkeyrslu er að öryggis- kostnaður jókst gríðarlega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber 2001. Sá kostnaður nam um 90 milljörðum króna. ■ Verðmiði Ólympíuleikanna: Þriðjungi yfir áætlun ÍÞRÓTTAAÐSTAÐA BYGGÐ UPP Ráðast þurfti í miklar og dýrar fram- kvæmdir vegna ólympíuleikanna. Innbrot á Akureyri: Spenntu upp spilakassa LÖGREGLA Nokkuð hefur verið um innbrot á Akureyri að undan- förnu. Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn í tvö fyrirtæki í bænum, Bónusvideo við Geisla- götu og tölvufyrirtækið Skrín við Furuvelli. Í Bónusvideo voru tveir spila- kassar spenntir upp og úr þeim stolið fimmtíu þúsund krónum. Þá var reynt að spenna upp peninga- kassann án árangurs en kassinn var skemmdur. Litlu var stolið í tölvufyrirtækinu. Aðfaranótt föstudagsins fyrir viku var brot- ist inn í Bifreiðastillingu Jóseps við Draupnisgötu. Þaðan var stolið fartölvu og bilanagreining- artæki fyrir mótora sem er mjög verðmætt og ekki á allra færi að nota. Einnig var brotist inn í Gisti- heimilið Stórholti síðustu nótt októbermánaðar. Litlu var stolið en farið var um allt hús og illa gengið um. Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrotanna en málin eru í rannsókn lögreglunn- ar á Akureyri. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um inn- brotin eru beðnir um að láta lög- regluna vita. - hrs Tugir látnir eftir óöld á Fílabeinsströndinni: Þúsundir flýja árásir og nauðganir HERVÖRÐUR Á FLUGVELLINUM Franskur hermaður sá til þess að ekki kæmust aðrir inn í flugstöðina í Abidjan en þeir sem áttu að fljúga úr landi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.