Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 2
2 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Sekt Mata vegna grænmetismálsins: Lækkaði um 85 prósent í Hæstarétti OLÍUFÉLÖGIN Þórunn Guðmunds- dóttir lögmaður fór með mál Mata í grænmetismálinu svokallaða þegar Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Samkeppnisráð dæmdi Mata til að greiða 30 milljónir í sekt. Mál- inu var vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 5 milljónir, eða um 85 prósent. Sektin var lækkuð í hér- aðsdómi í 3 milljónir en Hæsti- réttur staðfesti síðan sektarfjár- hæð áfrýjunarnefndar. Íslensk samkeppnislög gera hins vegar ráð fyrir því að sekta megi fyrirtæki fyrir brot á sam- keppnislögum um upphæð er nemur allt að 10 prósentum af veltu. „Mér fannst ansi bratt á sínum tíma að samkeppnisráð nýtti sér efstu mörk löggjafarinnar varð- andi sektarfjárhæð,“ segir Þór- unn. Hún bendir á að aðrir dómar vegna brota á samkeppnislögum sýni sömu tilhneygingu. „Í dóm- um vegna misnotkunar á mark- aðsráðandi stöðu hafa sektir verið helmingaðar frá því er Sam- keppnisráð krafðist,“ segir Þór- unn og bendir á dóm í máli Skíf- unnar er sekt var lækkuð úr 25 milljónum í 12. -sda Framsókn gegn R-lista framboði Félagar í Framsóknarflokknum í Reykjavík virðast í auknum mæli vilja framboð B-lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Forystumaður vill ekki framboð undir merkjum Reykjavíkurlista. BORGARMÁL Gestur Gestsson, formaður Félags framsóknar- manna í Reykjavík norður, vill að Framsóknarflokkurinn bjóði sjálfur fram í næstu borgar- stjórnarkosningum en ekki und- ir merkjum Reykjavíkurlistans. Gestur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum og sat í kosn- ingastjórn R-listans. Hann segist verða var við mikinn áhuga á þessu innan flokksins. „Ef við ætlum að vaxa, og framtíð flokksins mun ráðast hér í Reykjavík, þá hljót- um við að þurfa að brjótast út úr Reykjavíkurlistanum. Það eru að alast upp kynslóðir í borginni sem þekkja ekkert annað en R- listann.“ Gestur segir flokkinn geta farið í sam- starf um Reykja- víkurlista eftir næstu borgar- stjórnarkosning- ar en hann þurfi að fara fram undir eigin merkjum í kosn- ingunum sjálf- um. „Mér finnst eins og menn séu að vakna af þyrnirósarsvefni í þessum mál- um. Við erum að ala Þórólf Árna- son upp sem borgarstjóra án þess að vita hvaða flokki hann tilheyri. Á meðan eru okkar eig- in borgarfulltrúar óþekktir.“ Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins innan Reykjavíkurlistans, segir að það hafi ávallt verið skiptar skoðanir um það innan Fram- sóknarflokksins, eins og ann- arra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum, hvort flokkarnir ættu að bjóða fram undir nafni flokkanna eða sam- an í R-listanum. Það sé því ekk- ert nýtt í ummælum Gests. Al- freð segir hins vegar alls ekki tímabært að taka ákvörðun um það og að hún verði væntanlega ekki tekin fyrr en seinni hluta næsta árs. Fyrir skömmu ritaði Guð- laugur Sverrisson, stjórnarmað- ur í Félagi framsóknarmanna í Reykjavík suður, á vefsíðu framsóknarfélaganna í borginni að hann tæki undir þá skoðun Halldórs Ásgrímssonar, for- manns flokksins, að Framsókn- arflokkurinn yrði sterkari við að bjóða fram B-lista í Reykja- vík. Það myndi efla starfið inn- an hans og eins yrði flokkurinn sýnilegri borgarbúum. ghg@frettabladid.is Fíkniefnasmygl: Sjöundi handtekinn LÖGREGLURANNSÓKN Karlmaður sem var handtekinn í Reykjavík í fyrradag vegna rannsóknar á smygli mikils magns fíkniefna með Dettifossi var í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 25. októ- ber næstkomandi. Hann er sjö- undi maðurinn sem er handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Í gær var einnig framlengt gæsluvarðhald yfir einum þeirra sem þegar höfðu verið handtekn- ir. Hann var úrskurðaður í sex vikna gæsluvarðhald til viðbótar því sem rann út í gær. - bþg Sveitarstjórnir gagnrýndar: Alveg sama um skólann KENNARAVERKFALL „Ég á ekki til orð um hvað þeim er alveg sama um skólann,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Ís- lands, sem er hneykslaður á fram- göngu sveitarstjórnarmanna í kjaradeilu kennara. „Maður er far- inn að trúa því sem maður hefur neitað hingað til, að þeir líti á þetta sem góða leið til að spara peninga.“ Eiríkur er afar ósáttur með að ekkert gangi í samningum kennara og sveitarfélaga, einkum það að sveitarfélög vilji ekki leggja meira fé í skólamálin svo semja megi og segir að það sé eins og sveitar- stjórnarmenn geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgdi yfir- töku grunnskólans. bþg „Já, það held ég að þetta sé algjörlega tímabært. Ég er 76 ára gamall og búinn að vinna lengur en flestir jafnaldrar mínir. Þetta er erfitt starf og reynir mikið á en jafnframt mjög skemmti- legt. Ég er búinn að vinna í 56 ár og á það inni að gera ekki neitt.“ Halldór Björnsson lætur af formennsku Starfs- greinasambandsins í dag 46 árum eftir að hann tók fyrst sæti í stjórn verkalýðsfélags. Eftirmaður hans verður kosinn í dag og hafa þrjú sagst reiðu- búin að taka starfið að sér: Björn Snæbjörnsson, Kristján Gunnarsson og Signý Jóhannesdóttir. SPURNING DAGSINS Halldór, er þetta tímabært? Húsaleigubætur á heimavist: Nemendur fá ekki greiddar bætur ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR LÖGMAÐUR Segir að dómstólar lækki sektir samkeppn- isráðs umtalsvert. Í grænmetismálinu svo- kallaða lækkaði sektarfjárhæð Mata um 85 prósent við dóm Hæstaréttar. GESTUR GESTSSON Segir Framsóknarflokkinn þurfa að brjótast út úr R-listanum til að geta vaxið. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir ótímabært að ákveða framtíð R-listans nú. HÚSALEIGUBÆTUR Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði sem búsettir eru á heimavist skólans fá ekki greiddar húsaleigubæt- ur, þó svo að lögheimili þeirra séu víðs fjarri skólanum. Síðastliðið sumar hækkaði húsaleiga á heimavistinni úr 16 þúsund krónum á önn upp í 18 þúsund krónur á mánuði. Þá sagði Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, að kjaraskerðing nem- enda yrði lítil því þeir gætu fengið greiddar húsaleigubætur á móti. Þeir nemendur sem eiga lög- heimili í byggðalögum sem nú heyra undir Ísafjarðarbæ fá hins vegar ekki greiddar húsa- leigubætur úr bæjarsjóði, þó svo að þeim sé ekki kleift að sækja skólann frá sínu byggðar- lagi vegna fjarlægðar. Ólína sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta hefði kom- ið skólayfirvöldum mjög á óvart. „Það á ekki að skipta máli hvort heimabyggðin sé innan sveitarfélagsins. Það er fjar- lægðin sem á að skipta máli, eins við úthlutun námsstyrkja, og í mínum huga er þetta spurn- ing um jafnræði,“ segir Ólína. Hún segir skólann hafa komið til móts við nemendurna sem um ræðir og veiti þeim afslátt af húsaleigunni sem nemur húsa- leigubótum þar til málið leysist. -bþe ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ,,Mér finnst eins og menn séu að vakna af þyrnirósar- svefni í þessum málum. Sveitarfélög: Buðu mun meiri hækkun KENNARAVERKFALL Samninganefnd sveitarfélaga setti fram hugmyndir að lausn kjara- deilu kennara í síðustu viku sem gerðu ráð fyrir talsvert meiri kostnað- araukningu fyr- ir sveitarfélög- in en sem nam tilboði þeirra þegar verkfall- ið hófst, segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninga- nefndar sveitarfélaga. „Við vorum í þeirri góðu trú að við gætum hugsanlega verið að setja út lendingarbúnaðinn fyrir nýjum kjarasamningi og vildum þess vegna leggja sérstaklega á,“ segir Birgir Björn. „Við vorum að tefla á tæpasta vað bæði með okkar launastefnu og það fjárhagslega olnbogarými sem við höfum.“ ■ Undanþágunefnd: Ein beiðni samþykkt KENNARAVERKFALL Einungis ein und- anþágubeiðni var samþykkt á fundi undanþágunefndar kennara og sveitarfélaga í gær. Nítján beiðnum var hins vegar hafnað án umfjöllunar og einni beiðni, sem var frestað á fundi nefndarinnar 1. október, var frestað áfram. Eina undanþágubeiðnin sem fékkst samþykkt í gær var fyrir sérdeild fyrir einhverfa nemend- ur sem er rekin við Langholts- skóla í Reykjavík. - bþg BIRGIR BJÖRN SIGURJÓNSSON BRASSERIE BORG Ekki voru staðin skil á staðgreiðslu opin- berra gjalda af launum starfsmanna. Skattsvik í veitingarekstri: Háar sektir DÓMSMÁL Örn Garðarsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður Brasserie Borgar var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fang- elsi og til að greiða rúmlega 121 milljón króna í sekt fyrir rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fimmtán milljóna króna skattsvik og til greiðslu þrjá- tíu milljóna í sekt. Örn hefur því nú slegið Íslandsmet í fésektum sem er samtals um 151 milljón króna. Örn stóð ekki skil á virðisauka- skatti á árunum 1999 til 2001, né á greiðslum opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfs- manna árin 2000 til 2001. Örn ját- aði greiðlega við þingfestingu málsins í septemberlok. -hrs 02-03 13.10.2004 22:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.