Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 28
Nú er veturinn á næsta leiti og því er um að gera að athuga hvort gluggarnir séu í góðu standi svo þú frjósir ekki úr kulda. „Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er,“ segir Lára Sveinsdóttir leikkona. „Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma.“ Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið.“ Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur.“ Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. „Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maður- inn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í stað- inn. Annars er hann duglegur að vaska upp.“ Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið baga- legt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. „Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi.“ Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru. brynhildurb@frettabladid.is Gluggalausnir eru nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gluggatjöldum og öllu sem þeim viðkemur. Fyrir- tækið var stofnað fyrir aðeins mán- uði síðan og hefur fengið góðar við- tökur hér á landi. Gluggalausnir bjóða upp á al- hliða þjónustu fyrir fólk sem er að leita sér að gluggatjöldum. Fólk getur hringt inn og fengið starfsmenn fyrir- tækisins heim til sín. Starfsmenn athuga hvað það er sem viðskipta- vinirnir vilja og koma með sýnis- horn heim til þeirra sem þeir geta síðan valið úr í ró og næði. Öll fjölskyldan getur þá safnast saman seinni part dags og valið gluggatjöld í sameiningu. Starfs- menn fyrirtækisins stinga líka upp á lausnum fyrir fólk ef það er í vafa. Síðan er glugginn mældur vandlega þannig að gluggatjöldin passi og pöntunin send út til fyrir- tækja sem framleiða vörur fyrir Gluggalausnir. Getur það tekið allt frá tveim upp í fjórar vikur að fá gluggatjöld af- greidd. Loks koma starfsmenn Glugga- lausna með glugga- tjöldin heim til við- skiptavina og setja þau upp fyrir þá. „Í þessari þjón- ustu felst talsverð- ur sparnaður því í raun ertu að fá tutt- ugu fyrirtæki heim til þín. Nú þarf fólk ekki að fara í margar mismun- andi verslanir til að fá það sem það vill heldur fær það heildarþjónustu frá okkur,“ segir Páll H. Diego, meðeigandi Glugga- lausna. Gluggalausnir bjóða einnig upp á stuttar gluggatjaldasýn- ingar í fyrirtækjum. Hægt er að hafa samband við fyrirtækið í síma 534 1300 eða í tölvupóstinn bbi@gluggalausnir.is. ■ Svínshárabursti í bala Mörgum er sjálfsagt til ama hve vask- urinn er stundum óhreinn þegar uppvaskinu er lokið. Þessi létti og meðfærilegi bali úr hrágúmmíi er settur í vaskinn þegar uppvaskið skellur á og er svo fjarlægður, brotinn saman og settur inn í skáp þegar því er lokið þannig að vaskurinn stendur spegilsléttur eftir. Með balanum fylgir beykiuppþvottabursti með svínshár- um. Burstinn og balinn eru úr alger- lega náttúrulegum efnum þannig að nú er bara að láta hreint íslenskt vatn renna og þvo upp, sjálfum sér og umhverfinu til ánægju. Balinn og burstinn saman kosta 6.380 krónur í Bodum í Húsgagna- höllinni. [ NÁTTÚRULEGT ]Gluggalausnir: Ný alhliða þjónusta Gluggalausnir bjóða upp á mikið úrval af gluggatjöldum sem eru sérhönnuð fyrir gluggann þinn. Lára Sveinsdóttir tímir ekki að breyta: Eldhúsið mitt er með sál Lára nýtur þess að drekka morgunkaffi í eldhúsinu sínu. - mest lesna blað landsins Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa Kringlu- Kast í DUKA 14.- 17. október. 20% afsláttur af Höganes ýmis önnur tilboð DUKA vandaðar heimilis og gjafavörur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 28-29 (04-05) Allt heimili 13.10.2004 16:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.