Tíminn - 02.09.1973, Síða 31

Tíminn - 02.09.1973, Síða 31
 _rrpi ? t«»>* rb " u j>'* ”■ Sunnudagur 2. september 1973 3r 'f ' Sjatalof i hópi bandarjskra geimvisindamanna Mikið starf biður geimfaranna. Verið er að vinna að þjálfunarað- ferðum, ákveða hvaða vandamál þátttakendur i tilrauninni verða að kynna sér. Fyrst og fremst er um það að ræða að ná tökum á flókinni tækni nútima geimfars. Geimfarar munu hlýða á fyrir- lestra, gangast undir þjálfun, læra mál hvers annars, kynnast. — í fyrra stóðu sovézkar sjálf- virkar stöðvar sig með ágætum, en ekki var lagt i mennaðar geim- ferðir. Stundum er sagt, að ástæðan sé það hörmulega slys, að áhöfn Sojús-11 fórst. Er það rétt? — Nei. Svo er mál með vexti að geimferðir eru enn mjög dýrar. Þvi er það út i hött að „fljúga til að fljúga”. Hver ný geimferð verður að sinna nýjum verkefn- um, skila nýjum árangri. Þegar fyrsta mannaða geim- stöðin, Saljút fór á loft, hófst hinn merkasti áfangi i þróun geimrannsókna. Ahöfn hennar, Dobrovolski, Volkof og Patsaéf, unnu griðarmikið starf. Þeir prófuðu ekki aðeins öll tæki og kerfi stöðvarinnar, allt það nýtt sem læknar lögðu til i sambandi við endurkomu manna til jarð- neskra aðstæðna — þeir gerðu auk þess margar visindalegar rannsóknir. Enn eru sérfræðingar að fara yfir niðurstöður þriggja vikna starfs þeirra. En til að setja á loft nýja geimrannsóknarstöð þarf að leggja fyrir áhöfn hennar þaul- hugsuð verkefni, byggja með rök- réttum hætti á þeim möguleikum sem fyrsta stöðin gaf. Allt hefur sinn tima. Hið sorglega slys, að einangrun geimskipsins Sojús rofnáði á nið- urleið og vinir okkar fórust, hefur ekki fengið menn til að efast um sjálfa gerð skipsins — en á þvi hefur verið gerð itarleg prófun. — Að lokum þetta: Geimfari er eins konar persónugervingur alls þess starfs, allra þeirra hug- mynda, sem rutt hafa brautina út i geiminn. Hvaö finnst yður um þetta, og hvernig „þolið” þér vin- sældirnar? — Þér komið að mjög flóknu máli. Hlutlægt séð er þetta svona, en ég held að það megi ekki gera eins konar „absolút” úr lifandi manni. Maöurinn er manneskja með öllum hennar kostum og göllum.Sigrar geimvisinda eru að visu ágæt sambræðsla starfs hundruða hæfileikamanna, margra greina visinda og tækni, en geimfarinn er aðeins einn af þátttakendum i þessu mikla starfi. Þvi er alrangt að minu viti að gera eins konar helgigrip úr geimfaranum. Það truflar okkur i lifi og starfi, truflar okkur i að vera við sjálfir. Allt er þetta ranghverfan á hlutunum, hin svo kallaða „byrði frægðarinnar”. Sem betur fer mun geimförum fjölga og bráðum verður þetta starfsgrein meðai annarra eins og t.d. starf flugmanns eða til- raunaflugmanns. ;t með AKRANESl REYKJAVil msm. Lavella á í slandi rv . Wí; m JaxahJ VEStMANNAEV ■ i • : - ! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Á kortinu að ofan sjást eftirfarandi merki yfir fjölda húsa á stað, klædd með LAVELLA. I 1-5 hús V 5-10 ” X 10 eða fleiri. LAVELLA plastutanhússklæðning hefur rutt sér braut. Fyrir nýbyggingar og til endurbyggingar á gömlum húsum. Kynnist kostum LAVELLA (ræðið við þá sem reynsluna hafa.) Allar frekari upplýsingar hjá LAVELLA umboðinu á ísiandi. andri hf. UMBOÐS & HEILDVERZLUN Borgartún 29, Pósthólf 1128 Símar: 23955, 26950, Rvlk

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.