Tíminn - 02.09.1973, Qupperneq 27

Tíminn - 02.09.1973, Qupperneq 27
Sunnudagur 2; september 1973 TÍMINN 27v Leið allra ungra Vest- urbæinga liggur nær undantekn- ingarlaust á KR-völlinn og þeirri regiu fygldi Halldór Leikir KR og Vestmannaeyja hafa oft verift skemmtilegir. A þessari mynd sést Halldór stöftva sókn Kyjamanna. þaö er gott dæmi um þaö, hve hjá- trúarfullir knattspyrnumenn geta veriö, aö sumariö, sem KR varö fslandsmeistari hjá Guðbirni, fann Halldór krónupening á götu. Einhverra hluta vegna trúði hann þvi, aö þessi króna væri happa- peningur. Hann hafði það þvi fyrir sið aö leika engan leik, nema hafa krónuna góöu i annarri hendinni. Tapaöi KR engum leik á meðan. En i vináttuleik á fsa- firði, aö vantaöi krónuna góðu, og þá var ekki.sökum að spyrja — KR vann ekki. Pheiffer góður þjálfari Arið 1967 lék Halldór sinn fyrsta meistaraflokksleik. Það gekk bærilega hjá KR. þvi leikurinn vannst 5:1. Engu að siður var Halldór settur út úr liöinu, en þegar KR tapaði fyrir Val, næst þegar liðin mættust, fékk hann sæti i liöinu aftur. Þetta ár varð KR bikar- meistari, en það var orðin hefö, að KR hlyti þann titil, og næsta ár á eftir, varö féiagið Islands- meistari undir stjórn Austurrikis- mannsins Pheiffers. Telur Halldór, að Pheiffer sé bezti þjálfari, sem hann hefur æft hjá, að öðrum þjálfurum ólöstuðum. Þetta sama ár tók KR þátt i Evrópubikarkeppni bikarhafa og dróst á móti grisku bikarmeist- urunum. Olympiuakaos. Báðir leikirnir voru leiknir ytra og i öörum þeirra varð Halldór að gjalda þess, hve opinskár hann getur verið i leikjum. Grikkirnir höfðu skorað mark með þeim hætti, að griskur leikmaður hindraði Guðmund Pétursson, markvörð KR , meðan annar skaut aö marki. Dómarinn virtist ekki sjá þetta, og Halldór hrópaði aö honum, og benti i átt að markinu. Skipti þá engum togum, aö griskur leikmaður kom aftan að honum og greip hann kverka- taki, og sá Halldór þaö siðast, að tvær krumlur læstust um háls hans. Það næsta, sem hann mundi eftir sér, var það, að félagar hans úr KR stumruöu yfir honum. Dómarinn lét sem ekkert væri, Markið dæmt löglegt, og fólsku- leg árás Grikkjans látin óátalin. Sjö landsleikir Halldór hefur sjö landsleiki að baki, auk unglingalandsleikja, en hann var sumarið 1965 valinn i fyrsta unglingalandsliðið, sem þátt tók i Norðurlandamóti. Hann var einnig valinn i unglingalands- lið árið eftir, 1966, en þá gerði liðið jafntefli við Svia, 0:0, i eftir- minnilegum leik, sem háður var i Horten i Noregi. Halldór Björnsson var fastur maður i landsliðshópnum, sem Hafsteinn Guðmundsson valdi, þar til hann fluttist til Húsavikur til að taka að sér þjálfun, auk þess, sem hann gerðist leikmaður með þeim norðanmönnum. Tilbreyting að leika i 3. deild Arið 1971 bauðst Halldóri þjálfarastaða á Húsavik hjá tþróttafélaginu Völsungi, sem þá lék i 3. deild, en auk þess að þjálfa liðiö var ráð fyrir þvi gert, aö hann léki með liðinu. Það er skemmst frá þvi aö segja, aö Halldóri gekk vel á Húsavik. Liöið náði góðum árangri og sigraöi i 3. deildar keppninni, og tapaði ekki leik á þessu keppnistimabili, nema gegn 1. deiidar liði Vals i Bikarkeppninni.Halldóri þótti góð tilbreyting aö leika i 3. deildinni. T.d. hefur hann aldrei skorað eins mörg mörk á einu keppnistima- bili og þá, þvi hann skoraði sam- tals 16 mörk. Telur hálfatvinnu- mennsku æskilega Þegar Halldór sneri aftur til Reykjavikur eftir ánægjulega dvöl á Húsavik, kom hann ekki að eins sterku KR-liði og áður. Miklar breytingar höfðu átt sér stað. Eldri leikmennirnir flestir hættir, og Vesturbæjarliðið, sem svo lengi hafði verið á toppnum i islenzkri knattspyrnu, var komið i öldudal. Skýring Halldðrs á þessum umskiptum er sú, að framtiðarmenn KR, sem tóku við af Felixbræðrunum og þeim árgangi, menn eins og Þórður Jónsson, Arsæll Kjartansson og fleiri, hættu allt of fljótt. Og ungu piltarnir, sem tóku við af þeim, urðu fullfljótt að axla byrðina sem er samfara þvi að leika i 1. deild og halda merki KR þar á lofti. Halldór er þeirrar skoðunar, að það valdi islenzkri knattspyrnu óbætanlegu tjóni, aö menn á bezta aldri sjá sig tilneydda aö hætta knattspyrnuiðkunum, jafnvel þótt þá langi mikið til að halda áfram. Þvi veldur stofnun heimilis, atvinna og fleira. Segist Halddór vera sannfærður um, að ef hér væri tekin upp svokölluð hálfat- vinnumennska, sem tiðkast sums staöar erlendis, væri islenzk knattspyrna miklu betri en hún er i dag. Þótt stundum sé erfitt aö sam- ræma skyldur gagnvart fjöl- skyldu, atvinnufyrirtæki og knattspyrnufélagi, ætlar Halldór að halda áfram i knattspyrnunni um sinn. Hann er kvæntur Guðrúnu Ruth Viöars og búa þau hjón ásamt tveimur börnum sinum aö Bogahlið 15. Þess má að lokum geta, að Halldór hefur einnig náð góðum árangri ihandknattleikog var um árabil fastur leikmaður meö meistaraflokksliöi KR. -alf. C'r landsleiknum gegn Bermudamönnum. Haildór I baráttu um knöttinn gegn þeldökkum leikmanni. kynntir llalldór telur Pheiffer vera bezta þjálfara, sem hann hefur æft hjá. Hér heldur Pheiffer á tslandsbikarnum eftir sigur KR i mótinu 1968.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.