Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 20
Einhver frægasta forsíðumynd sögunnar er myndin af Harry Truman forseta Bandaríkjanna brosandi út að eyrum og veifandi blaðinu, sem birti daginn eftir kjördag svohljóðandi flennifyrir- sögn: Dewey sigrar Truman. Þetta var 1948. Truman hafði sem vara- forseti tekið við forsetaembætt- inu eftir andlát Roosevelts forseta þrem árum áður og hafði síðan háð fyrir hönd demókrata harða kosningabaráttu við frambjóð- anda repúblíkana, Thomas Dewey ríkisstjóra New York. Skoðana- kannanir bentu allar sem ein til þess, að Dewey nyti mun meira fylgis en Truman. Nær allir gengu því út frá því sem gefnum hlut, að Dewey myndi sigra. Hvernig var staðið að því að kanna hug kjós- enda? Með því að fara eða hringja heim til þeirra og spyrja, hvern þeir hygðust kjósa. En Truman sigraði Dewey eigi að síður með nokkrum yfirburðum, þegar til kastanna kom (50% atkvæða gegn 46%). Enn skýrara er dæmið frá 1936, þegar tímaritið Literary Digest spáði repúblíkananum Alf Landon yfirburðasigri yfir Roos- evelt forseta og byggði spána ein- göngu á símtölum við væntanlega kjósendur. Símakannanirnar rugluðu menn í ríminu vegna þess, að mun færri kjósendur voru með síma á þessum árum en nú tíðkast. Síma- eignin fór að miklu leyti eftir efnahag heimilanna: fátæklingar áttu síður síma en efnafólk. Úrtök væntanlegra kjósenda voru því bjöguð. Símaleysingjarnir, sem skoðanakönnuðirnir náðu ekki til, skiluðu sér samt á kjörstað – og kusu demókrata. Þessi saga kann að vera í þann veginn að endurtaka sig í Banda- ríkjunum. Margar skoðanakann- anir undangengna mánuði hafa sýnt meiri stuðning við Bush for- seta en John Kerry, frambjóðanda demókrata, enda þótt Kerry virð- ist hafa sótt í sig veðrið síðustu daga eftir að hafa lagt Bush kylli- flatan í fyrsta sjónvarpseinvígi þeirra og komizt býsna vel frá hinu næsta. Mörgum Evrópu- mönnum og öðrum, sem þekkja vel til vestra, koma þessar vís- bendingar um mikið fylgi Bush á óvart. Þeir sjá að vísu og skilja, að Bandaríkin hafa breytzt. Þeir sjá og skilja, að frumskógaríhaldið í Repúblíkanaflokknum er nú ein- strengingslegra, hatramara, ill- skeyttara, ofstækisfyllra og sér- drægara en áður hefur þekkzt í meginstraumi bandarískra stjórn- mála – og sveiflar biblíunni til bragðbætis. En þeir eiga samt ennþá bágt með að trúa því, að Bandaríkin hafi breytzt svo mjög á skömmum tíma, að forseti, sem nýtur svo lítillar hylli í Evrópu og úti um allan heim, geti eigi að síð- ur náð kjöri í Bandaríkjunum. Eða eru þessar áhyggjur kannski ástæðulausar? Skoðanakannanir, sem benda til þess, að Bush muni sigra Kerry, eru m.a. gerðar í gegnum síma – eða réttara sagt: um síma- línur. Margir farsímanotendur eru ekki spurðir álits, af því að þeir hirða ekki um að skrá far- símanúmerin sín. Það næst því ekki í þá. Það er ekki ljóst að svo stöddu, hvort eða hversu vel skoðanakönnuðum hefur tekizt að leiðrétta þessa slagsíðu til að tryggja, að allir væntanlegir kjós- endur hafi jafnar líkur á að lenda í úrtökum könnuðanna. Úrtaks- skekkjan vegna óskráðra farsíma- númera kom ekki að sök fyrir for- setakosningarnar 2000, því að þá var farsímabyltingin vestan hafs skemmra á veg komin en hún er nú. Og nú, fjórum árum síðar, er uppi í Bandaríkjunum mikill fjöldi fólks, sem notar farsíma og tölvusíma langt umfram línusíma. Þetta fólk er fjölmargt. Þetta fólk er yfirleitt vel að sér um tækni, vafrar um vefinn öllum lausum stundum og er á ferð og flugi. Þetta fólk er yfirleitt frjálslynt og víðsýnt og hefur áhuga á útlönd- um og er að því skapi líklegra til fylgis við Kerry en Bush. Þetta fólk er upp til hópa andvígt stríð- inu í Írak. Það fylgist vel með fréttum og lætur ekki bjóða sér lygar í stað frétta: það veit, að inn- rásin í Írak var gerð á fölskum forsendum. Það er andvígt gegnd- arlausum hallarekstri í ríkisbú- skap Bandaríkjanna, óráðsíu, sem stafar að miklu leyti af verulegri lækkun skatta handa auðkýfing- um. Þetta fólk fær ekki heldur séð, hvaða vit er í því, að 45 millj- ónir Bandaríkjamanna eiga ekki enn greiðan aðgang að heilbrigð- istryggingum, þótt öll önnur iðn- ríki heimsins og ýmis þróunar- lönd hafi ráð á skilvirkum al- mannatryggingum. Ef farsímakynslóðin skilar sér á kjörstað nú í nóvember eins og símaleysingjarnir gerðu 1936, þá getur Kerry lagt Bush, jafnvel þótt skoðanakannanir sýni meiri stuðning við Bush fram á síðasta dag. ■ M iklar umræður hafa orðið manna á meðal um veruflota rússneskra herskipa á Þisitilfjarðargrunni fyriraustan land. Hin opinbera skýring rússneska sendi- ráðsins í Reykjavík er að um heræfingu sé að ræða. Rússnesk- ur herskipafloti hefur ekki komið svo nálægt landi frá því á tíma kalda stríðsins þegar herskip, kafbátar og orrustuþotur voru tíðir gestir innan landhelgi og lofthelgi Íslands. Ekki eru allir sannfærðir um að hin opinbera skýring sé rétt. Hafa heyrst vangaveltur um að kannski hafi rússneskur kafbát- ur, jafnvel kjarnorkuknúinn, lent í erfiðleikum á þessu svæði. Ástæðulaust er að gefa slíku tali undir fótinn meðan ekkert hef- ur komið fram sem bendir til þess að eitthvað slíkt sé raunveru- lega á seyði. Ljóst er að það er ekki aðeins almenningur hér á landi sem hefur allan fyrirvara á skýringum Rússa. Íslensk stjórnvöld hafa látið fylgjast með flotanum og fregnir hafa borist um að bandamenn okkar í Noregi og Bretlandi hafi sent könnunarflug- vélar á svæðið. Það þarf þó ekki að benda til þess að menn ótt- ist að slys hafi orðið; allt eins er líklegt að Atlantshafsbandalag- ið vilji leiða í ljós hvers vegna Rússarnir eru svo nálægt landi sem raun ber vitni og af hverju þeir hafa hægt um sig dögum saman. Ástæðan fyrir tortryggni almennings og stjórnvalda gagn- vart öllum opinberum skýringum Rússa er sú að þeir hafa því miður ekki reynst trausts verðir þegar á hefur reynt. Þótt Rúss- ar hafi losað sig við alræðisstjórn kommúnista og tekið upp lýð- ræðisskipulag búa þeir enn við arfleifð leyndarhyggjunnar sem var eitt helsta einkenni Sovétríkjanna sálugu. Enn er mönnum ofarlega í huga þegar rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk fórst í Barentshafi fyrir fjórum árum. Á annað hundrað skip- verja fórst. Atvikinu var haldið leyndu dögum saman og stjórn- völdum og fjölmiðlum á Vesturlöndum vísvitandi veittar rang- ar upplýsingar um framvindu mála. Sams konar atvik, þar sem villandi upplýsingar hafa verið veittar, hafa síðan margsinnis endurtekið sig. Það er leitt að segja það því Rússar eru fín þjóð sem við vilj- um eiga góð og náin samskipti við en við treystum þeim ekki í svona tilvikum. Við tökum þá ekki á orðinu heldur bíðum þar til staðreyndirnar tala sínu máli. Rétt er að hafa í huga að slík er leyndarhyggjan í rússneska stjórnkerfinu að öruggt má telja að sendiráðið í Reykjavík fái ekki upplýsingar sem þykja óþægi- legar fyrir stjórnvöld fyrr en búið er að gefa grænt ljós á þær á æðstu stöðum. Tortryggni gagnvart Rússum beinist því ekk- ert sérstaklega að ágætu starfsfólki rússneska sendiráðsins í Reykjavík. Það er umhugsunarefni að engar herþotur frá varnarliðinu í Keflavík hafa fylgst með rússneska herskipaflotanum. Orion- þoturnar sem fylgdust með kafbátaferðum Rússa á tíma kalda stríðsins hafa verið kallaðar heim. Þetta vekur upp spurningar um öryggi Íslands og öryggisbúnað í landinu. ■ 14. október 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Rússar hafa því miður ekki losað sig leyndarhyggju Sovétríkjanna sálugu. Við treystum þeim ekki FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG FORSETAKJÖRIÐ VESTANHAFS ÞORVALDUR GYLFASON Ef farsímakynslóðin skilar sér á kjörstað nú í nóvember eins og síma- leysingjarnir gerðu 1936, þá getur Kerry lagt Bush, jafn- vel þótt skoðanakannanir sýni meiri stuðning við Bush fram á síðasta dag. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Munu farsímarnir sigra? Skiptið um vinnu Það var kostulegt að heyra Pétur Blön- dal verja þá ákvörðun að lækka tekju- skatt frekar en virðisaukaskatt á mat- vælum. Tekjuskattslækkunin kemur verr út fyrir þá fátækustu en sú sem leið verður farin. Það vita allir. Og kannski ekkert meira um það. S t j ó r n m á l a m e n n geta ákveðið hvað sem þeir vilja og telja rétt- ast. Það var aftur á móti kostulegt að heyra í þingmann- inum segja að þeir sem minna hafi geti bara skipt um vinnu, fundið sér annan vinnuveitenda og að því loknu geti þeir notið skattalækkana. Meiri menntun Meira af Pétri Blöndal í sama máli. Hann benti líka á að fólk sem hefur ekki háar tekjur geti drifið sig í skóla, aukið menntun sína og aukið þannig tækifæri sín. Svo virðist sem þingmaðurinn sé búinn að gleyma vandræðum fólks við að komast til náms í haust, einkum og sér í lagi þeim sem vildu byrja nám á nýjan leik. Ann- ars eru hvoru tveggja rökin af ódýrari gerðinni og ekki víst að Pétur hafi sannfært nokkurn sem hlustaði. Grindavík og Guðjón Grindvíkingar virðast ætla að verða það fótboltalið hér á landi sem hefur mest- an kjarkinn. Þeir eru með stærstu og bestu stúkuna, þrátt fyrir að vera fá- mennasta sveitarfélagið sem á fótboltalið meðal þeirra bestu. Þeir munu vera að ganga frá ráðningu Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara. Ómögulegt er að fullyrða að hann sé besti íslenski þjálfarinn, en trúlega er hann það og ráðning hans gefur aðeins eitt til kynna. Grindvíking- ar ætla sér meira en hingað til. sme@frettabladid.is Skoðanir og umræður 20-21 Leiðari 13.10.2004 19:21 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.