Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 41
F2 12 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Ég fæ innblástur alls staðar E lma Lísa Gunnarsdóttir leikkona vekur athygli hvert sem hún fer fyrir ævintýralegan og flottan klæðaburð. Hún er þó alls ekki að eyða of mikl- um peningum í föt og finnst skemmtilegast að ná sér í notuð föt á mörk- uðum erlendis þar sem hún getur gramsað. „Ég er búin að vera með æði fyrir notuðum fötum síðan ég var 15 ára. Ætli þetta sé ekki tilkomið vegna þess að mér finnst svo leiðinlegt að eiga fatnað eins og allir aðrir og svo finnst mér þessi gömlu föt hafa mikinn sjarma. Mér finnst langbest að vers- la notaðan fatnað erlendis því þar er betra úrval og svo er verðið mun betra en hér heima. Ég var í Kaupmannahöfn á dögunum og þar var ég svolítið dugleg að vers- la. Ég hef líka gert góð kaup í Berlín og svo missti ég mig alveg í Ameríku fyrir mörgum árum þegar ég fór með vinkonu minni til San Francisco og LA. Ég er nú samt alger alæta á föt, kaupi bara það sem mér finnst fallegt. Hvort það sem það er hjá Hjálpræðishernum, í Kolaportinu, Sautján eða H&M. Mér finnst mjög gaman að blanda þessu öllu saman,” segir Elma Lísa. Hún vill alls ekki viðurkenna að hún eyði miklum peningum í föt á mánuði. „Mér finnst ég vera frekar praktísk þegar kemur að fatainnkaupum. Ég er svona týpa sem vil kaupa mér mikið af fötum. Þeg- ar ég fer til útlanda kaupi ég frekar margar ódýrar flíkur heldur en eina dýra. En ef þú myndir spyrja vinkonur mínar eða manninn minn þá myndu þau örugglega segja að ég eyddi rosalega miklu,“ segir hún brosir út í annað. Tískuáhuga sinn sækir hún þó alls ekki í tískublöð. „Ég fæ innblástur alls staðar. Mest þó af götu- tískunni og úr bíómyndum. Annars klæði ég mig bara í það sem mér finnst flott. Ég hef alla tíð þorað að klæða mig í það sem mér finnst fallegt.“ Unaðslegt gyllt veggfóður Heimili Elmu Lísu og eiginmanns hennar er álíka ævintýralegt og fataskápurinn hennar. „Ég er alveg jafn geðveik þegar kemur að heimilinu. Þar er heldur enginn einn stíll og mörgum þykir heimili mitt örugglega mjög púkó. En ég er mjög ánægð með það því það er lifandi og litríkt. Þegar við komum í fyrsta sinn inn í íbúðina til að skoða hana féll ég alveg í stafi því á veggjunum er þetta upprunalega gyllta veggfóður, ljósir þykkir vegglistar og rósettur sem mér finnst svo fallegt.“ Talið berst að myndlist. „Myndir listakonunnar Dóru Emilsdóttur eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Við eigum þrjár myndir eftir hana. Þetta eru litríkar og stórar myndir sem njóta sín óskaplega vel á gyllta veggfóðrinu. Ef ég er leið horfi ég á myndirnar því þær eru svo glaðar. Svo á ég líka mynd eftir frænda minn, Árna Sverrisson. Hún er alveg frábær og er í svipuðum stíl og myndirnar hennar Dóru.“ Semur vel við eiginmanninn Um þessar mundir er Elma Lísa að leika í verkinu Faðir vor eftir Hlín Agnarsdótt- ur en hún framleiðir sýninguna ásamt Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Þrúði Vil- hjálmsdóttur. Hjálmar Hjálmarsson leikur einnig í sýningunni sem er leikstýrt af Agnari Jóni Egilssyni. Faðir vor fjallar um þrjár systur og föður þeirra og hefur fengið frábæra dóma. Þetta er sýning sem snertir fólk djúpt. Elma Lísa leikur yngstu systurina sem er ofdekruð, drykkfelld og frekar týnd í tilveru sinni. „Agnar Jón Egilsson valdi í hlutverk eins seint og hann gat og því bjóst ég við hvaða hlutverki sem er. Eftir á að hyggja held ég samt að það hefði ekki verið hægt að hafa þetta öðruvísi.“ Þó svo að sýningar á Faðir vor gangi fyrir fullu húsi er Elma Lísa strax farin að huga að næsta verkefni. Hún er að fara að leika í stuttmyndinni Töframaðurinn eft- ir Jón Atla Jónasson sem eiginmaður hennar Reynir Lyngdal leikstýrir. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau vinna saman. „Ég lék í stuttmyndinni Kissing sem Reynir gerði fyrir Evrópsku kvikmynda- verðlaunin og svo höfum við unnið saman að hinum og þessum verkefnum. Okk- ur finnst voðalega gott að vinna saman og það kemur alls ekki niður á hjónaband- inu. Við eigum óneitanlega mjög lík áhugamál og getum talað um leikhús og bíó- myndir út í eitt. Ég hlakka mjög mikið til að leika í þessari mynd hans,“ segir hún. Eftir að tökum lýkur á stuttmyndinni er ferð hennar heitið í Hafnarfjarðarleikhús- ið. „Ég er að fara að leika í nýju íslensku verki eftir Þórdísi Bachmann sem heitir Brotið. Mér finnst það mjög spennandi. Við erum fjögur sem leikum í því og kynja- hlutfallið er algerlega jafnt. Þetta er ástarsaga þar sem þunglyndi kemur við sögu, sem sagt mjög dramatískt verk,” segir hún og heldur áfram: „Þegar ég útskrifaðist hélt ég að ég myndi bara leika dramatísk hlutverk. Raunin varð þó önnur og þetta eiginlega fyrstu dramahlutverkin sem ég er að leika á ferlinum. Mér finnst það mjög gaman og tel mig vera mjög heppna að hafa fengið að leika svona ólík hlut- verk. Það hefði ekki átt sér stað ef ég hefði verið fastráðin við stóru leikhúsin. Í dag er ég hinsvegar ofsalega ánægð að vera á þeim stað sem ég er því ég hef verið að gera svo fjölbreytta hluti. Ég hef haft mjög gott af þessu sjálf,” segir Elma Lísa. Hún neitar því þó ekki að eflaust myndi hún stökkva ef hún fengi gott boð frá stóru leikhúsunum. Þolir ekki jólageðveiki Þegar viðtalið er tekið er búið að skreyta miðbæinn og jólalögin óma í útvarpinu þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður til jóla. Hún segist þó alls ekki vera mikið jólabarn. „Eg missi mig alls ekki í neinum skreytingum. Mér finnst alveg nóg að hafa bara kerti og eina og eina jólaseríu,“ segir hún og viðurkennir að hún baki ekki einu sinni fyrir jólin. „Ég á ekki einu sinni hrærivél,“ segir hún hálf skömmustulega og bætir við: „Kertaljós, að labba um miðbæinn og kíkja í búðir og hlusta á jólalög kemur mér í jólastemningu. Ég þoli samt ekki þessa neysluhyggju og græðgi sem verður oft hjá fólki fyrir jólin. Jólin eru svo stuttur tími og mér finnst fólk eigi bara að njóta þess að hafa það gott saman í stað þess að missa sig í eyðslu. Mér finnst ömurlegt þeg- ar jólin snúast upp í neysluhyggju og græðgi. Ég fór t.d. í Smáralind um síðustu helgi og þessi jólageðveiki var strax byrjuð. Ég náði að vera þarna inni í hálftíma, þá fékk ég alveg nóg. Þó að mér finnist gaman að versla þá má maður ekki tapa sér í þessu,“ segir Elma Lísa. ● Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir hefur hlotið lof fyrir leik sinn í sýning- unni Faðir vor sem er sýnd í Iðnó. Það eru þó fullt af öðrum spennandi hlut- um framundan hjá henni og auk þess er ekki laust við að hún sé komin í ör- lítið jólaskap. Marta María Jónasdóttir spjallaði við Elmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.