Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 46
30 14. október 2004 FIMMTUDAGUR
„Klukkan var hálftvö að staðartíma þegar það hætti skyndilega að rigna á Íslandi í gær. Ég sá
sólina í fyrsta sinn að því að ég hélt. Það var hins vegar engin sól heldur demanturinn hans Eiðs
Guðjohnsen.“
Mats Olsson, dálkahöfundur sænska dagsblaðsins Expressen, skrifaði skemmtilega grein í blað sitt um upplifun sína á Íslandisport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
11 12 13 14 15 16 17
Fimmtudagur
OKTÓBER
FÓTBOLTI „Ég einbeiti mér að mínu
starfi með U21 árs liðinu og vona
að draumurinn um að komast í A-
landsliðið komi síðar,“ segir
Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður
með Víking í Noregi, en hann hef-
ur staðið sig vonum framar með
íslenska U21 árs landsliðinu og
hefur skorað öll sex mörk liðsins í
riðlakeppninni. Spurningar hafa
vaknað upp hvort ekki sé þörf fyr-
ir slíkan mann í aðalliði Ásgeirs
og Loga en Hannes segir það ekk-
ert sérstakt keppikefli eins og
sakir standa.
Hannes spilaði afbragðsvel
ásamt liðinu öllu þegar góður 3-1
sigur vannst á U21 árs liði Svía í
Grindavík á þriðjudaginn var.
„Heppni er alltaf hluti af þessu
en gegn Svíum var allt liðið að
spila vel og þess vegna fékk ég
góð tækifæri til að skora,“ segir
Hannes, en liðið hefur nú unnið
tvo leiki og tapað tveimur. „Þetta
var bara okkar dagur. Við vorum
allir frískir og náðum þeim leik
sem við vildum. Létum þá lítið
stjórna spilinu og niðurstaðan var
okkur í hag. Við vissum alltaf að
okkar lið var ekki verra en það
sænska og þegar sjálfstraustið er
í góðu lagi eins og þarna var er
allt hægt.“
Hannes hefur leikið fyrir nors-
ka liðið Víking frá Stafangri um
tíma en samningur hans við liðið
rennur út í desember. Hann vill
ekki gefa upp hvað tekur við eftir
það en hann hefur fengið færri
tækifæri með Viking en hann von-
aðist eftir. „Ég hef ekki fengið
eins mörg tækifæri og ég vildi.
Þeir vilja þó hafa mig áfram og
hafa boðið mér áframhaldandi
samning en ég ætla að taka mér
góðan tíma til að taka ákvörðun.“
Hannes vill ekki gefa upp
hvort önnur félög hafi sóst eftir
hæfileikum hans en víst er að sex
mörk í tveimur U21 árs lands-
leikjum auka möguleika á að fleiri
félög hugsi sér gott til glóðarinn-
ar. „Ég er ekkert að flýta mér að
taka ákvörðun. Það hafa orðið
breytingar hjá Víking eftir að Roy
Hodgson tók við þjálfun liðsins og
verið getur að ég fái fleiri tæki-
færi en verið hefur en slíkt mun
að sjálfsögðu hafa áhrif á ákvörð-
un mína þegar þar að kemur.“
Lið Víking er í botnbaráttunni í
norsku deildinni en þarf að líkind-
um aðeins einn sigur í þeim fjór-
um leikjum sem eftir eru til að
bjarga sér af hættusvæðinu. ■
FRÆKILEGUR SIGUR Landsliðsmenn Íslands fagna einu af þremur mörkum sem
Hannes Sigurðsson skoraði gegn Svíum.
Allt hægt þegar sjálfs-
traustið er til staðar
Hannes Þ. Sigurðsson er eini leikmaður U21-árs landsliðs Íslands sem
skorað hefur fyrir liðið hingað til í undankeppni HM. Tvær þrennur í
tveimur leikjum hjá leikmanni sem varla kemst í lið sitt í Noregi.
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík og Breiðablik
mætast í Grindavík í Hópbílabikar
karla í körfubolta.
19.15 Haukar og Fjölnir mætast á
Ásvöllum í Hópbílabikar karla í
körfubolta.
19.15 Hamar/Selfoss og ÍR
mætast í Hveragerði í
Hópbílabikar karla í körfubolta.
19.15 Keflavík og Ármann/Þróttur
mætast í Keflavík í Hópbílabikar
karla í körfubolta.
19.15 KR og KFÍ mætast í DHL-
höllinni í Hópbílabikar karla í kör-
fubolta.
19.15 Njarðvík og Þór
Þorlákshöfn mætast í Njarðvík í
Hópbílabikar karla í körfubolta.
19.15 Tindastóll og Skallagrímur
mætast á Sauðárkróki í
Hópbílabikar karla í körfubolta.
19.15 Snæfell og Valur mætast í
Stykkishólmi í Hópbílabikar karla í
körfubolta.
19.15 ÍBV og FH mætast í
Vestmannaeyjum í 1. deild kven-
na í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
16.45 Handboltakvöld á RÚV.
17.30 Þrumuskot - ensku mörkin
á Skjá einum.
17.55 Olíssport á Sýn.
19.10 Inside the US PGA Tour
2004 á Sýn.
19.40 Einvígi á Spáni á Sýn. Sýnt
frá einvígi Gregs Normans og
Sergio Garcia í golfi sem fram fór
á Spáni.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn.
Það hefur lengi verið grunnt á þvígóða milli spænsku stórliðanna
Real Madrid og Barcelona. Sá fjand-
skapur kom þó ekki í veg fyrir að fé-
lögin vinni saman þegar það
hentaði báðum aðilum.
Þau tóku höndum saman
og leigðu flugvél til að fly-
tja brasilísku landsliðs-
mennina sem eru í
þeirra liðum, Ronald-
inho hjá Barcelona og
Roberto Carlos og Ron-
aldo hjá Real Madrid,
heim strax eftir landsleik
Brasilíu og Kólumbíu
sem fram fór í nótt. Það
kostaði félögin rúmar
11 milljónir íslenskar að leigja flug-
vélina undir stjörnur sínar.
Íslandsmeistarar FH ætlagreinilega ekkert að gefa eftir
á næsta tímabili í Landsbanka-
deildinni í knattspyrnu. Þeir
hafa samið við sóknar-
manninn Atla Viðar
Björnsson og mark-
vörðinn Valþór Hall-
dórsson til næstu
tveggja ára en
áður höfðu Bald-
ur Bett, Tommy Nielsen og Jón Þor-
grímur Stefánsson framlengt samn-
inga sína við félagið.
Færeyingarnir Fróði Benjaminsenog Hans Fróði Hansen, sem léku
með Fram í Landsbankadeildinni í
sumar, munu ekki spila með liðinu á
komandi tímabili. Fróði,
sem lék 16 leiki á
miðjunni hjá Fram
og skoraði þrjú
mörk, og Hans
Fróði, sem lék í
vörninni, þóttu ekki
standa undir vænt-
ingum og því
ákváðu forráða-
menn Fram að
semja ekki við þá á
nýjan leik. Ekki er
þó útilokað að þeir
spili með öðrum liðum hér á landi
næsta sumar en samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins eru nokkur félög
sem hafa áhuga á því að semja við
þá.
David Beckham hefur beðist af-sökunar á því að hafa reynt að fá
gula spjaldið viljandi í leiknum gegn
Wales. Beckham viðurkenndi eftir
leikinn að hann hefði vísvitandi reynt
að fá spjald til að taka út bann í
leiknum gegn Aserbaídsjan sem
fram fór í dag. Beckham meiddist í
leiknum gegn Wales og
fannst því tilvalið að slá
tvær flugur í einu höggi
þar sem hann myndi
hvort sem er missa af
leiknum. „Þetta var rangt
af mér og ég bið alla sem
hlut eiga að máli afsök-
unar,“ sagði Beckham í
gær.
Körfuknattleikskappinn DennisRodman, sem er orðinn 43 ára
gamall, hefur mikinn áhuga á því að
spila á nýjan leik í NBA-deildinni í
körfubolta. Rodman hefur þó
áhyggjur af því að orðstír hans eyði-
leggi fyrir honum því hann
hefur löngum haft orð á sér
fyrir að vera vandræða-
barn innan vallar sem
utan. „Allir halda að það
sé ekki hægt að þjálfa
mig og ég skil ekki
hvers vegna. Ég er bara frjálslegur í
fasi og hegðun,“ sagði Rodman sem
spilaði síðast með Dallas Mavericks
árið 2000 en dvöl hans hjá félaginu
stóð yfir í heila 29 daga.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóriManchester United, segist ætla
að gera hinn nítján ára gamla Wayne
Rooney að besta knattspyrnumanni
heims og telur að það gerist á næstu
fimm árum. „Hann á enn
margt eftir ólært en við meg-
um ekki gleyma því að
hann er enn mjög ungur.
Markmiðið er að gera
hann að besta fótbolta-
manni í heimi á næstu
fimm árum en hann mun
ekki fá neina sérmeðhöndl-
un. Hann verður gagnrýndur
fyrir mistök og hrósað ef hann
gerir góða hluti,“ sagði Ferguson.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
Dekkjalagerinn er nú á 11 stöðum um land allt!
Sólbakka 8
310 Borgarnesi
Miðási 23
700 Egilsstöðum
Víkurbraut 4
780 Höfn
Gagnheiði 13
800 Selfossi
Hlíðarvegi 2-4
860 Hvolsvelli
Njarðarnesi 1
603 Akureyri
Skeifunni 3c
108 Reykjavík
Viðarhöfða 6
110 Reykjavík
Melabraut 24
220 Hafnarfirði
Iðavöllum 8
230 Keflavík
Flugumýri 16
270 Mosfellsbæ
...einfaldlega betri!
KÖRFUBOLTI Seattle eignaðist sína
fyrstu meistara í atvinnumanna-
sporti í 25 ár þegar kvennakörfu-
boltalið borgarinnar vann WNBA-
deildina í fyrrinótt. Seattle Storm
liðið vann oddaleikinn gegn Conn-
ecticut Sun, 74-60, en hvorugt liðið
hafði orðið meistari áður. Karla-
körfuboltalið borgarinnar vann
NBA-deildina 1979 en síðan var lið-
inn langur tími fyrir íbúa borgar-
innar sem fögnuðu vel og lengi
þegar titilinn var í höfn. Í liði
Storm leika tveir af bestu leik-
mönnum deildarinnar leikstjórn-
andinn Sue Bird, sem lék nefbrotin
alla úrslitakeppnina, og ástralski
miðherjinn Laureen Jackson sem
er af mörgum talin besta körfu-
boltakona heims. Mikilvægasti
leikmaður liðsins í úrslitaleikjun-
um gegn Sun var þá Betty Lennox
sem skoraði 23 stig í lokaleiknum
og alls 22,3 stig að meðaltali í leikj-
unum þremur. Lennox kom til liðs-
ins fyrir tímabilið þegar fyrrum lið
hennar var lagt niður en hún hafði
flakkað milli liða síðustu ár þar til
hún fann sinn samastað í Seattle-
borg. Jackson og Bird, sem eru að-
eins 23 og 24 ára áttu frábæra leiki
á leiðinni í úrslitaeinvígið en það
var innlegg hinnar 28 ára gömlu
Lennox sem réði öllu í úrslitaleikj-
unum. Storm lenti 0-1 undir í ein-
víginu en vann báða heimaleiki
sína og tryggði sér þar með titilinn.
Þjálfari Storm, Anne Donovan,
varð þannig fyrsta konan til þess
að stjórna liði til sigurs í WNBA-
deildinni en önnur af aðstoðarþjálf-
urum hennar er einmitt Jennifer
Boucek sem lék með Keflavík
tímabilið 1997-98 og leiddi liðið þá
til sigurs á bæði Íslandsmóti og í
bikar. ■
STÓRA STUNDIN Leikmenn Seattle bíða
eftir að lokaflautið gjalli og titillinn sé í höfn.
Góðkunningi Íslendinga hjá Seattle Storm-meistaraliðinu:
Seattle-borg eignaðist
langþráð meistaralið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
Við vissum alltaf að
okkar lið var ekki
verra en það sænska og
þegar sjálfstraustið er í
góðu lagi eins og þarna var
er allt hægt.
,,
46-47 (30-31) Sport 13.10.2004 21:05 Page 2