Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 6
6 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Utanríkisráðherra Ísraels tjáir sig um kosningarnar í Palestínu: Eftirlitsmönnum verður hleypt til Palestínu ÍSRAEL, AP Stjórnvöld í Ísrael ætla að heimila alþjóðlegum eftirlits- mönnum að fara inn í Palestínu til að fylgjast með forsetakosningun- um 9. janúar. Evrópusambandið tilkynnti á mánudaginn að það hygðist senda eftirlitsnefnd, sem Michel Roc- ard, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakka, mun leiða, til Pal- estínu til að fylgjast með kosning- unum. Silvan Shalom, utanríkis- ráðherra Ísraels, sem fundaði með Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, í gær, sagði að ísraelsk stjórnvöld myndu ekki standa í vegi fyrir því að sú nefnd eða aðrar kæmu til Palestínu. Palestínumenn hafa farið fram á að Ísraelsher dragi hersveitir sínar til baka frá palestínskum borgum þegar kosið verður og að ísraelsk stjórnvöld heimili Palest- ínumönnum í austurhluta Jerúsa- lem að kjósa. Shalom sagði að íbúar í austurhluta Jerúsalem fengju að kjósa utankjörstaðar. Hann sagðist hins vegar ekki telja að ísraelskar hersveitir sem væru við palestínskar borgir myndu hafa neikvæð áhrif á kosingarnar og því yrðu þær ekki fluttar burt. Straw lýsti yfir ánægju með já- kvæð viðbrögð ísraelskra stjórn- valda vegna kosninganna. ■ Tengsl milli örorku og atvinnuleysis Bein tengsl eru milli langvarandi atvinnuleysis og örorku, að því er greiningar hafa bent til. Forstjóri Tryggingastofnunar segir fjölgun öryrkja hér á landi sprengingu sem beri að hafa áhyggjur af. HEILBRIGÐISMÁL Bein tengsl eru á milli langtíma atvinnuleysis og örorku, samkvæmt því sem grein- ingar hafa bent til, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Öyrkjum mun halda áfram að fjölga á þessu ári, eins og kom fram í umfjöllun blaðsins í gær. Hlutfallsleg fjölgun þeirra milli áranna 2002 og 2003 nam nítján prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Þá vekur athygli að konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. „Þetta er sprenging sem ber að hafa áhyggjur af. Við vitum ekki nákvæmlega af hverju þessi aukna ásókn stafar,“ sagði Karl Steinar. Þetta er miklu flóknara en menn ætla.“ Í greinargerð Tryggingastofn- unar, sem send hefur verið Hag- fræðistofnun til frekari vinnslu, kemur fram að þótt fjöldi öryrkja hafi aukist mikið á Íslandi á und- anförnum árum sé hlutfall þeirra enn lægra en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en nokkru hærra en í Danmörku. Ef ekkert verði að gert megi búast við að örorka hér á landi verði staðan innan skamms sambærileg þeim Norð- urlandanna þar sem ástandið er hvað verst. Þar er um að ræða Svía og Norðmenn, enda hafa þær þjóðir þegar gripið til afgerandi aðgerða til að stemma stigu við aukinni örorku. Spurður hvort flutningur ör- orkumats frá læknum Trygginga- stofnunar til lækna úti í bæ hafi verið talin valda einhverju um þessa miklu fjölgun öryrkja, kvað Karl Steinar svo alls ekki vera. „Það virðist liggja fyrir afger- andi niðurstaða um að það sé engin tenging þar á milli,“ sagði hann. „Það er frekar að reglurnar hafi verið hertar með þeirri breytingu, því nú þurfa allir sem sækja um örorku að gangast undir sérstaka læknisskoðun. Áður byggðist matið á framlögð- um vottorðum. Nú er þetta miklu skilvirkara og kveður á um ástand hvers og eins á þeim tíma sem hann leitar eftir örorkumati hjá lækni, auk þess sem viðkomandi þarf að leggja fram vottorð.“ jss@frettabladid.is Bretland: Vilja kæra Blair LONDON, AP Breskir þingmenn hafa enn á ný sakað Tony Blair forsæt- isráðherra um að blekkja Breta til að fara í stríð í Írak. Nokkrir þing- menn vilja að hann verði kærður fyrir embættisbrot. Þegar hafa 23 þingmenn skrifað undir tillögu þess efnis að þing- nefnd verði komið á fót til að rann- saka framgöngu Blairs í málinu áður en stríðið hófst. Nokkrir þjóð- þekktir Bretar eins og Terry Jones, Colin Redgrave og Frederick Forsyth styðja átakið. Til að tillagan verði samþykkt þarf stuðning rúm- lega 300 þingmanna að auki, ef sam- þykkt verður að ræða hana. ■ Serbar neita samvinnu: Stríðsglæpa- menn lausir BANDARÍKIN, AP Carla Del Ponte, aðalsaksóknari Alþjóðadómstóls- ins í Haag, gagnrýndi serbnesk stjórnvöld harðlega á fundi með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að í það minnsta tólf menn sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi búi nú frjálsir í Serbíu-Svartfjallalandi vegna þess að þarlend stjórnvöld neiti að handtaka þá. Ponte segir að það sé hneyksli að Radovan Karadzic og Ratko Mladic, mennirnir sem taldir eru bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Srebrenica í júlí árið 1994 þegar átta þúsund múslimar voru drepnir, skuli ganga lausir. ■ ■ ASÍA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað þurftu margir að yfirgefa heimilisín vegna brunans í Hringrás í Reykjavík? 2Hver hefur stefnt Hannesi HólmsteiniGissurarsyni fyrir höfundarréttar- brot? 3Hvað voru greiddar miklar bætur tilöryrkja hér á landi í fyrra? Svörin eru á bls. 38 Grátbrosleg og fjörug saga „Þegar ég áttaði mig á því að ég var lent í alltof flóknu sam- bandi við alltof gamlan mann ákvað ég að gera það sem allar skynsamar konur myndu gera: flýja land.“ Birna Anna Björnsdóttir Birna Anna les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! Fyrsta heimsóknin í 53 ár: Chirac til Líbíu FRAKKLAND, AP Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, fer í opinbera heimsókn til Líbíu í næstu viku. Hann verður fyrsti franski stjórnmálaleiðtoginn til að heimsækja landið í 53 ár. Chirac mun funda með Moammar Gaddafí Líbíuleið- toga, sem hefur verið tekinn í sátt af Vesturlöndum eftir að hafa hætt tilraunum til að koma upp gjöreyðingarvopnum og samþykkt eftirlit Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar. Með heimsókn sinni fetar Chirac í fótspor Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, sem heimsóttu land- ið fyrir skömmu. ■ STRAW OG SHALOM Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, fundaði með Silvan Shalom, utanríkisráð- herra Ísraels, í Jerúsalem í gær. JACQUES CHIRAC Forsætisráðherra Frakklands fundar með Moammar Gaddafí í næstu viku. NÝTT BÓLUEFNI Bóluefni gegn hinni banvænu fuglaflensu verður tilbúið eftir tvö ár. Nokkrir tugir hafa látist í Ví- etnam og Taílandi vegna flens- unnar, sem gerði fyrst vart við sig í fyrra. Milljónir hænsna hafa verið drepnar í Asíu vegna veikinnar. HEILBRIGÐISMÁL Fjölgun öryrkja á þessu ári og því næsta eykur rík- isútgjöld um 2,5 milljarða króna, að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra. Hann hefur sett af stað vinnu til að greina ástæður þessarar þróunar og væntir þess að niður- stöður liggi fyrir í janúar. „Sú fjölgun sem verður á þessu ári og er áætluð svipuð á næsta ári gerir það að verkum að 2,5 milljarðar fara inn í fjáraukalög og fjárlög fyrir þessi tvö ár,“ sagði ráðherra. Hann sagði enn fremur að kortleggja þyrfti með viðhlítandi hætti hvaða ástæður lægju til grundvallar, hvort menn væru að fljóta á milli kerfa eða hvort það væri eitthvað í íslenskri þjóðfélagsuppbyggingu og at- vinnulífi sem ýtti fólki út í þetta. „Spurningin er hvort þetta álag, óvissa og harka, sem er til dæmis í atvinnulífinu, fer svona með fólk. Mér leikur forvitni á að fá svör við því. Áður háttaði þannig til í atvinnulífinu að fjöldi manns tók þátt í því þótt með skerta starfsgetu væri. Nú tel ég að það sé meiri harka í atvinnu- lífinu.“ - jss BEIN TENGSL Mikil fjölgun öryrkja hér á landi er áhyggjuefni. Bein tengsl eru talin vera milli örorku og langvarandi atvinnuleysis. JÓN KRISTJÁNSSON Spyr hvort álag, óvissa og harka í atvinnu- lífinu ýti undir fjölgun öryrkja. Heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja: Kostar 2,5 milljarða á tveimur árum SÆUNN STEFÁNSDÓTTIR Greindi frá framlögum til SÁÁ. Framlög til SÁÁ: Úr 219 í 500 milljónir HEILBRIGÐISMÁL Heildarframlög heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins til SÁÁ hafa á átta árum hækkað úr 219 milljónum í um 500 milljónir króna á ári. Um er að ræða tímabilið frá 1997 til 2005. Þessar upplýsingar komu fram í umræðum á Alþingi í gær þegar Sæunn Stefánsdóttir, varaþing- maður og aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók þátt í umræðum um málið. Þjónustusamningur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins var gerður fyrir nokkrum misserum og er gildis- tími hans frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2005. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.