Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR ER SIÐMENNINGIN ÓNÁTTÚRU- LEG? Þeirri spurningu verður velt upp í hádegisfyrirlestri Katarinu Leppänen heimspekings í stofu 101 í Odda í Há- skóla Íslands. Nefnist erindi hennar „Is Civilisation Unnatural? Reflections on Elin Wägner’s Alarm Clock.“ DAGURINN Í DAG SKÚRIR SUNNAN TIL OG VESTAN Bjart á Norðausturlandi, annars fremur skýjað. Hiti 9-15 stig hlýjast á Norðaustur- landi. Sjá síðu 6 9. september 2004 – 245. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● heimili ● fjármál Vill óhefðbundin föt Marentza Poulsen: ● 20 árum síðar Geta enn tekið sénsa Grafík: ▲ SÍÐA 36 ÆVINTÝRAFERÐ Í ÞÓRSMÖRK Þrír öflugir Unimok-jeppar Björgunarsveitar- innar Dagrenningar á Hvolsvelli og Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu ferjuðu sextíu skólakrakka yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöld. Sjá síðu 4 KONUNGUR SEGIR ÍSLAND BREYTT Karl Gústaf Svíakonungur segir að Ísland hafi gjörbreyst síðan hann kom síðast. Hann furðar sig á hinum mikla uppgangi sem hér hafi greinilega ríkt. Sjá síðu 6 ÞÖRF Á ÖÐRUM NORÐURLJÓSUM Bandarískum fjölmiðlafræðingi reiknast svo til að samþjöppun á íslenskum fjölmiðla- markaði sé veruleg. Þörf sé á öðrum Norð- urljósum til að jafnvægi náist. Sjá síðu 10 ÓLGA Í FJÁRMÁLAHEIMINUM Ólga er í fjármálaheiminum eftir ummæli aðstoðarforstjóra Íslandsbanka um mögu- lega sameiningu bankans við Landsbanka Íslands. Sjá síðu 18 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð fiskveiða sem haldin var á Akureyri í gær. Sagði hann Evrópusambandið á villigötum vegna þess að fiskveiðar væru ekki stundaðar með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi. Niðurgreiðslur aðildarríkja verða til þess að fjárfestingar innan greinarinnar skila ekki arði og auk þess sé floti Evrópu- sambandsríkja of stór og dýr til að núverandi stefna geti gengið. Til að bæta gráu ofan á svart sé allt eftirlit á hafsvæðum sam- bandsins í molum. Mat Halldór það svo að meðan þetta ástand væri viðvarandi væri enginn ávinningur í því að sækja um aðild að bandalaginu, enda kæmi ekki til greina að eftirláta stjórn fiskveiða í hendurnar á Evrópusambandinu við þessar að- stæður. Líkti hann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins við nýlendu- stefnu. Áheyrendur, sem margir hverj- ir stjórna alþjóðlegum sjávarút- vegsfyrirtækjum, voru ánægðir með ræðu ráðherra og hafði einn fundarmanna á orði í umræðum eftir framsögur að sjaldgæft væri að stjórnmálamaður talaði með svo skýrum hætti um Evrópusam- bandið og fiskveiðistefnu þess. „Á sínum tíma flutti ég ræðu í Berlín þar sem ég ræddi um þessi mál frá sjónarhóli ríkjanna hér við Norður-Atlantshaf og sagði mínar skoðanir á því hvernig hægt væri að koma til móts við þessar þjóðir. Það má segja að þessi ræða sé að hluta til frekari útlistun á því hvers vegna hlutirnir gangi ekki upp eins og þeir eru í dag og hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari sam- vinna verði við okkur hér í Norð- vestri,“ segir Halldór. albert@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Sjá síðu 2 Fann fiskveiðistefnu ESB allt til foráttu Utanríkisráðherra hafði fátt gott um sjávarútvegsstefnu ESB að segja á ráðstefnu á Akureyri í gær. Fundarmenn, sem margir stjórna stórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópusambandinu, virtust flestir á sama máli. 36%50% VEÐRIÐ Í DAG LANDBÚNAÐUR Nýjar kenningar um orsakir riðuveiki eru komnar fram í kjölfar sauðfjárriðu sem upp kom á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. Guðbrandur Jónsson, sem vinnur að rannsókn- um tengdum hagnýtingu lífræns úrgangs við metangasframleiðslu, telur riðu orsakast af gasmengun frá dýraúrgangi. Guðbrandur segir mælingar hafa leitt í ljós eiturgas í fjárhús- inu í Árgerði. Í fjárhúsinu hafði um skeið runnið vatn í flórinn en „biogasgerjun“ segir hann eiga sér stað þegar vatn liggur með mykju í einn til tvo mánuði. Kannanir á áhættuþáttum gasvinnslu, segir Guðbrandur, hafa leitt í ljós mjög hættulegar gasteg- undir á borð við brennisteinsvetni, köfnunarefniskoltvísýring og kol- sýring. „Í uppgufun frá þessu er svo ammoníumgas, kolsýringur og metan sem ryður í burt súrefni þannig að kindurnar verða fyrir súrefnisskorti.“ segir hann. Yfirdýralæknir telur kenningar Guðbrands ekki standast, en að sögn Víðis Kristjánssonar, deildar- stjóra á efna- og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins, stefnir í að gerð- ar verði rannsóknir á mögulegri gasmengun frá dýraúrgangi til sveita. Hann segir slíkar rannsókn- ir þó munu verða kostnaðarsamar og ákvörðun um þær verði tekin í stjórn Vinnueftirlitsins. Víðir segir hins vegar möguleg tengsl gasmengunar og riðu í dýrum al- veg fyrir utan verksvið Vinnueftir- litsins. „En við höfum haft áhyggj- ur út af svona mengun á bændabýl- um enda eru slík tilfelli vel þekkt.“ Sjá síðu 4 VIÐ FJÁRHÚSIÐ Í ÁRGERÐI Um mitt sumar greindist riða í sauðfé á bænum Árgerði í Skagafirði. Margrét Kristjánsdóttir, húsfreyja og skógarbóndi í Árgerði, segir að á bænum sé um 500 fjár, en því verði fargað á næstu dögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Vinnueftirlitið íhugar rannsókn á gasmengun: Telur gas valda riðusjúkdómum Nýstárleg auglýsing: Geimkappar á Íslandi KVIKMYNDAGERÐ George Hull, sem bjó til umhverfi Matrix- og Star Wars-kvikmyndanna, og vísindamaðurinn Pascal Lee, sem er einn af stjórnendum bandarísku Mars-stofnunarinn- ar, komu saman hér á Íslandi til að taka upp auglýsingu fyrir Volvo. Hugmyndin er að sýna lífið um borð, enda tunglið, Mars og Ísland þrír áfanga- staðir sem skarta keimlíku landslagi. Það er SagaFilm sem á veg og vanda af gerð myndar- innar sem er sú þriðja í seríu þar sem tveir einstaklingar hittast óvænt um borð í Volvo og leggja upp í ferðalag. Sjá síðu 42 Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins: Bið allt upp í tvö ár FÉLAGSMÁL Um 80 börn á þroska- hömlunarsviði og 50-60 börn á ein- hverfusviði bíða eftir greiningu á Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. „Hluti þeirra er búinn að fá út- hlutað plássi á næstu sex mánuð- um en það bætir alltaf í,“ sagði Stefán J. Hreiðarsson forstöðu- maður stöðvarinnar. „Við höfum því kosið að nálgast þetta frekar út frá biðtímanum. Þannig að ef grunnskólabarn er grunað um þroskahömlun, þá erum við að tala um biðtíma allt upp í tvö ár.“ Nýtt húsnæði í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 100 fer- metrar að stærð, var tekið í notkun í gær. Sjá síðu 16 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Var ómyrkur í máli í garð ESB í gær. 01 8.9.2004 22:20 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.