Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Salsa- Salsa Harpa og Heiðar kenna ekta Kúbu-Salsa frá kl.21-22. Síðan verður Salsastemning fram eftir kvöldi. Opus 7 Hafnarstræti 7 Fyrstu tónleikar starfsársins hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verða í Glerárkirkju í kvöld. Á efnisskránni eru Sellókonsert eftir R. Schumann og Sinfónía nr. 4 eftir J. Brahms. Einleikari á tónleikunum verður Nicole Vala Cariglia sellóleikari. Nicole, sem er starfandi sellóleikari í Boston, hóf nám sitt í sellóleik á Akur- eyri en stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum. ■ Sinfónía og selló Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari heldur tónleika í Laugarneskirkju á sunnudaginn 17. október, klukkan 17.00. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á fullklárað orgel kirkjunn- ar, en að sögn Gunnars Gunnars- sonar organista var orgelið vígt í desember 2002. „Þá átti að vísu eft- ir að setja í það þrjár mikilvægar raddir. Þær voru settar í orgelið í vor,“ segir Gunnar. „Síðan höfum við Sigurður Flosason tekið upp einn disk á orgelið, sem er ekki kominn út – en þetta eru fyrstu tón- leikarnir sem haldnir eru á orgelið fullklárað. Orgelið í Laugarneskirkju er ís- lenskt; stærsta hljóðfæri orgel- smiðsins Björgvins Tómassonar og óvenju hljómmikið. Segir Gunnar það passa Laugarneskirkju mjög vel vegna þess að þar sé hljóm- burður einstakur og henti afar vel fyrir orgeltónlist. Til gamans má geta þess að þetta er 26. orgelið sem Björgvin hefur smíðað – og hefur hann smíðað nokkur síðan. Á efnisskránni hjá Eyþóri verða verk eftir Sweelinck, Frescobaldi, Buxtehude og Bach en einnig tvö verk eftir Jón Nordal. Eyþór mun kynna verkin jafnóðum og fjalla um þau. Eyþór Ingi Jónsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóð- kirkjunnar árið 1998, þar sem Hörður Áskelsson var orgelkenn- ari hans. Eftir að hafa starfað sem organisti í Akureyrarkirkju vetur- inn 1998-1999 hóf hann nám við kirkjutón- listardeild Tón- listarháskólans í Piteå í Sví- þjóð. Eftir að því námi lauk hóf hann fram- haldsnám við einleikaradeild- ina í sama skóla. Þar er hann enn við nám. Eyþór hefur einbeitt sér sér- staklega að flutningi norður-þýskr- ar barokk-tónlistar og nútímatón- listar. Hann hefur tekið þátt í fjöl- mörgum námskeiðum víða um Evr- ópu og haldið fjölda tónleika á Ís- landi og annars staðar á Norður- löndum. Eyþór starfar nú sem kór- stjóri og aðstoðarorganisti við Ak- ureyrarkirkju. ■ LAUGARNESKIRKJA: ÍSLENSK VÖLUNDARSMÍÐ Tónleikar á fullklárað orgel EYÞÓR INGI JÓNSSON 42-43 (26-27) Menning 13.10.2004 19:28 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.