Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 58
42 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Eitt er það sem enskum hefur alltaf sárnað einna mest í veröld- inni, og það er það hversu sjaldan þeim tekst að eiga sigurvegara á Wimbledon-mótinu í tennis. Á hverju ári horfa Bretar á mótið, fyrripart sumars, og vona heitt og innilega að þeirra maður – undan- farin ár hefur það verið maður að nafni Tim Henman í karlaflokki - –taki bikarinn. En alltaf skal ein- hver Ameríkani eða Ástrali eða Þjóðverji eða Rússi vera svo miklu betri. Það er dáldið gaman að hafa þetta í huga þegar maður horfir á kvikmyndina Wimbledon, sem er rómantísk gamanmynd um tvo tennisleikara, Peter Colt, sem er Englendingur og Lizzie Brad- bury, sem er Kani. Wimbledon fjallar nefnilega öðrum þræði um breska þjóðarsál – sem er einmitt þessi sál sem getur ekki sigrað á Wimbledon. Og hún fjallar um þetta á mjög kunnuglegan hátt reyndar, því sama þema má greina skýrt í myndum eins Four Weddings and a Funeral og Nott- ing Hill, þar sem enska sjentil- mannssálin, jafnan í meðförum Hughs Grant, er spegluð í amer- ískum ofurskutlum eins og Andie MacDowell eða Juliu Roberts. Svo er einnig hér. Hugh Grant þessar- ar myndar er ágætlega leikinn af Paul Bettany. Hann er kurteis sjentilmaður, dáldið til baka, klaufalegur og skortir sigurvilj- ann. Bandaríska tenniskonan Lizzie (Kristen Dunst) er hins vegar full af metnaði, ákveðni, og umfram allt sjarma, og svo er hún með pabba sinn í för líka (Sam Neill) sem vill allt gera til þess að tryggja dóttur sinni sigur. Mál þróast þannig að Lizzie og Peter – sú efnilegasta og sá útbrunnasti, sú ákveðna og sá kurteisi, sú am- eríska og sá enski – fella hugi saman og stunda ástarævintýri í skjóli nætur meðan á mótinu stendur. Verður ástin áhrifa- valdur á frammistöðu þeirra beg- gja á mótinu, á sinn hvorn háttinn. Af þessu öllu verður ágæt mynd, rómantísk, nokkuð fyndin, tals- vert barnaleg á köflum – eins og breskra rómantískra gaman- mynda er jafnan háttur – en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Pör voru þó nokkur í bíó. Myndin er ekki við hæfi þeirra sem þola ekki tennis. Guðmundur Steingrímsson. Tennisrómantík WIMBLEDON LEIKSTJÓRI: RICHARD LONCRAINE LEIKARAR: KIRSTEN DUNST, PAUL BETTANY, SAM NEILL NIÐURSTAÐA: Ágætis mynd, nokkuð fyndin, talsvert barnaleg á köflum en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Ekki við hæfi þeirra sem þola ekki tennis. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Leikstjórinn Oliver Stone missti sveindóminn hjá vændiskonu. Þetta segir hann í viðtali í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Playboy. Það var faðir Stone sem stóð fyrir þessari minnisstæðu lífsreynslu hans. Ástæðan var sú að faðirinn hafði sent Stone í heimavistaskóla og sumarbúðir sem voru eingöngu fyrir drengi áður hann fór í nám í Yale-háskóla. Þess vegna fékk hann aldrei tækifæri til að missa sveindóminn. „Pabbi var örlátur maður og ég dái hann fyrir þetta,“ sagði Stone. „Ég held að það sé hefð fyrir þessu. Mér fannst þetta að minnsta kosti frábært.“ ■ Leikarinn Bill Cosby, sem sló í gegn sem heimilisfaðirinn Cliff Huxtable í sjónvarpsþáttunum Cosby Show, hefur hvatt þeldökka nemendur til að helga sig lær- dómnum í stað þess að ganga til liðs við klíkur. Vill hann jafnframt að þeir hafi stjórn á reiði sinni í garð þeirra sem reyna að standa í vegi þeirra. „Lærið. Það er allt sem þið þurfið að gera. Það er ekki erfitt verkefni. Þið eruð ekki að tína bómull eða rusl. Þið eruð ekki að þvo glugga. Þið setjist niður, lesið og látið heilann starfa,“ sagði Cosby í ræðu sem hann hélt í barnaskóla í borginni Richmond. ■ Ritstjórn karlatímaritsins Play- boy hefur farið þess á leit við leikkonuna Susan Sarandon að hún sitji nakin fyrir á síðum blaðsins. Hin 58 ára gamla leikkona sagðist í samtali við bandarískan sjónvarpsþátt að hún gæti ekki þekkst tilboðið þar sem börnin hennar „yrðu brjáluð“ ef hún léti verða af því. „Playboy hefur margoft reynt að fá mig til að sitja fyrir síðustu ár,“ sagði Sarandon. „Ég hef fengið fullt af tilboðum frá þeim. En ég get ekki tekið verkefnið að mér því börnin mín mundu ganga frá mér. Strákarnir mínir eru þar að auki komnir á þann aldur að þeir fá brátt áhuga á Playboy svo ég er ekki viss um að þeim líkaði það.“ ■ Rokksöngv- ari í tölvuleik Brian Johnson, söngvari rokksveit- arinnar AC/DC, og Dennis Haysbert, sem leikur forset- ann í sjónvarpsþátt- unum 24, ætla að ljá persónum í tölvu- leiknum Call of Duty: Finest Hour, raddir sínar. Persóna John- sons verður í aðalhlutverki í leiknum, sem gerist í stríði og er leikinn í fyrstu persónu. Johnson segist búa yfir reynslu sem gæti nýst í leikinn, en faðir hans var ofursti í breska hernum. ■ ■ KVIKMYNDIR ■ SJÓNVARP ■ TÖLVULEIKIR ■ FÓLK Missti sveindóminn hjá vændiskonu Hvetur þeldökka nem- endur áfram OLIVER STONE Þessi frægi leikstjóri missti sveindóminn hjá vændiskonu. BILL COSBY Bill Cosby vill að þeldökkir nemendur helgi sig lærdómnum í stað þess að ganga til liðs við klíkur. AC/DC Brian Johnson, söngvari rokksveitarinn- ar AC/DC Playboy vill Sarandon SUSAN SARANDON Ber þokkann vel þótt hún nálgist sjötugsaldurinn óðum. GRETTIR SÝND KL. 4 M/ÍSLENSKU TALI POKÉMON-5 SÝND KL. 4 kr. 450 M/ÍSL TALI FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 HHH Ó.Ö.H DV SÝND kl. 5.45 - 10 B.I. 14 FRÁBÆR SKEMMTUN PRINCESS DIARIES 2 kl. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.20 THUNDERBIRDS kl. 4 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 4 M/ÍSL.TALI SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL.TALI COLLATERAL kl. 8 - 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.50 - 8 og 10.10 SÝND kl. 6 - 8 - 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.40 - 8 og 10.20 MYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. HHH Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist" Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens , , ... Sýnd kl. 5.50 - 8 og 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“, „Love Actually“ og „Notting Hill“ HHHM.M.J.kvikmyndir.com „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu.“ Sýnd kl. 5.50 - 8 - 10.10 Sýnd í Lúxus VIP kl. 4 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“, „Love Actually“ og „Notting Hill“ HHHM.M.J.kvikmyndir.com „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu.“ Verðlauna stuttmyndin af Nordisk Panorama, „Síðasti Bærinn“ sýnd á undan myndinni. HHHH S.V. MBL HHH1/2 V.G. DVSÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I.16 ára SÝND Í LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20 Þær eru mættar aftur...enn blóðþyrstari! Kyngimagnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa. SÝND kl. 4 og 6 58-59 (42-43) Kvikmyndahús 13.10.2004 18:47 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.