Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 81
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Prinsinn Í mér blundar krónprins. Mér líð-ur stundum eins og ég muni erfa konungsríki eftir einhvern tíma. Mér finnst ég ekkert þurfa að gera neitt og er bara svona að bíða eftir því að verða tilkynnt um krýningar- daginn. Og þá verð ég kóngur og get byrjað að skipa fólki fyrir verkum. En á meðan ég er að bíða vil ég að fólk komi vel fram við mig, eins og tign minni sæmir. Ég vil ekki að fólk sé að biðja mig um að gera eitt- hvað fyrir það. Ég er prins og þarf ekki að gera neitt nema það sem mér finnst skemmtilegt. Ég er með blátt blóð. AUÐVITAÐ fer þessi hlið á mér frekar mikið í taugarnar á mínum nánustu, sérstaklega vegna þess að þegar ég er hvað mestur prins þá kem ég fram við fjölskyldu mína eins og þjónustufólk. Hún hættir að vera fjölskylda mín og verður hirð. Ég fer að gera kröfur til annarra. Ég vil að það sé komið fram við mig á ákveðinn hátt. Ég krefst þess að mér sé sýnd virðing og lítilsvirðing særir ákaflega mikið mitt konung- lega hjarta. Og ég vil að fólk geri hluti fyrir mig, helst án þess að ég þurfi að biðja um það. Best væri ef fólk í kringum mig gæti verið svo- lítið vakandi og lesið hugsanir mín- ar. HVERNIG eiga aðrir svo sem að geta skilið mig? Fólk getur ekki ímyndað sér hvað það er erfitt að vera prins í álögum, fastur í líkama nærsýns og skuldugs Íslendings. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera ég. Hvernig ætti venjulegur fábrot- inn almúgamaður að skilja það? Þess vegna verða oft árekstrar á milli mín og almúgans. Þegar ég verð kóngur mun ég ef til vill herða refsingar, lengja fangelsisdóma og jafnvel taka upp dauðarefsingu. EN KONUNGSRÍKIÐ lætur á sér standa. Mig er farið að gruna að kannski sé ég ekkert prins eftir allt saman. Kannski er þetta bara ein- hver misskilningur. Kannski er ég bara alveg eins og allir aðrir og ekkert merkilegri. Ég hallast að því. En ég er ekki eini prinsinn í álögum á Íslandi. Við erum margir. Og slatti af prinsessum líka. Kannski við ætt- um að koma út úr skápnum. Og ég verð að segja fyrir mína parta að mig langar miklu meira að vera hamingjusamur venjulegur maður en ófullnægður og óhamingjusamur prins. Ég segi því konungstign minni hér með lausri. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR » FA S T U R » PUNKTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.