Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Fátt skapar heimilislegri blæ en hillur fullar af bókum fyrir utan nú hvað það er hollt að geta teygt sig í góða bók og nært sálina með innihaldi hennar. Gallinn við stórt bókasafn í opnum hillum er sá að það safnar óhjákvæmilega ryki og því þarf reglulega að taka hverja bók úr hillunum og blása af henni eða bursta. Það er mikið verk. Þessu má komast hjá með því að geyma bækurnar í lokuðum skáp- um. En til þess að geta samt notið þess að horfa á kilina og dást að þessum gersemum eru gler- skápar bæði hentugir og fallegir. Íslendingar eru þekkt bóka- þjóð og nú fer sá tími í hönd sem búast má við fjölgun bóka á heim- ilunum þar sem útgáfa þeirra stendur ávallt í mestum blóma í skammdeginu. Þeir sem þurfa að bæta við bókahirslum í híbýli sín ættu að hafa glerskápa í huga, einkum og sér í lagi ef þeir ætla að hafa bækurnar í svefnherberg- inu. Andrúmsloftið verður annað en ef um opnar hillur er að ræða sem safna í sig ómældu ryki. Mest er þó um vert að hafa einhverjar hirslur utan um bókakostinn svo ástandið verði ekki eins og hjá karlgreyinu honum Mark Twain sem skrifaði: „Það að bækur eru um allt í bókaherbergi mínu, á gólfinu, á stólunum og svo framvegis, stafar af því að það má heita útilokað að fá lánaðar hillur.“ ■ „Vélin var upphaflega búin til fyrir Levi’s til að skera út gallabuxnasnið en hún getur skorið nánast hvaða mynstur sem er úr hvaða efni sem er,“ segir Jón Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Tækniskurðar, sem sérhæfir sig í vatnsskurði á öllum efnum. „Möguleikarnir eru endalausir með þess- ari tækni og um að gera að láta ímyndun- araflið leika lausum hala,“ segir Jón Þór. Skurðurinn sjálfur er mjög umhverfis- vænn þar sem efnið er ekki hitað upp heldur skorið í vatni. Vélin er mötuð með teikningum á tölvutæki formi og er skurðinum tölvu- stýrt. „Hægt er að koma með teikningar sem við skerum eftir eða vinna teikningu hérna hjá okkur,“ segir Jón Þór en hann býður fólki upp á að- stoð við teikni- og hönnunarvinnuna. „Við höfum mikið verið að skera út munstur í keramikflísar bæði fyrir gólf og veggi,“ segir Jón Þór og bætir við að þetta sé mjög skemmtilegt fyrir þá sem vilja hanna falleg mynstur á veggi eða gólf hjá sér, skurðurinn taki ekki langan tíma og útkoman geti verið ævintýraleg. kristineva@frettabladid.is Mynstur skorið út ofan í vatni: Ímyndunaraflið leikur lausum hala Jón Þór Ólafsson segir vélina geta skorið út nánast hvaða mynstur sem er í hvaða efni sem er. Hestur skor- inn úr graníti. Nafn rist í hjarta. Jólatré skorið úr graníti. Þrumuþór. Samsett tvívíddarform skorin úr málmi. Í allar áttir. Mynstur skorið út og fellt inn í keramikflís. Bókaskápar með gleri: Bæta andrúmsloftið í herberginu Bækurnar prýða heimilið þótt þær séu bak við gler og eru innan seilingar eftir sem áður. Hér bíður húsráðenda mikið verk þegar jólahreingerningin brestur á. ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Hvað segja ánægðir viðskiptavinir? Opið virka d ga kl. 8-18. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, sími 552 2882 www.keramik.is Hér fæ ég draumastellið og get haft það nákvæmlega eins og ég vil. Bókaðu eigin hóp núna, eða komdu þegar þér hentar. 28-29 (04-05) Allt heimili 13.10.2004 15:18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.