Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 26
Áður en farið er að pakka fyrir ferðalag til útlanda er mikilvægt að athuga hve þungur og stór handfarangur má vera. Einnig er gott að kynna sér hve þungur farangur sem er tékkaður inn má vera því þyngd og stærð farangurs fer eftir flugfélagi og landi.[ Ganga á Kilimanjaro Hreystimenni hjá Skýrr hf. undirbúa göngu á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Helgi Helgason á Svölunum í Norðurdal, þar sést yfir Skeiðarárjökul til Grímsfjalls. Myndin er tekin í ferð Kilimanjaro-hópsins á Skeiðarárjökul síðasta sumar. Hjá fyrirtækinu Skýrr hf. vinna ekki aðeins tölvunarfræðingar og forritarar heldur leynast þar nokkrir göngugarpar inn á milli. Þessir garpar hafa flestir hverjir gengið á hæstu tinda Íslands og stefna nú enn hærra – á Uhuru Peak sem er hæsti tindur Kilimanjaro í Tansaníu í Afríku. Garparnir samanstanda af átta manna hóp. Þeir eru búnir að undirbúa ferðina og leggja af stað 18. mars á næsta ári og munu klífa 5896 metra á sex dögum. „Það er oft sagt um Kilimanj- aro að þetta sé eitt stærsta fjall sem hægt er að ganga á sem krefst ekki klifurs. Við þurfum sem sagt ekki að hafa neinn sér- hæfðan búnað með okkur,“ segir Einar Ragnar Sigurðsson, en hann ásamt Helga Helgasyni hjá Skýrr hf. eru skipuleggjendur ferðarinn- ar. „Hitastigið á þessu svæði getur sveiflast frá mínus tuttugu gráð- um og upp í plús tuttugu gráður. Þess vegna þurfum við bæði að hafa með okkur stuttbuxur og góð- an kuldagalla. Skilyrði fyrir því að ganga á fjallið er að við notum inn- lenda burðarmenn. Þeir bera um það bil tíu til fimmtán kíló fyrir hvern og einn sem er innifalið í ferðinni. Við berum aðeins dag- poka í göngunni sem er skjólfatn- aður, vatn og smá nesti; líkt og það sem maður þarf að hafa í fjall- göngu hér á landi,“ segir Helgi. Göngugarparnir munu dveljast í Afríku seinni hluta marsmánað- ar. „Ferðalagið byrjar með safarí- ferð í Serengeti-þjóðgarðinn í Tansaníu. Þar verðum við í rúma viku. Síðan tekur gangan upp á Uhuru Peak sex daga. Við göngum Rongai-leiðina en sú leið er ekki sú algengasta á fjallið. Algengasta leiðin er kölluð Coca-Cola-leiðin í hinum vestræna heimi og þar er afskaplega mikil traffík,“ segir Helgi en hugmyndin að þessari ferð kviknaði í fyrra. „Góður hluti af þessum átta manna hóp sem stefnir á Kilimanjaro gekk á Hvannadalshnjúk á síðasta ári. Þá gerðum við okkur grein fyrir að það voru ekkert nema hólar eftir á Íslandi og fannst Kilimanjaro verðugt verkefni og gerlegast því það er ekki mjög tæknilega krefj- andi. Okkur Helga datt þetta í hug og eftir það varð þetta þrá- hyggja,“ segir Einar Ragnar. Fleiri göngugarpar eru innan Skýrr ehf., þó þeir gangi ekki allir á Kilimanjaro. „Við erum með ferðaklúbbinn FF, sem stendur fyrir frjálst fall, starfræktan. Ferðaklúbburinn stendur fyrir vikulegum ferðum alltaf á þriðju- dögum sem eru mislangar og hafa mest verið skipulagðar af Gunnari Þór Gunnarssyni en Agnar Björnsson er formaður klúbbs- ins,“ segir Einar Ragnar og greini- legt er að Skýrrarar eru í góðu formi. Einar og Helgi fara reglulega í ræktina og langa göngutúra og segja hópinn allan í sæmilegu formi. „Þeir sem geta gengið á ís- lensk fjöll eiga að geta ráðið við Kilimanjaro. Til dæmis er farið tvö þúsund metra upp og niður á Hvannadalshnjúk á einum degi en það er talsvert meira en farið er flesta dagana í Kilimanjaro göng- unni,“ segir Einar Ragnar og Helgi bætir við að mikilvægast sé að fara rólega. „Það verður erfið- ara að ganga því hærra sem mað- ur kemst því þá minnkar súrefnið. Við erum ekki með neina súr- efniskúta en mikilvægt er að passa sig á því að fara hægt svo maður fái ekki hæðarveiki. Mis- munandi er hvernig hæðin fer í fólk en það er nauðsynlegt að hækka rólega til að venjast minna súrefni. Við erum með leiðsögu- mann sem hugsar um öryggið og manni er strax kippt niður ef mað- ur ræður ekki við hæðina,“ segir Helgi. Að sjálfsögðu þarf að leita til læknis áður en haldið er í ferð- ina til að fá viðeigandi bólusetn- ingar. Helgi og Einar Ragnar hlakka rosalega til ferðarinnar og er aðal- punkturinn að fara til Afríku. „Það er rosalega spennandi að sjá nýjan menningarheim,“ segir Einar Ragnar og greinilegt að þessi ferð verður heljarinnar lífsreynsla. lilja@frettabladid.is Skoðaðu mörg skemmtileg og spennandi verðdæmi á heimasíðu okkar www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Örfá dæmi úr vetraráætlun Kuoni: Jomtien/Pattaya, Tælandi 2 vikur í febrúar Verð á mann í tvíbýli frá: 143.300 kr. með öllum sköttum! Nílar-sigling og Rauða hafið, Egyptalandi 2 vikur í janúar. Verð á mann í tvíbýli frá: 149.300 kr. með öllum sköttum! Havana/Varadero, Kúba 2 vikur í janúar Verð á mann í tvíbýli frá: 154.440 kr. með öllum sköttum! Vetrarsól Styttu skammdegið í janúar og febrúar Verð m.v. gengi 15. nóv. og sérfargjald Langferða til Kaupmannahafnar, takmarkað sætaframboð. Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Au pair býr hjá gistifjölskyldu, aðstoðar við barnagæslu og heimilisstörf og tekur þátt í daglegu lífi gistifjölskyldunnar. Að launum fær au pair vasapening, frítt fæði og húsnæði. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Ferðaþjónusta Iceland Express Sími 5 500 600, icelandexpress.is Kynnið ykkur skilmálana á icelandexpress.is Nú geturðu notað MasterCard ferðaávísun upp í ferð með Iceland Express! Þreföld ástæða til að brosa! Nýir vinir Himinn og ha f - S Í A ] FERÐIN Hvað: Safaríferð í Serengetti-þjóð- garðinum og fjallganga á Uhuru Peak – hæsta tind fjallsins Kilimanjaro í Tansaníu. Hvert: Flogið til London og þaðan til Nairobi í Kenýa í Afríku. Þaðan er far- ið á bílum til Tansaníu. Hvenær: 18. mars 2005. Hverjir: Átta manna hópur úr Skýrr hf. Lengd: Um þrettán dagar. Ferðaskrifstofa: Breska ferðaskrifstof- an Exodus. Verð: Ferð, uppihald og matur um 280 þúsund krónur og þá er safarí- ferðin innifalin. Við foss í Núpsá fyrir ofan Skessu- torfugljúfur. Myndin er tekin í ferð Kilimanjaro-hópsins á Skeiðarárjökul . - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.