Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 52
„I never had a dog that liked me some, I never had a friend or wanted one. So I just lay back and laugh at the sun, cause I’m in Sugar Town.“ - Nancy Sinatra kann greinilega vel við einveruna eins og kom fram í lagi hennar Sugar Town. 38 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Quarashi: Guerilla Disco, Maus: Tónlyst/Lystaukar, KK: Upphafið, Nelly: Sweat, Tom Waits: Real Gone, Duran Duran: Astronaut, The Stills: Logic Will Break Your Heart, Kasabian: Kasabian, The Honeymoon: Dialogue og Dusty, Springfield: Am I the Same Girl? [ TÓNLIST.IS ] NETLISTINN - VIKA 41 STARS Quarashi ÁST Ragnheiður Gröndal VÍSUR VATNSENDA-RÓSU Ragnheiður Gröndal ÞETTA MÆLTI HANN Bubbi Morthens Í NÆTURHÚMI Margrét Eir FRÆG! Esther Talia ÞESSA EINU NÓTT Védís Hervör Árnadóttir ORIGINAL SIN INXS ÍSLENSKIR SJÓMENN Bubbi Morthens FJÖLLIN HAFA VAKAÐ Egó STUN GUN Quarashi GLEÐITÍMAR Kalli Bjarni SEVEN YEARS Norah Jones SAIL ON Regína Ósk FER Í FÍLING Jón Jósep Snæbjörnsson DÍS Ragnheiður Gröndal TIL KIDDA Kalli Bjarni STOP COMING TO MY HOUSE Mogwai EINS OG GENGUR Kalli Bjarni SPEGILLINN Kalli Bjarni 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Adem Ilhan, bassaleikari síð- rokksveitarinnar Fridge, er for- sprakki hljómsveitarinnar Adem sem spilar á Iceland Airwaves í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 21. október. Tónlistinni má lýsa sem hugljúfu og melódísku gítar- poppi. Adem hefur verið ákaflega upptekinn undanfarið. Var hann nýkominn úr tónleikaferðalagi um Bretland með tónlistarmann- inum James Yorkston þegar blaðamaður ræddi við hann. Dag- inn eftir var hann síðan á leiðinni til Bandaríkjanna í aðra tónleika- ferð. Þrátt fyrir mikið annríki virkar Adem mjög afslappaður og yfirvegaður í símanum. „Ég hef það gott og er ánægður með að ég sé að leggja hart að mér og hef nóg að gera,“ segir hann, nánast hvíslandi. Hann segist hlakka rosalega til að heimsækja Ísland. „Mig hefur langað að fara þangað í langan tíma, ekki bara til að spila heldur til að skoða landið líka. Ég fæ aukadag til að skoða mig um án þess að þurfa að standa í blaðaviðtölum og öðru. Ég er mjög spenntur.“ -Þekkirðu íslenska tónlist? „Ég þekki Sykurmolana og síð- an Björk. Sigur Rós er góð og síð- an hefur Emiliana Torrini gert at- hyglisverða hluti. Miðað við fólks- fjöldann á Íslandi er hlutfall þeirra sem eru að gera góða hluti ótrúlega hátt.“ -Platan þín Homesongs hefur fengið fínar viðtökur. Um hvað ertu að syngja á plötunni? „Þetta eru lög um heimili, ekki bara heimili í þeirri skilgreiningu að hafa þak yfir höfuðið heldur líka fólkið sem lætur þér líða vel og þú ert öruggur hjá. Það er stað- ur sem þú ferð á þegar allt annað bjátar á. Ég skrifa um það sem hefur hent mig og vini mína og það sem gæti gerst í framtíðinni. Ég lími saman ljósmyndir frá þessum augnablikum, set þær saman og bý til eina tilfinningu. Mér finnst platan vera nútímaleg. Hún hefði ekki getað verið til án listamanna eins og Auterche, Ap- hex Twin, John Coltraine, Bjarkar og Radiohead. Öll þessi tónlist hefur gert mig að því sem ég er. Hún hefur skapað mig og þá tón- list sem ég vil gera.“ Aðspurður segist Adem vera að hlusta á ýmiss konar tónlist þessa dagana. Nefnir hann plöt- urnar Sung Tongs með Animal Collective og In a Silent Way með Miles Davis. Einnig hefur hann hlustað mikið á hörpuleikara nokkurn frá San Fransisco og fé- laga sinn James Yorkston. Leggur hann áherslu á leit sína að nýjum og framandi hlutum í tónlist bæði hjá sjálfum sér og öðrum tónlist- armönnum. Sjálfur ætlar Adem að vinna að nýrri plötu eftir að tónleikaferð- inni lýkur en að auki kemur ný plata með Fridge út í desember. Það er því nóg framundan hjá þessum athyglisverða tónlistar- manni. freyr@frettabladid.is Fyrr á þessu ári gerðist sá merki atburður að Brian Wilson og Paul McCartney gáfu út lag saman. Það var hið mislukkaða A Friend Like You á sólóplötu Wilsons, Gettin’ in Over My Head. Vin- irnir eru nú staðráðnir í að gera betur og ætla að skella hæfileik- um sínum saman í breiðskífu á næsta ári. Wilson hefur sagt í viðtali að þeir félagar ætli að gera rokk og ról plötu, hvað sem það nú þýðir. Upptökur eiga að hefjast á næsta ári, eftir að Wilson hefur lokið tónleikaferð sinni til að kynna meistaraverkið SMiLE. Wilson hefur líka sagt að ef SMiLE gangi vel á heimsvísu ætli hann sér að gera fylgifisk hennar, sem hljóta að teljast merkilegar fréttir fyrir aðdáend- ur Wilsons og The Beach Boys. Einnig hefur Amazon áform um að gefa út upprunalegu SMiLE-upptökurnar frá 1967 á disk. Þær eru reyndar ókláraðar, en engu að síður frábær viðbót í safnið. Slatti af upptökunum var þó gefinn út á safnboxinu Good Vibrations: Thirty Years of the Beach Boys, árið 1993. Það er því ljóst að Brian Wil- son hefur öðlast sjálfstraustið á nýjan leik, eftir rúm 30 ár í vol- æði. Betra er seint en aldrei. ■ Wilson og McCartney stefna á plötu PAUL MCCARTNEY OG BRIAN WILSON Ætla að gera betur en síðast með nýrri breiðskífu. U2 Aftur er U2 í efsta sæti vinsældalista X-listans. [ X-LISTINN ] X-IÐ 977 - VIKA 42 U2 Vertigo JAN MAYEN On a Mission INTERPOL Slowhands THE LIBERTINES Can’t Stand Me Know GOLDIE LOOKIN CHAIN Guns Don’t Kill People Rappers Do RAMMSTEIN Amerika CHEVELLE Vitamin R SUM 41 Whe’re All to Blame KINGS OF LEON The Bucket GREEN DAY American Idiot JIMMY EAT WORLD Pain LOSTPROPHETS Last Summer PAPA ROACH Getting Away With Murder MARILYN MANSON Personal Jesus PLACEBO Twenty Years MUSE Butterflies and Hurricanes DÁÐADRENGIR Bara smá THE STROKES The End has No End QUARASHI Payback KORN Word Up * Listanum er raðað af umsjónar- mönnum stöðvarinnar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 QUARASHI Það er nýtt lag á toppi vinsæld- arlista Tónlist.is.. Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is ADEM Adem hlakkar mjög til að koma til Íslands og kynnast landinu betur. ADEM: HUGLJÚFT GÍTARPOPP Á AIRWAVES Spenntur fyrir Íslandsför 52-53 (36-37) Tónlist 13.10.2004 19:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.