Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 24

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 24
Skapa peningar hamingjuna? Hagfræðingar hafa á síðustu árum varið síauknum tíma í rannsóknir á mannlegu atferli sem ekkert hefur með peninga að gera. Meðal þess sem þeir hafa komist að er að ríkidæmi er ekki endilega ráðandi um það hvort menn séu hamingjusamir. Peningar skapa, með öðrum orðum, ekki hamingj- una. Fátækt er hins vegar ákaflega líkleg til að stuðla að óhamingju. Fólk sem þénar vel er líklegt til að verja peningum sínum í ýmiss konar lúxus og óþarfa sem virðist ekki auka hamingju þess. Í nýlegri rannsókn við Cornell-háskóla kom í ljós að eyðsla í veraldlega hluti skapar minni hamingju heldur en gott fjölskyldulíf og góð heilsa. Þetta er þó ekki algilt. Rannsóknir sýna nefnilega líka að þegar einstaklingar auðgast meira en fólk í kring- um þá þá verður þeir hamingjusamir – að minnsta kosti þangað til það kynnist nýju fóki sem á ennþá meiri peninga. Nýr CM á markað Nú styttist í að ný útgáfa af hinum vinsæla tölvu- leik Championship Manager komi á markað á Ís- landi. Búist er við að fyrstu eintökin verði komin í sölu hérlendis 5. nóvember. Championship Mana- ger leikirnir eru í hávegum hafðir meðal knatt- spyrnuáhugamanna í öllum aldurshópum. Það eru því góðar líkur á því að margir miðaldra og virðulegir menn í jakkafötum verði með fleira en Excel í gangi á tölvunum sín- um á skristofutíma næstu mánuðina. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.860 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 691 Velta: 7.218 milljónir -0,28% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hlutafjárútboði KB banka er lokið og tilkynnt verður um niður- stöður þess fyrir opnun markaðar í dag. Í boði voru allt að 110 millj- ón hlutir og gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu milljarðar króna fáist í útboðinu. Verð hlutabréfa í Singer & Friedlander lækkaði lítillega í gær. Hluturinn kostar nú 306 pens. Mikil viðskipti voru með bréfin. Úrvalsvísitalan hefur nú lækk- að þrjá daga í röð. Það er í fyrsta sinn síðan í júlí sem það gerist. Rekstur Big Food Group í Bret- landi gengur verr en búist var við. Baugur hyggur á yfirtöku á félag- inu en nú er talið að tilboð Baugs verði lækkað. 24 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Ísland fellur úr áttunda í tí- unda sæti á lista yfir mestu samkeppnishæfni. Lítill ár- angur í nýsköpun dregur einkunn Íslands niður en gæði opinberrar þjónustu eru í hæsta gæðaflokki. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir 104 þjóðir þegar hagvaxtarlíkur á komandi árum eru metnar. Niður- stöður í alþjóðlegri rannsókn World Economic Forum voru kynntar í gær og þar kemur fram að Ísland fellur um tvö sæti. Í fyrra var Ísland í áttunda sæti. Finnland er efst á blaði eins og í fyrra og Bandaríkin í öðru sæti. Hin Norðurlöndin koma einnig vel út. Svíþjóð er í þriðja sæti, Dan- mörk í fimmta og Noregur í sjötta. Árið 1997 var Ísland í 38. sæti á listanum og segir Hallgrímur Jón- asson, forstjóri Iðntæknistofnun- ar, að vera megi að ákveðið jafn- vægi sé komið á eftir hraðstígar framfarir undanfarin ár. Hann segir ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því að Ís- land falli niður um tvö sæti. „Það er í sjálfu sér hverfandi eða lítill munur þar á,“ segir Hallgrímur. Ísland fær 5,44 stig en Sviss, sem er í áttunda sæti, fær 5,49. Finn- land er nokkuð öruggt í efsta sæt- inu með 5,95 stig. „Þessi vísitala á að gefa til kynna hagvaxtarhorfur næstu fimm til átta árin. Hún er sett saman úr tæknivísitölum annars vegar og hins vegar úr gæðum op- inberra stofnana og efnahags- kerfisins. Við komum langbest út varðandi gæði opinberra stofnana og höfum ákveðna yfirburði þar. Við komum sömuleiðis mjög vel út í samanburði á samskiptamál- um. Þar er tekið tillit til fjölda internettenginga og þess háttar,“ segir Hallgrímur. Hann segir að Ísland komi hins vegar ekki vel út varðandi nýsköp- un og frammistaða í þeim efnum dragi einkunnina niður. Að hans mati kann stærð landsins að ráða þar einhverju þar sem aðgangur að sérhæfðri rannsóknarþjónustu sé minni hér en í stærri samkeppnis- löndum. „Þetta er svið sem við eig- um að bæta og það eru skilaboðin sem við fáum,“ segir Hallgrímur. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 51,90 -1,14% ... Bakkavör 29,00 +0,35% ... Burðarás 15,60 +1,30% ... Atorka 5,75 -1,71% ... HB Grandi 7,40 -2,63% ... Íslandsbanki 11,70 +0,86% ... KB banki 495,00 - 0,40% ... Landsbankinn 14,90 -1,97% ... Marel 54,80 -1,26% ... Medcare 6,28 -1,10% ... Og fjarskipti 3,85 +1,32% ... Opin kerfi 25,50 +2,00% ... Samherji 13,10 - ... Straumur 10,10 - ... Össur 95,50 +0,53% Ísland í tíunda sæti Hampiðjan 5,26% Opin kerfi 2,00% Og fjarskipti 1,32% Líftæknisjóðurinn -34,65% Síminn -3,16% SÍF -2,68% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 410 4000 | landsbanki.is • Háspenna – flensluhætta. Hva› flolum vi› mikinn hagvöxt? Björn Rúnar Gu›mundsson, hagfræ›ingur Greiningardeildar Landsbankans • Vinnumarka›ur og efnahagsstö›ugleiki Hannes G. Sigur›sson, a›sto›arframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins • Hversu lengi geta skuldir heimilanna aukist? Edda Rós Karlsdóttir, forstö›uma›ur Greiningardeildar Landsbankans Hagspá Landsbankans 2004 -2010 Landsbankinn b‡›ur til morgunver›arfundar á Grand Hótel, flri›judaginn 19. október, kl. 8-10. fiar ver›ur hagspá Landsbankans fyrir árin 2004-2010 kynnt og sjónum beint a› getu efnahagslífsins til a› takast á vi› flann mikla hagvöxt sem framundan er. Fundarstjóri er Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Ver›bréfasvi›s Bo›i› ver›ur upp á morgunver›arhla›bor› frá kl. 7:45, en Sigurjón fi. Árnason, bankastjóri, setur fundinn kl. 8:00. Vinsamlega tilkynni› flátttöku á vef Landsbankans, www.landsbanki.is Hver er hræddur vi› hagvöxt? Banki allra landsmanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 15 10 /2 00 4 KYNNING Á NIÐURSTÖÐUM Bein útsending var frá kynningu á niðurstöðum World Economic Forum í gær. Ísland er meðal tíu þjóða þar sem efnahagshorfur teljast bestar. 24-41 (24-25) Viðskipti 13.10.2004 19:55 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.