Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 18
ALÞJÓÐAMÁL Þekktur franskur Íslandsvinur hefur oft gert að gamni sínu með þeim hætti að segja að Íslendingar eigi heiður skilinn því þeir hafi uppgötvað Ameríku næstum fimm hundruð árum á undan Kólumbusi en þeir hafi hins vegar öfugt við hann haft vit á því að segja engum frá því!. Franski blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Jacques Julliard, að- stoðarritstjóri vikuritsins Nouvel Observateur, myndi seint taka und- ir slikan galgopahátt. Julliard er vinstrimaður í stjórnmálum og þekktur álitsgjafi í vikulegum dálki í blaði sínu og í umræðuþátt- um í frönsku sjónvarpi. Hann er nýkominn úr þriggja vikna fyrir- lestrarferð um Bandaríkin og flutti fyrirlestur í gær hér á landi á vegum Alliance francaise og Háskóla Íslands. Julliard leggur áherslu á að Frakkar og Bandaríkjamenn séu sögulega tengdar þjóðir; báðar hafi þjóðirnar varpað af sér oki kon- ungsveldis, stofnað lýðveldi og verið bandamenn í tveimur heims- styrjöldum að ógleymdu kalda stríðinu. Jafnvel þótt slegið hafi í brýnu nokkrum sinnum á síðustu áratugum hafi þó ekki kólnað jafn hressilega áður og eftir að stjórn George W. Bush tók við völdum. Kerry vinsæll „Já, samskiptin breytast ef Kerry vinnur,“ segir Julliard. „Sigri Kerry, sem er orðið mun lík- legra en áður, myndi því verða vel tekið mjög víða í heiminum en sér- staklega þó í Frakklandi. Kerry er sennilega vinsælasti bandaríski forsetaframbjóðandi í Frakklandi síðan á dögum John F. Kennedy. Kerry talar frönsku, á hús í Frakk- landi og á franska ættingja, þar á meðal Brice Lalonde, fyrrverandi ráðherra og forsetaframbjóðanda franskra græningja. Þessi frönsku tengsl gera Kerry raunar ekkert vinsælan heima fyrir! Frakkland, Þýskaland, Rússland og Belgía, lönd sem voru andsnúin stríðinu, munu seint senda her til Íraks en verði Kerry kosinn forseti verður viðfangsefnið ekki að senda her- menn til Íraks heldur kalla þá heim. Það verður að gera án þess að borgarastríð brjótist út. Þarna geta Evrópumenn, sérstaklega Frakkar, leikið stórt hlutverk vegna sambanda sinna í araba- heiminum. Ég er sannfærður um að sigri Kerry, muni afstaða Chiracs forseta og frönsku þjóðar- innar snarbreytast. Líklegast er að sigri Bush muni hann halda sömu stefnu áfram og jafnvel bæta í og fara með her á hendur Íran. Það myndi hafa varanlegan klofning hins vestræna heims í för með sér. Bush er að eyðileggja allt starf forvera sinna hvort heldur sem um er að ræða Atlantshafsbandalagið, Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópu- sambandið. Hann hlustar ekki á bandamenn sína í NATO, snið- gengur Sameinuðu þjóðirnar og reynir að kljúfa ESB. Það má færa rök að því að ESB hefði ekki orðið til ef forverar Bush hefðu ekki beitt sér fyrir Marshall-aðstoðinni. Rumsfeld reynir að ala á klofningi „gömlu“ og „nýju“ Evrópu. Ég held að slíkur klofningur Vesturlanda gæti orðið mjög skaðlegur, sérstak- lega í baráttunni gegn hryðjuverk- um.“ Frakkar aðeins til Íraks undir merkjum SÞ –Segjum að Kerry myndi biðja Frakka um að styðja sig með því að senda her til Íraks. Myndi hann gera það? „Nei. Frakkar myndu þó hugs- anlega senda her til Íraks undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Frakkar myndu gera það til að skilja að súnnímúslima, sjía og Kúrda. Það er mikil hætta á sundrun Íraks í þrennt þegar Bandaríkjamenn hverfa á braut. Við slíkar aðstæður gæti komið til greina að SÞ sendi hermenn. Frakkar myndu aðeins taka þátt við slíkar aðstæður. Eins og þér vit- ið eru átta lönd í bandalaginu búin að kalla her sinn heim, ekki færu Frakkar að hlaupa í skarðið!!“ Julliard hefur miklar áhyggjur af þróun fjölmiðla í vestrænum ríkjum á undanförnum árum. Hann talar um „Murdoch-væðinguna“. „Bandaríska pressan var fyrir- mynd alls heimsins hvað varðar sjálfstæði og fagleg vinnubrögð. Því miður er þetta liðin tíð. Nú vaða uppi auðjöfrar sem standa ný- íhaldsmönnum nærri. Þeir vilja að fjölmiðlar eigi ekki aðeins að upp- 18 14. október 2004 FIMMTUDAGUR HITINN AÐ GERA ÚT AF VIÐ FÓLK Aaron Skuse skellti sér út í næsta gos- brunn til að kæla sig þegar hitastigið í Sydney í Ástralíu fór í 37 stig. Veðurfræð- ingar spá því að mánuðurinn sem nú er vart hálfnaður verði heitasti októbermán- uður í sögu Ástralíu. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is 1. flokki 1991 – 51. útdráttur 3. flokki 1991 – 48. útdráttur 1. flokki 1992 – 47. útdráttur 2. flokki 1992 – 46. útdráttur 1. flokki 1993 – 42. útdráttur 3. flokki 1993 – 40. útdráttur 1. flokki 1994 – 39. útdráttur 1. flokki 1995 – 36. útdráttur 1. flokki 1996 – 33. útdráttur 2. flokki 1996 – 33. útdráttur 3. flokki 1996 – 33. útdráttur Frá og með 15. október 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 14. október. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf Íranar með fyrirheit um kjarnaáætlun sína: Lofa að smíða ekki kjarnavopn ÍRAN AP Íranar hétu Evrópuþjóðum því að ef Evrópubúar létu þá í friði varðandi framleiðslu á kjarnorku myndu þeir lofa því að smíða ekki kjarnorkusprengju. Evrópsk og bandarísk yfirvöld veltu því fyrir sér hvort fara mætti aðra leið, hvort réttast væri að greiða Írönum fyrir að hætta framleiðslu á kjarnorku. Tilboðið frá Írönum er ekki nýtt af nálinni en kom á ögur- stundu í ljósi þess þrýstings sem Sameinuðu þjóðirnar beita nú yfirvöld í Teheran í því skyni að stöðva framleiðslu á auðguðu úr- aníum. „Það er kominn tími til þess að Evrópubúar taki skrefið til fulls og viðurkenni löglega framleiðslu okkar á kjarnorku til friðsam- legra nota. Þess í stað heitum við því að kjarnorkuáætlun okkar miði ekki að framleiðslu kjarna- vopna,“ sagði utanríkisráðherra Írans, Kamal Kharrazi. Ekki voru taldar miklar líkur á því að tilboð Írana létti á þrýstingi um að þeir hætti alfarið við kjarnaáætlun sína. Bandaríkjamenn halda því fram að Íranar vinni í leyni að áætlun að smíði kjarnavopna en Íranar segjast eingöngu nota kjarnorku til framleiðslu raf- magns. ■ UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍRANS, KAMAL KHARRAZI: „Það er kominn tími til þess að Evrópu- búar taki skrefið til fulls og viðurkenni lög- lega framleiðslu okkar á kjarnorku til frið- samlegra nota. Þess í stað heitum við því að kjarnorkuáætlun okkar miðist ekki að framleiðslu kjarnavopna.“ JACQUES JULLIARD Segir Íslendinga aufúsugesti í hóp Evrópusambandsþjóða, en þeir geti ekki búist við undanþágum frá fiskveiðistefnu þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Endurkjör Bush þýddi klofning Vesturlanda Franski blaðamaðurinn og stjórnmálaskýrandinn Jacques Julliard segir að mikið sé í húfi fyrir framtíðarsamskipti Evrópu og Bandaríkjanna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann segist ekki hafa séð aðrar eins vinsældir og hjá John Kerry frá því Kennedy var og hét. Hafnfirðingar: Vilja nýja sundhöll SVEITARSTJÓRNARMÁL Hafnfirðingar kölluðu á íbúaþingi sem haldið var síðasta laugardag eftir úrbætum vegna langra biðlista í tónlistar- námi. Einnig var kallað eftir nýrri sundhöll og bættri aðstöðu til iðk- unar vetraríþrótta. Íbúaþingið var haldið í íþrótta- húsinu við Strandgötu og sóttu það um 370 Hafnfirðingar. „Úti- vist og stígar voru mikið til umræðu og komu fram óskir um bættar stígatengingar innan bæjarins, við útmörkina og til nágrannabæjanna,“ segir í til- kynningu bæjarins og áréttað að á þinginu hafi komið fram margar gagnlegar ábendingar og hug- myndir sem teknar verði til um- fjöllunar í ráðum og nefndum bæjarins. - óká Ekki alltaf heppinn: Lögregla skaut vinningshafa SEATTLE, AP Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum. Að sögn lögreglu var maður- inn, Rick Camat, vopnaður skammbyssu þegar atvikið átti sér stað. Ættingjar Camats segja að hann hafi einungis skotið upp í loftið til að dreifa mannfjöldan- um. Hann hafði notað sinn hlut af rúmlega 600 milljóna króna vinn- ingi til að kaupa hús handa móður sinni og bíla fyrir systkini sín. ■ HAFNARFJÖRÐUR Þeir sem þátt tóku í íbúaþingi í Hafnar- firði um síðustu helgi eru sagðir hafa fagnað tæki- færinu til að hafa áhrif á stefnumótun í bæjarstjórninni. AP /M YN D 18-19 13.10.2004 19:06 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.