Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 44
Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, er 67 ára í dag en segist ekki gera mikið úr afmælinu svona á sein- ni árum, meira hafi verið um það áður fyrr. „Konan hefur hóað saman öllum í fjölskyld- unni, en mér finnst langbest að vera með fjölskyldunni á svona dögum,“ segir Bergur sem hef- ur þó haldið nokkrum sinnum veglega upp á afmælið og síðast þegar hann var sextugur og taldi hann það afskaplega skemmtilegt. „Ég minnist þó helst þrítugs- afmælis míns sérstaklega, sem var eftirminnilegt kannski helst fyrir þær sakir að það var fyrs- ta stórafmælið sem ég hélt upp á sem fullorðinn og giftur mað- ur,“ segir Bergur sem var þá ný- giftur og leit framtíðina björt- um augum og í dag er hann rík- ur af börnum og barnabörnum. „Mér finnst reyndar alveg ótrúlega stutt síðan ég var þrí- tugur, það er svo merkilegt með tímann hvað hann líður hratt,“ segir Bergur. Á tímum þegar framkvæmdastjórum er oft skipt út getur Bergur státað sig af 29 ára starfi sem fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykja- víkur og telur hann sig lánsaman að hafa tekið þátt í þeirri geysi- legu breytingu sem þar hefur átt sér stað. „Allt starf leikskólanna er komið í fastari skorður en áður var, auk þess sem ákveðnar kröfur eru lagðar fram. Þannig að foreldrar geta nokkuð vel treyst okkur fyrir börnunum sem er forsenda starfsins,“ seg- ir Bergur. Á vinnustaðnum segir hann ekki hefð fyrir því að mæta með köku á afmælisdaginn en stórafmælum er sérstaklega fagnað. „Við erum svo sem ekki alltaf að halda upp á eitthvað hérna í vinnunni en það er hættulega mikið um utanlandsferðir sem verður til þess að sælgæti safn- ast á hættulega staði hjá okkur sem þurfum að passa okkur,“ segir Bergur hlæjandi. Ekki seg- ist hann vera mikið gefinn fyrir gjafir og hefur reynt að draga úr því ef eitthvað er, hinsvegar hafi hann meira gaman af því að gefa sjálfur. „Best finnst mér bara að eiga góða stund með fólkinu mínu,“ segir Bergur. kristineva@frettabladid.is 44 14. október 2004 FIMMTUDAGUR DWIGHT „IKE“ EISENHOWER Hershöfðingi og fyrrverandi Bandaríkjaforseti fæddist á þess- um degi árið 1890. Fjölskyldan langbest BERGUR FELIXSON FÆR FJÖLSKYLDUNA Í MAT TIL SÍN Á 67 ÁRA AFMÆLINU „Hver sá maður sem vill verða forseti er ann- að hvort brjálaður egóisti eða klikkaður.“ - Eisenhower vissi sjálfsagt ýmislegt um embætti Bandaríkjaforseta en það er spurning hvort George W. Bush og John Kerry væru tilbúnir að kvitta undir þessi orð afmælisbarnsins. timamot@frettabladid.is BERGUR FELIXSON Gerir ekki veður úr 67 ára afmælinu, eyðir deginum í vinnunni og mun njóta kvöldverðar með fjölskyldunni að vinnudegi loknum. „Konan hefur hóað saman öllum í fjölskyldunni, mér finnst langbest að vera með fjölskyldunni á svona dögum.“ Á þessum degi árið 1944 heimsóttu tveir þýskir herforingjar stríðshetjuna Erwin Rommel og gerðu honum ljóst að hann gæti valið á milli þess að stytta sér aldur með því að taka inn blásýru eða verða dreginn fyrir dómstóla fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um að steypa Adolf Hitler af stóli. Rommel kaus blásýruna enda vitað mál að í kjölfar dóms yrði hann leiddur fyrir aftökusveit. Rommel gerði síðan eiginkonu sinni og syni grein fyrir stöðu mála og fór síðan afsíðis og tók inn blá- sýruhylki sem gestirnir höfðu fært honum. Rommel kom sér þannig undan niðurlægingunni sem réttarhöld hefðu haft í för með sér en hann var sagður hafa látist af stríðssárum og ríkið kost- aði útför hans. Rommel fæddist í Þýskalandi árið 1891 og sýndi fyrst fram á ótvíræða leiðtogahæfileika sína í fyrri heimsstyrjöldinni en vaskleg framganga hans og einstakt hugrekki vöktu eftirtekt þar sem hann barðist í Frakk- landi, Rúmeníu og Ítalíu. Hann fékk ekki verðug verk- efni í upphafi seinni heims- styrjaldarinnar en þegar hann var sendur til Norður- Afríku árið 1941 fékk hann að sýna hvað í honum bjó þegar han gerði Bretum margar skráveifur með lymskulegum skyndiárásum sínum sem urðu til þess að hann fékk viðurnefnið Eyði- merkurrefurinn. 14. OKTÓBER 1944 Erwin Rommel styttir sér aldur til að komast hjá aftöku. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1954 Leikstjórinn Cecil B. DeMille byrjar tökur á kvikmynd sinni Boðorðin tíu í Egypta- landi. 25.000 manns koma fram í myndinni. 1962 Kúbudeilan hefst þegar bandarísk njósnaflugvél nær myndum af uppbygg- ingu Sovétmanna á eld- flaugaskotpöllum á eyjunni. 1964 Dr. Martin Luther King hlýt- ur friðarverðlaun Nóbels. 1970 Anwar el-Sadat verður for- seti Egyptalands eftir að Nasser fellur frá. 1987 Jessica McClure, 18 mánaða gömul stúlka, fellur ofan í yfirgefinn brunn í Texas. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í 58 klukkustundir. 1992 Rússneski fjöldamorðinginn og mannætan Andrei Chikatilo er dæmdur til dauða eftir að hafa verið fundinn sekur um 52 morð. Rommel fær afarkosti AFMÆLI Sigurður Grétar Guðmundsson, pípu- lagningameistari, Lýsubergi 6 í Þorláks- höfn, er 70 ára í dag, 14. október. Í tilefni af þessum merkisat- burði ætla hann og kona hans, Helga Harðardóttir, blóma- skreytir, að taka á móti ættingjum, vin- um og velunnurum föstudaginn 15. október í Félagsheimili Kópavogs milli klukkan 17 og 19. Böðvar Bjarki Pétursson, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi, er 42 ára. Adda Steina Björnsdóttir guðfræðingur er 41 árs. Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður er 31 árs. ANDLÁT Ásta Eyjólfsdóttir, áður Álagranda 10, Reykjavík, lést 2. október. Ármannía Kristjánsdóttir, Aðalgötu 56, Ólafsfirði, lést 8. október. Birta Sævarsdóttir, Dverghömrum 28, Reykjavík, lést 10. október. Friðrik Stefánsson, Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði, lést 10. október. Ingibjörg Sigurðardóttir, Bollatanga 11, Mosfellsbæ, lést 11. október. Jakobína S. Þorbjörnsdóttir, Hampson, Manchester, lést 11. október. Ásdís Arnfinnsdóttir, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, lést 12. október. JARÐARFARIR 13.30 Helgi Guðbjörnsson, Kárastöðum, Þingvallasveit, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 13. október síðastliðinn. Gíslína Erna Einarsdóttir Ragnar Georg Gunnarsson Guðríður Sigurjónsdóttir Eiríkur Gunnarsson Bára Jensdóttir Már Gunnarsson Erna Sigurðardóttir Einar Gunnarsson Matthildur Sigurðardóttir Sveinn Gunnarsson Jóna Birna Guðmannsdóttir Aldís Gunnarsdóttir Hafsteinn Örn Guðmundsson Hulda Gunnarsdóttir Örn Gunnarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Gunnar Haukur Eiríksson Flétturima 6, Reykjavík Mótmæli með þátttöku Ljóðskáldið Kristian Guttesen hef- ur gefið út sína fimmtu ljóðabók, Mótmæli með þátttöku, en þar fet- ar hann nýjar brautir í skáldskap sínum. „Bókin ber undirtitilinn „bítsaga“ og er safn ljóðaprósa í anda forms sem Danir kalla punktroman en þó að þetta séu að- greindir prósar mynda þeir saman heildstæða frásögn,“ segir skáldið sem áður hefur áður gefið út ljóða- bækurnar Afturgöngur, Skugga- ljóð, Annó & Ígull. „Ljóðmælandinn er á mörkum ljóss og myrkurs og hann sér svip- myndir úr lífi sínu renna hjá eins og í kvikmynd. Hér fara saman skörp myndskeið og hugrenningar sem gefa lesanda aðra sýn á veru- leikann.“ Kristian segist hafa byrjað að yrkja þegar hann var 21 árs og dvaldi í Ísrael með tímabundna vegabréfsáritun og vann svart á kóralbáti við nyrstu bakka Rauða hafsins. Fyrsta ljóðabókin, Aftur- göngur, kom út ári síðar en þar seg- ir hann frá svaðilförum sínum í suðurhöfum. „Ég dvaldi síðan í Bretlandi næstu ár á eftir og sendi frá mér tvær bækur, á ensku og á íslensku, sem segja frá hraðri atburðarás og kynnum mínum af bresku andófi tí- unda áratugarins eða „skemmtana- lífinu í Helvíti“ eins og ég kýs að kalla það,“ segir Kristian. Kristian gaf út ljóðabókina Íg- ull fyrir síðustu jól en hann segir hana hafa selst grimmt í götusölu. Hann hefur hingað til gefið verk sín út sjálfur en Mótmæli með þátttöku kemur út hjá bókaútgáf- unni Sölku. „Salka er í mikilli sókn en á þessu ári gefa þær út 30 bækur. Áður gáfu þær mest út handbækur og önnur rit fyrir konur en hafa í seinni tíð gefið út sífellt meira af skáldverkum, sem er mikilvægt fyrir íslenskan markað, að því leyti að það er mikilvægt að fleiri en tveir til þrír aðilar sjái um þann flokk.“ ■ KRISTIAN GUTTESEN Segir að vissulega sé nýja ljóðabókin tilraunakennd þótt hann byggi í raun á gömlum grunni: „Sem ljóðabók er hún framsækin en að mínu viti var Jón úr Vör þó einn af fyrstu mönnunum sem setti fram samhangandi myndir, nokkurs konar slideshow, með óhefðbundnum ljóðum. 44-45 (28-29) Tímamót 13.10.2004 20:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.