Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Model 2414NB Prófílsög 0=350 mm 2000 Wött 16.3 kg. 23.500 TILBOÐSDAGAR 13.10 - 15.10.04 Model 4340FCT Stingsög 720 Wött 2.4 kg. Taska 19.900 Model 3620 Fræsari 860 Wött 2.4 kg. 15.900 Model 5604R Hjólsög 0=165mm 950 Wött 3.6 kg. 13.900 Model 9528NB Slípirokkur 0=125 mm 750 Wött 1.4 kg. REYKJAVÍK • AKUREYRI Auk þess: RAFHLÖÐUBORVÉLAR, NAGLARAR, SVERÐSAGIR, HEFLAR BORVÉLAR, SKRÚFVÉLAR, BROTVÉLAR, HÖGGLYKLAR OG FL. GÓÐAR VÉLAR - BETRI VERÐ UNDANKEPPNI HM 2006 1. riðill Andorra-Makedónía 1-0 1-0 Bernaus (60.). Armenía-Tékkland 0-3 0-1 Koller (3.), 0-2 Rosicky (30.), 0-3 Koller (76.). Holland-Finnland 3-1 0-1 Tainio (14.), 1-1 Wesley Sneijder (39.), 2-1 van Nistelrooy (41.), 3-1 van Nistelrooy (63.) 2. riðill Kasakstan-Albanía 0-1 0-1 Bushaj (60.). Danmörk-Tyrkland 1-1 1-0 Jon Dahl Tomasson, víti (26.), 1-1 Nihat (70.). Úkraína-Georgía 2-0 1-0 Belik (12.), 2-0 Andryi Shevchenko (82.). 3. riðill Lettland-Eistland 2-2 1-0 Astafjevs (54.), 1-1 Oper (72.), 1-2 Teever (79.), 2-2 Laizans (82.). Lúxemburg-Liechtenstein 0-4 0-1 Stocklasa (41.), 0-2 Burgmeier (44.), 0-3 Frick, víti (57.), 0-4 Burgmeier (85.). Portúgal-Rússland Ekki búinn þegar blaðið fór í prentun 4. riðill Kýpur-Frakkland 0-2 0-1 Sylvain Wiltord (38.), 0-2 Thierry Henry (71.). Írland-Færeyjar 2-0 1-0 Robbie Keane, víti (14.), 2-0 Robbie Keane (33.). 5. riðill Noregur-Slóvenía 3-0 1-0 john Carew (6.), 2-0 Morten Gamst Pedersen (59.), 3-0 Ödegaard (89.). Ítalía-Hvíta Rússland 4-3 1-0 Totti, víti (27.), 2-0 De Rossi (32.), 2-1 Romaschenko (54.), 3-1 Totti (74.), 3-2 Bulyga (77.), 4-2 Gilardino (86.), 4-3 Romaschenko (88.).. Moldóva-Skotland 1-1 1-0 Dadu (28.), 1-1 Thompson (31.). 6. riðill Aserbaidsjan-England 0-1 0-1 Owen (22.). N-Írland-Austurríki 3-3 0-1 Markus Schopp (14.), 1-1 Colin Healy (35.), 2-1 Murdock (60.), 2-2 Mayrleb (61.), 2-3 Markus Schopp (72.), 3-3 Elliott (90.). Wales-Pólland 2-3 1-0 Earnshaw (55.), 1-1 Frankowski (72.), 1-2 Zurawski (81.), 1-3 Krzynowek (85.), 2-3 Hartson (90.). 7. riðill Litháen-Spánn 0-0 Serbía-San Marínó 5-0 1-0 Savo Milosevic (35.), 2-0 Dejan Stan- kovic (45.), 3-0 Dejan Stankovic (50.), 4- 0 Koroman (52.), 5-0 Zvonimir Vukic (69.). 8. riðill Búlgaría-Malta 4-1 0-1 Mifsud (11.), 1-1 Berbatov (43.), 2-1 Yanev (47.), 3-1 Berbatov (56.), 4-1 Yan- kov (87.). Ísland-Svíþjóð 1-4 0-1 Henrik Larsson (23.), 0-2 Marcus Allbäck (27.), 0-3 Henrik Larsson (38.), 0- 4 Christian Wilhelmsson (44.), 1-4 Eiður Smári Guðjohnsen (66.) Svíþjóð 4 3 0 1 14:2 9 Búlgaría 3 2 1 0 9:4 7 Króatía 3 2 1 0 6:2 7 Ungverjaland 3 1 0 2 3:8 3 Ísland 4 0 1 3 4:10 1 Malta 3 0 1 2 1:11 1 TAKK FYRIR MIG Sænski markahrókurinn Henrik Larsson skoraði tvívegis gegn Íslendingum í fyrri hálfleik og fór síðan af velli snemma í síðari hálfleik þegar leikurinn var unninn. Fréttablaðið/Teitur Sænski framherjinn Henrik Larsson skoraði tvö mörk: Spiluðum mjög vel FÓTBOLTI „Við vorum að spila þenn- an leik mjög vel fyrsta hálfleikinn og íslenska vörnin hafði ekkert í okkur að segja á tímabili,“ sagði Henrik Larsson, framherji Sví- anna og leikmaður Barcelona á Spáni. Hann skoraði tvö af þeim fjórum mörkum sem Ísland fékk á sig og var býsna sáttur eftir leik- inn. „Það er ekki annað hægt. Þessi stórsigur var þvert á það sem við áttum von á þegar leikur- inn hófst og um góð þrjú stig að ræða á útivelli. Hvað Íslending- ana varðar get ég aðeins sagt að þeir spiluðu langt undir því sem við bjuggumst við enda hefur for- tíðin sýnt að hér á Íslandi hefur verið erfitt að spila gegnum tíð- ina.“ ■ Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins: Slæmur dagur fyrir íslenska landsliðið FÓTBOLTI „Stórsigur gegn Íslandi á útivelli er alveg ástæða til að leyfa sér að brosa og vera ánægð- ur,“ sagði Lars Lagerback, þjálf- ari sænska liðsins en ekki duldist neinum að þungu fargi var af hon- um létt að leik loknum. Var hann sammála leikmönnum sínum að honum hefði komið á óvart hversu auðvelt reyndist að brjóta Íslend- inga á bak aftur. „Landslið ykkar átti slæman dag en ég tel enn að mun meira búi í því en fram kom hér gegn okkur. Þið hafið verið afar óheppnir líka. Mér fannst Ísland eiga góða möguleika gegn Ung- verjum og þeir voru vissulega betri gegn Möltu. Mín reynsla af leikjum gegn Íslandi er slæm því alltaf þarf að hafa fyrir hlutunum hér. Nú gerðist það hins vegar að þeir biðu eftir okkur á vellinum og leyfðu okkur að koma fram og ég tel að það hafi verið mistök eins og kom reyndar í ljós með stóru tapi,“ sagði Lars Lagerback í leikslok. ■ Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari Íslands: Heppnina vantar FÓTBOLTI „Fyrst og fremst verður að muna að þarna vorum við að tapa fyrir einu besta landsliði í Evr- ópu,“ sagði Logi Ólafsson, lands- liðsþjálfari, niðurdreginn eftir leikinn. Þrátt fyrir að íslenska lið- ið hafi verið tekið í bakaríið í leiknum var engan bilbug á hon- um að finna og hann segist þess fullviss að þeir Ásgeir verði enn við stjórnvölinn hjá landsliðinu þegar næsti leikur fer fram í mars næstkomandi. „Ég vil meina að liðið sé ekki að spila verr en við gerðum í fyrra þegar flest úrslit voru mun betri en þau hafa verið undanfar- ið. Það sem vantar hins vegar í púslið núna er heppni. Hún hefur ekki fylgt okkur um langa hríð og þegar leikið er gegn svo erfiðum þjóðum sem Svíar eru þá þarf svona lítil þjóð á heppni að halda. Ég tel að við Ásgeir höfum meira fram að færa fyrir landsliðið og höfum fulla trú á því að þetta lið geti meira. Það er hægt að brjóta þetta 1-4 tap á heimavelli við Svía niður þannig að liðið hefur ekki verið að spila vel að undanförnu, engin heppni hefur fylgt okkur lengi og að Svíþjóð er ein besta knattspyrnuþjóð Evrópu. Það breytir því ekki að keppnin er ekki búin og þetta lið á nóg inni,“ sagði Logi. ■ 48-49 (32-33) Sport 13.10.2004 22:36 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.