Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 47
F2 18 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Nú síðustu ár hefur fólk gerstfrakkara við að reyna nýjung-ar í eldamennsku á villibráð.Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ al- gengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er. Eyþór Rúnars- son, yfirmatreiðslumaður á Óðins- véum, gefur lesendum F2 hér uppskrift að steiktri heiðagæsabringu með selju- rótarmauki, sultuðum kirsuberjum og brúnkáli. Heiðagæsabringurnar eru steiktar í ólífuolíu á pönnu ásamt timjani og hvítlauk. Þegar búið er að brúna bring- una á báðum hliðum er smjörinu bætt á pönnuna og því ausið yfir gæsina. Bringurnar eru svo settar inn í ofn á 150 gráðu hita í 5 mínútur. Gæsin er því næst látin standa í um 10 mínútur til að jafna sig. Þá er hún skorin í þunn- ar sneiðar og krydduð með sjávarsalti og svörtum pipar Brúnkálið er lagað með því að skera hvítkál í þunnar sneiðar. Sykur er því næst karamellaður í potti hægt og ró- lega. Hvítkálinu ásamt sérrí er hellt út í þegar karamellan er orðin gullinbrún og allt er soðið saman í 45 mínútur. Eftir það er smjörinu bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur, smakkað til með salti, hvítum pipar og sítrónusafa. Graslaukurinn skorinn smátt og settur út í. Sultuð kirsuberin eru útbúin með því að sjóða allt soðið saman í potti í um það bil 30 mínútur og smakkað til með salti og meiri sykri ef þurfa þykir. Til þess að gera seljurótarmúsina þarf að flysja seljurótina og skera í smáa teninga. Teningarnir eru settir í pott og rjómanum hellt yfir. Suðan er látin koma rólega upp og þetta látið sjóða þar til seljurótin er orðinn mjúk í gegn. Þá er vökvanum hellt af, rótin maukuð í matvinnsluvél og smökkuð til með salti. Uppskriftir: Heiðagæsabringur: 4 stk. heiðagæsabringur um 170 g stykkið 100 g smjör 4 geirar hvítlaukur 8 greinar timjan ólífuolía Brúnkál 1/2 haus hvítkál 200 g sykur 150 g smjör 100 ml sérrí Salt og pipar Graslaukur sítrónusafi salt og pipar Sultuð kirsuber 100 g kirsuber frosinn 70 g sykur 2 msk. portvín Salt Seljurótarmús 1/2 seljurót 1/2 lítri rjómi salt Hvaða matar gætir þú síst verið án? Kjúklinga i hvaða matreiðslu- formi sem er. Verst er þó þegar skyndibitastaðir eyðileggja hráefnið með ógeðslegi fitu og þverhandar- þykkri húð utan á öllu. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Súrmjólk. Fyrsta minningin um mat? Súrir selhreifar í sveitinni í Hrútafirði. Þar fékk maður líka signa grásleppu, saltað og nýtt selkjöt, hrossakjöt, ábrystir og ýmislegt sem nútíma heimili líta ekki við. Besta máltíð sem þú hefur feng- ið? Fyrsti soðni laxinn á hverju vori. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Ís með heitri marssósu ef ég er stressaður. Ef ég vil góðan heimilismat er ekkert betra en gott lambalæri með alles. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Fjörmjólk. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Eitthvað sem geymist vel. Kaffibrennslan Góð í hádeginu Hvar er staðurinn? Kaffibrennslan, Pósthússtræti 9, við Austurvöll, 101 Reykjavík. Hvernig er stemningin? Dálítið reykmettuð, en lífleg. Reglulegir gestir eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins, stúdentar, lögfræðingar, íþróttamenn og prófessorar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor er til að mynda fastagestur. Hér er mesta úrval bjórs á landinu og daglega er boðið upp á bjórtilboð, sem er mjög vinsælt. Brennslan, eins og staðurinn er jafnan kallaður, er vinsæll hádegis- og kvöldverðarstaður en mikið er um að fólk hittist þar yfir góðum kaffi- bolla eða bjór. Hvað er á matseðlinum? Ágætis hamborgarar, samlokur, nachos, núðlu- salöt og hefðbundnari salöt. Cesar-sal- atið er alltaf gott, en betra þó með sós- una til hliðar. Réttur dagsins saman- stendur ávallt af fínasta fiski, sem er um að gera að prófa. Kaffið er sérstak- lega gott. Hver er mest seldi rétturinn? Samlokukarfan er alltaf vinsæl en black-borgarinn er sömuleiðis mikið pantaður. Hvað kostar máltíðin? Samloku- karfa er á rúmar þúsund krónur og hamborgari með frönskum og salati hið sama. Eyþór Rúnarsson yfirmatreiðslumaður á Óðinsvéum Fimmtudag og föstudag Í tilefni af þakkargjörðardeginum í dag, 25. nóvember, mun Eiki bjóða upp á kalkún og meðlæti. Einnig í hádeginu á morgun. Borðapantanir í síma 511 6030 Verð krónur 1.490,- Matgæðingurinn Helgi Jóhannesson lögmaður á Lex Á þjóðlegu nótunum Gæsabringa með kirsuberjum Um síðustu helgi var haldin vín- sýning á vegum Vínbúða ÁTVR og Vínþjónasamtakanna á Nord- ica Hotel. Innflytjendur léttvína buðu gestum að smakka á helstu vínum sem verða í boði í Vínbúðum fyrir þessi jól. Vín- búðir kynna sérstaklega vín með jólamatnum og er hægt að nálgast bæklinga með upplýs- ingum um vínin og hvaða jóla- mat þau passa með í flestum Vínbúðum. Á þessu ári hefur ÁTVR staðið fyrir ýmsum kynningarvikum og er ástæða til að óska forsvars- mönnum og starfsmönnum fyrirtækis- ins til hamingju með framtakið sem og íslensku gæðaverðlaunin sem fyrir- tækið hlaut á dögunum. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, var einn af fyrirlesurum á vínsýningunni og sagð- ist hann afar stoltur af verðlaununum og kvað fyrirtækið mundu flagga þeim óspart næsta árið. Höskuldur fjallaði um hvernig ÁTVR velur vín í Vínbúðir en fyrirtækið leggur mikið upp úr því að viðhalda breiðu vöruúr- vali og gæta þess að vín frá öllum helstu vínræktarsvæðum heims séu á boðstólum í stærstu Vínbúðum. Vínsýningin heppnaðist afar vel, básar sýnenda voru veglegir og upp- setning stílhrein. Nokkrir fyrirlestrar voru haldnir og einnig kepptu vín- klúbbar í vínfræðum undir styrkri stjórn Dominique Plédel Jónsson sem fékk til liðs við sig konung spyrlanna, Loga Bergmann Eiðs- son. Virtist hann skemmta sér vel við að komast í gegnum spurningarnar, sem margar hverjar eru aðeins fyrir innvígða að skilja. Annar fyrirlesari á sýning- unni var Tómás Rodríguez frá Vina Morandé í Chile en nýverið var hafið að flytja vín fyrirtækis- ins inn hingað til lands. Mor- andé er ungt á mælikvarða vín- fyrirtækja, innan við 10 ára gamalt, en hefur engu að síður hreppt fjölmörg verðlaun fyrir vín sín. Víngerðarmaðurinn Pablo Morandé er gamall í hettunni, starfaði í aldar- fjórðung hjá Concha Y Toro áður en hann stofnaði eigin víngerð. Fyrirtæk- ið er staðsett í Casablanca-dalnum í Chile sem Tómas líkir við Napa-dalinn í Bandaríkjunum hvað varðar hag- stæðar aðstæður og mikilvægi fyrir víniðnaðinn. „Pablo er einn af þrem- ur helstu víngerðarmönnum Chile ásamt þeim Aurelio Montes og Ignacio Recabarren og það var bara tímaspursmál hvenær hann byrjaði að framleiða vín undir eigin nafni. Fyrir- tækið hefur stækkað ört og við stefn- um að því að komast í hóp fimm stærstu vínfyrirtækja Chile á allra næstu árum.“ sagði Tómás Rodríguez Vel heppnuð Vínsýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.