Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 4
4 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Stimpilgjöld: Fjármálaráðherra tregur til að lækka STJÓRNMÁL Margret Frímannsdótt- ir, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar, lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á Alþingi í gær þar sem hún spurði um álit ráðherrans á lækkun eða afnámi stimpilgjalda. Í máli þingmanns- ins kom fram að Samfylkingin teldi að almenningur nyti ekki vaxtalækkunar á húsnæðislánum sem skyldi vegna „óréttlátrar skattlagningar í formi stimpil- gjalda“. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði koma til greina að endurskoða stimpilgjöld „heild- stætt“. Hann benti á að sumir teldu að lækkun eða afnám stimp- ilgjalda í fasteignaviðskiptum kynnu að auka þenslu í þjóðfélag- inu. Sagðist hann fyrst og fremst fús til að endurskoða stimpilgjöld í þeim tilfellum þegar leiðrétta þyrfti samkeppnisstöðu banka. Hins vegar væri hann síður fús að lækka þinglýsingargjöld vegna fasteignaviðskipta. Talið er að ríkið hafi fjögurra milljarða tekjur af stimpilgjöld- um en hluti þess fjár rennur til baka í vasa almennings í formi vaxtabóta. -ás Framsókn stöðvar lækkun matarskatts Flokkar sem fengu 82% atkvæða í kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef „svigrúm“ gefist. STJÓRMÁL Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að „bullandi þverpóli- tískur vilji sé til þess“ eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr fjórtán í sjö prósent. Tveir stærstu stjórnmálaflokk- arnir á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matar- skattinn og fulltrúar Vinstri grænna og Frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm sautján prósent at- kvæða í síðustu kosningum. „Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn,“ segir Össur. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. „Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn,“ sagði Geir við kynningu fjárlagafrum- varpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, segist þó ekki útiloka lækkun matarskatts ef til þess gefist „svigrúm“ eins og hann orð- ar það. Hann segir skattalækk- anaáform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segir að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskatts í alls tuttugu millj- arða skattalækkunum. Fjögurra prósenta lækkun tekjuskatts ein og sér kostar að minnsta kosti sextán milljarða, eignaskattur lækkar um þrjá milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: „Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svig- rúm. Ef það skapast meira svig- rúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpil- gjöldin sem mörgum þykja órétt- lát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á.“ a.snaevarr@frettabladid.is ■ MIÐ-AUSTURLÖND Á ríkið að auka tekjur sveitar- félaga til að liðka fyrir samning- um við kennara? Spurning dagsins í dag: Horfðir þú á landsleik Íslendinga og Svía í fótbolta sem fram fór í gær? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 36% 65% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Barnaheill bent á barna- klám: Fjórtán ís- lensk tilvik BARNAKLÁM Fjórtán ábendingar um barnaklám, sem vistað er í tölvum á Íslandi, bárust Barna- heill á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Tíu slíkar bárust á sama tíma í fyrra. Barnaheill taka við ábending- um um barnaklám á netinu, hvort sem það leynist í tölvum á Íslandi eða í útlöndum og bárust alls 364 tilkynningar á fyrstu sex mánuðum ársins eða 60 á mánuði. Af þeim reyndust 110 lúta að barnaklámi en aðrar snéru að annars konar klámefni sem misbauð fólki, svo sem dýraklámi og fleiru. Alls bárust 272 tilkynningar á sama tíma í fyrra og nemur aukningin 34 prósentum. Bæði er um að ræða tilkynningar um vefsvæði sem eru öllum opin og eins efni sem vistað er á lokuðum vefsvæðum. Eru slík tilvik illviðráðanlegri. Barnaheill koma upplýsing- um um klám á netinu til viðeig- andi yfirvalda, lögreglu á Ís- landi ef svo ber undir, netþjón- ustufyrirækja eða systursam- taka í útlöndum. Slóð samtak- anna er barnaheill.is. BÞS Utanríkismálanefnd: Krefjast gagna um Íraksmálið STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna krafðist þess á fundi utanríkis- málanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfa- skriftir áttu sér stað á milli ís- lenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir „hinar viljugu þjóðir“ sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins kom á fund nefnd- arinnar en Steingrímur J. sagði lítið hafa verið upplýst um at- burðarásina frá 17.-19. mars þeg- ar ákvörðunin var tekin. „Við erum rétt að byrja að fara ofan í saumana á þessu.“ Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segir að talsvert af gögnum hafi verið af- hent í dag, þar á meðal þjóðréttar- leg afstaða ýmissa ríkja. Hins vegar hefði hún vissa fyrirvara á sumum óskum formannsins um gögn. „Hins vegar þegar upp er staðið var þetta pólitísk ákvörðun um að standa með bandamönnum okkar.“ ÁS FRELSUNAR RIGA MINNST Um 2.000 manns, mest megnis aldraðir rússneskumælandi borgarar, komu saman í Riga, höfuðborg Lettlands, í gær til að minnast þess að 60 voru liðin frá því Rauði herinn frelsaði borgina úr höndum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. ENDURBÓTUM Á KIRKJUM HÆTT Deilur Artemije biskups, yfir- manns serbnesku hreintrúarkirkj- unnar í Kosovo, og yfirvalda hafa orðið til þess að umbótum á kirkj- um sem Kosovo-Albanar ýmist skemmdu eða eyðilögðu þegar þeir réðust gegn Serbum í vor hef- ur verið hætt. Biskupinn hafnaði samkomulagi sem hafði náðst um fjármögnun framkvæmda. TIMBURSMYGLARAR HANDTEKNIR Spænska strandgæslan lagði hald á 33 tonn af ólöglegum brasilísk- um við og handtók sex smyglara. Viðurinn er metinn á um 250 millj- ónir króna og kemur úr um þús- und trjám sem bannað var að fella fyrir meira en áratug. HERFORINGJA VIKIÐ FRÁ STÖRF- UM Ísraelskum herforingja hef- ur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hann hafi skotið þrettán ára stúlku til bana á Gaza-svæðinu. Stúlkan var á gangi nærri flóttamannabúðun- um Rafah þegar hún var skotin. Ísraelar segja hana hafa verið á bannsvæði og að hermenn hafi talið hana vera með sprengju á sér. MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Segir 60% stimpilgjalda greidd úr vasa heimilanna. FRAMSÓKN Á MÓTI Lækkun matarskatts er sögð stranda á Framsóknarflokknum. Halldór Ásgrímsson segir skattalækkanaáform stjórnarflokkanna liggja fyrir. UTANRÍKISMÁLANEFND RÆDDI ÍRAK Steingrímur J. krafðist upplýsinga um samtöl við erlenda ráðamenn. Þjóðarhreyfing: Vilja landið af listanum UTANRÍKISSTEFNA Þjóðarhreyfingin – með lýðræði segir Alþingi hafa ver- ið sýnd óvirðing með ákvörðun for- sætis- og utanríkisráðherra um að setja Ísland á lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak án þess að ákvörðunin væri borin undir utan- ríkismálanefnd Alþingis. Hreyfing- in segir að brotið hafi verið gegn 24. grein þingskapalaga með þessu. Hreyfingin krefst þess að landið verði tekið af „lista hinna fúsu og staðföstu“ og að ráðherrarnir játi mistök sín og biðji afsökunar á því að hafa beitt þjóðina blekkingum um ástæður innrásarinnar og lög- mæti hennar. ■ Reyðarfjörður: Hafnargerð hófst í sumar IÐNAÐUR Næstu tvö ár vinnur hafna- sjóður Fjarðarbyggðar við gerð ál- vershafnar við Hraun í Reyðarfirði. „Bryggjan verður 380 metra löng með 14,3 metra dýpi, en það er mesta dýpi sem þekkist við bryggju hér á landi,“ segir í tilkynningu bæj- arfélagsins, en allt að 100 þúsund tonna skip eiga að geta lagst að bryggjunni. Inn- og útflutningur um bryggjuna er áætlaður um 1,2 millj- ónir tonna á ári. Verkið hófst í sumar þegar - Arnarfell hóf að sprengja 40 þúsund rúmmetra af klöpp, dýpka og fylla um 260 þúsund rúmmetra og reka niður 450 metra langt stálþil. Boðin var 261 milljón króna í verkið og fimmtungur sagður vera að baki. - óká ■ EVRÓPA 04-05 13.10.2004 21:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.